Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 12
- 76 - Tapað - fundið. RYGGVI Karlssonx) rauk um daginn á Svavar Gestsson for- seta, og bað hann vinsamlega að aðstoða sig við leit að LÍFSINS HARMONÍUM. Helzt gerir Tryggvi ráð fyrir, að þetta sé að finna í söng eða öðru syndsamlegu at- hæfi. Ef einhver kynni að rekast á lífsins harmoníum, er sá hinn sami beðinn að skila gripnum umsvifalaust til Tryggva án allra syndsamlegra þenkinga. x) Sá, sem ætlaði að byggja skíða- skálann. Ars gratia artis. Framtíðin hefur stofnað jazzklúbb. Svo mörg voru þau orð. Leiklistaráhugi. Leiknefnd starfar nú af fullum krafti áð undirbúningi Herranætur. En þrátt fyrir mjög almennan leiklistaráhuga innan skólans, hafa ýmsir látið f ljósi meiri áhuga á því að komast í partíið eftir sýningu en að sjá kómedíu Benna sáluga Sjo. Friður á jörðu. Sagt er sjöunda nóvember "hófið" f rússneska sendiráðinu hafi farið vel fram. Fáir menntlingar voru viðstaddir. Service eða zervez ? Sagt er, að einn þeirra er sóttu um styrk hjá ameríkanfíldsörvis hafi skyndi- lega dregið umsókn sína til baka. Kvað hann umsókn sína hafa verið á misskilningi byggða. Mannaulinn mun hafa ruglað saman enska orðinu "service" og spænska orðinu "zervez", sem þýðir bjór. List eða dónaskapur ? __ í þýzkubók þeirri, sem kennd er 1 fjórða bekk, kemur fyrir setning nokkur, er veldur miklum deilum manna á meðal. Segja sumir, að setning þessi sé tær snilld, aðrir halda því fram, að það sé ljótt að segja svona nokkuð. Setningin hljóðar svo: "Meine Freundin B. liegt auch im Bett, und so können wir uns unterhalten. " Og önnur : " Gestern nach- mittag sind wir leichtsinnig gewesen. " ( Birt án leyfis höf. ). Það, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður. . . . Sveinbjörn Rafnsson skólaskáld hefur að undanförnu harðneitað að leyfa SKÓLA- BLAÐINU að birta sfna andlegu ávexti. Er Sveinbjörn frelsaður?? Varnarræða. Þar sem undirritaður hefur sætt ákæru um að hafa ritið QUID NOVI í síðasta Skólablað, vill hann láta þess getið, að slík ummæli eru ærumeiðandi átvinnurógur, og mun þvílíkra svívirð- inga ekki látið óhefnt. ÞRAINN Náttúrufræði f 5. B Eyþór : "Eins og þið vitið eru til fisk- ar, sem anda með lungum og kallast þeir lungnafiskar. Getið þið nefnt einhver hliðstæð dýr, sem anda með lungum? " Sveinn: "Lungnakrabbar! "

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.