Skólablaðið - 10.11.1962, Side 13
77 -
A.Ð bar við nú á miðjum gor-
mánuði, að óreglulegur nemi
hér í skóla opnaði opinbera
málverkasýningu í Bogasal
Þjóðminjasafnsins.
I i // Eins og öllum lesendum
y Skólablaðsins er kunnugt,
11 er þessi hugumstóri iðju-
maður Magnús Tómasson í
5. bekk bé. Ekki var laust við það, að
sumum þætti nokkur oflátungsháttur af
19 ára ungmenni að efna til opinberrar
málverkasýningar, og sjálfsagt má deila
um það. En þegar litið er yfir þessar
29 myndir, sem hanga á veggjum Boga-
salsins, er það fyrsta, sem maður rekur
augun í, hversu myndirnar eru einlægar,
lausar við allan oflátungshátt og yfir-
borðsmennsku. Magnús reynir ekki að
hlaupast undan vandanum með yfirborðs-
kenndum stílbrögðum og útflúri, eins og
flestir viðvaningar í listinni gera. Iiann
gengur rakleiðis að kjarna málsins,
ohræddur og án tillits til álits annarra.
Arangurinn er auðvitað misjafn, en þar
sem Magnúsi tekst bezt upp, er hann
undragóður. Myndir eins og "Húsið við
hafið1^ og fleiri í svipuðum stíl, votta
það, Magnús hefur glimt mikið við
myndirnar og oft haft nokkurn sigur.
Slík vinnubrögð eru mjög lofsverð, og
má segja, að þau séu frumskilyrði þess,
að nokkur árangur náist. Ef Magnús
heldur áfram að vinna af slíkri alúð og
slíkum þrótti, má mikils af honum vænta
í framtiðinni.
Til gamans vildi ég leyfa mér að
bera saman sýningu Magnúsar og sýn-
ingu Valtýs Péturssonar i Listamanna-
skálanurn, en hann hefur hlotið almenna
viðurkenningu sem "listamaður". f raun-
inni firmst mér reginmunur á þessum
tveimur sýningum. A sýningunni í Lista-
mannaskálanum fannst mér vandfundin
vel unnin mynd, mynd sem "listamaður-
inn" hafði átt regluleg fangbrögð við.
Flestar myndirnar þykir mér yfirborðs-
kennt útflúr og einskis nýtar ( sérstak-
lega stærsta og dýrasta myndin nr. 1.
Undantekning e.t. v. "Málverk" nr. 24).
Margar myndir Magnúsar eru
einnig einskis nýtar, en þær eiga það
allar sammerkt, að við þær hefur verið
glimt og þær eru því ekki til einskis
gerðar. Þetta er munurinn á því að
vinna af alúð og að blekkja, vinna af
viti og fávizku. Vera kann að þetta sé
of strangur dómur um myndir Valtýs,
en það er þá einungis af því, að ég í
blindu minni og fávizku hef ekki komið
auga á fangbrögðin við málverkið, sem
mér finnst frumskilyrði allrar listsköp-
unar. Bið ég auðmjúklega forláts á
þessum hörðu orðum, sé reyndin sú.
Að lokum vildi ég geta þess, að
menntamálaráðherra hefur sýnt þann ein-
staka skilning á þessum merkisviðburði,
sem sýning Magnúsar hlýtur að vera
fyrir skólann, að veita fé til kaupa á
myndum af sýningunni, sem varðveitast
skulu 1 Iþöku eða skólahúsinu. Hafa
þegar verið valdar þrjár myndir af sýn-
ingunni, og verða þær von bráðar hengd-
ar upp í húsakynnum skólans, nemend-
um til augnayndis og ungum listamönn-
um til uppörvunar.
Vildi ég svo þakka Magnúsi fyrir
þessa skemmtilegu sýningu í þeirri von,
að hann haldi áfram á sömu braut.
Reykjavík,
mánud. 12.nóvember 1962.
ölafur Gíslason