Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 5
69 - IÐ ágæta bókasafn Menntaskólans hefur hafið vetrar- starf sitt að nýju. Enn verður safnið að gera sér að góðu hin ónógu húsakynni sín í félagsheimilinu, en samt er sandur bóka og tímarita á þessu litla svæði. Nokkrar bækur hafa verið keyptar í haust einkum á íslenzku máli, og er það breyting frá því sem áður var. Helztar þessara bóka eru : Karl Marx og hagfræðikenningar hans. Þetta er safn ritgerða,um hagfræði "marxismans" eftir kunna brezka og bandaríska hagfræð- inga, Márchen der Bríider Grimms. Þessi bók var keypt að undirlagi nokkurra nemenda, sem kváðu ævintýri heppilegt lesmál handa byrjendum í þýzkunámi. In Dubious Battle eftir Steinbeck. Bezta bók Steinbecks að hans eigin áliti. Hundadagastjórn Pippins 4. eftir Steinbeck. Merkilegt ádeilurit. Sovétríkin eftir Mikkailov. The Rise and the Fall of the Third Reich eftir hinn kunna banda- ríska fréttaritara, William Shirer. litsrit. Þetta er stórmerkilegt yfir- Framtíð manns og heims eftir Pierre Rousseau. Dr. Broddi Jóhannesson þýddi, svo að hér er áreiðanlega ekkert flím á ferð. Sprengjan og Pyngjan eftir Jónas Arnason. Safn ritgerða og blaðagreina. Prjónastofan Sólin eftir Halldór Kiljan Laxness. Auk framangreindra bóka hafa verið keyptar fjölmargar aðrar, og búast má við að töluvert magn bóka verði keypt á næst- unni jafnskjótt sem bækurnar konja út. En hins vegar vil ég benda mönnum á, að öllum er heimilt að fara fram á við forstöiSumenn safnsins, að keyptar verði bækur, sem þeir telji safninu búningsbót að. Ég vil eindregið hvetja alla bókavini til að .sækja safnið þau kvöld, sem það er opið. Ég hef orðið þess var á undanförn- um árium, að margir á^ætir menn hafa látið hjá líða að koma á safnið sökum hávaða: af "hormónamúsík" á baðstofuloft- inu. Þetta verður gjörsamlega hindrað í vetur og kappkostað, að gott næði til lestr- ar og rannsókna verði á loftinu, enda hafa safnverðir alræðisvald á loftinu, þegar það er opið. Einnig er nemendum heimilt að lesa. námsbækur á loftinu og er þá til- valið a. ð fá lánaðar orðabækur hjá safn- verði. - Eins og formaður gat um í fyrsta tölublaði Skólablaðsins á safnið bækur um hin óskyldustu efni. Einkum ber að nefna auðugan kost listaverkabóka, sem sýna gloggt hinar ýmsu stefnur og einkenni þeirra. - Margir árgangar af "FaunuM eru á safninu, svo og alfræðibækur ágætar. Fyrir fáum árum var tekið það ráð að ginna fólk til safnsins með ýmsum mynda- ritum s.s. Playboy, Vogue o. fl. , en þessar bækur entust ákaflega illa. T.d.minnist ég þess, að Myndabók astarinnar var beinlín- is tætt í sundur á örskömmum tíma, svo að horfið var frá þessu ráði. ’STmis ráð eru nú í bígerð til að örva aðsóknina. Sömu- leiðis stendur til að Leggja þungar sektir á vanskilamenn. Að lokum vil ég enn hvetja ykkur, nem- endur góðir, til að ganga nú einu sinni þrön^a veginn, sem í þessu tilviki liggur til bokasafnsins, og mun yður þar veitast öruggt athvarf. F.h.íþöku - Gunnar Jónsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.