Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 11
- 75 - Loksins þegar hugsanirnar eru alveg að tröllsliga hann, kallar hann á hundinn og spyr : Til hvers er þetta líf ? Þá glottir hundurinn og laumast niður í sveit. VI. Þessi hundur er furðulegur persónu- leiki. Hann er fjandanum falskari og geipileg höfðingjasleikja. En þrátt fyrir það er ekkert illt hægt um hann að segja. Vitaskuld hefur hann sína snöggu bletti, til dæmis er hann sérdeilis veikur fyrir snögghærðum tíkum, hvítum og svörtum, og er að heiman dögum saman á lóðaríi út um sveitir. Hann heitir Steini, eftir yngsta syni Þórðar, sem fluttist i bæinn. VII. Dag nokkurn, þegar Þórður fær sér eftirmiðdagsblund, heyrist hvinur, og gljáandi, svartri, kraftmikilli bifreið er ekið í hlað. Við stýrið situr Steini,(sá tvífætti), með honum eru tvær finar dömur úr Reykjavík. Þau stíga út og ganga í bæinn. Dömurnar halda um nef- ið og flissa. Þær eru á lakkskóm. Þórður gengur til móts við þessa óvæntu gesti og býður þá hjartanlega velkomna. Son sinn kyssir hann, - þá skrfkja dömurnar. Þórður krimtir vandræða- lega, en snýr sér síðan að hundinum,og rekur hann út með óbótaskömmum, því næst beinir hann máli sfnu til gestanna, og segir svolítið meira ljótt um hundinn Einnig fer hann fram á,að gestirnir geri sig heimakomna. Enn flissa dömurnar. Þá spyr önnur daman um snyrtiher- bergi,---toilet. . . . Þórður klórar sér vandræðalega í skegginu, og horfir spyrj- andi á son sinn. -- Snyrtiherbergi,-- - toilet,---náðhús, (fliss)...? Jú, akkúrat, loksins : "Kamarinn, ja, þú ættir nú að vita hvar hann er, Steini minn, þarna rétt handan við fjóshaug- inn. " Pískur, svo heljarmikið fliss. Aftur verður Þórður vandræðalegur og hummar, svo man hann, að hann hefur gleymt sínum húsbóndaskyldum. Kaffi. Litlu siðar kemur hann fram með rjúkandi kaffikönnu og skellir á borðið, hverfur svo fram aftur og kemur með bolla. Að vísu eru bollarnir halda- lausir, sprungnir og svolítið óhreinir, en Þórður bregður þeim upp að ljósinu, og þurrkar síðan innan úr þeim með erminni á peysunni sinni og setur þá sxðan á borðið, við hliðina á blikkdúnk fullum af kandíssykri. og býður fólk- inu að gera svo vel. Píurnar flissa, en segjast ekki yera svangar. Þá hlær Þórður stoltur óg segir, að ennþá hafi enginn farið fra Iíálsakoti án þess að þiggja góðgerðir. Ekki drekka þær kaffið, en sitja og Frh. á bls.84.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.