Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 10.11.1962, Qupperneq 26

Skólablaðið - 10.11.1962, Qupperneq 26
90 - FYRST SVJÐNAR EN SEINNA LOGAR, frh. af bls. 82 að mér tókst að koma honum í drauma- landið. A eftir settist ég í þægilegan stól og tók mér bók í hönd. Það var allt mjög nýtízkulegt og vandað. Málverk á veggjunum. Hús- gögnunum var raðað þannig, að sem bezt færi, þegar setið var við sjónvarpið. Það var opið inn í aðra stofu og þar tóku bókahillur með margvíslegu smá- dóti heilan vegg. Þó voru bækur í einni hillu. Þær voru ellefu talsins: Sex ís- lendingasagna í skrautbandi, danskar gamanvísnabækur í tveim bindum, afmæl- isdagabók, Dagbók barnsins og gestabók. Ég leit upp úr lestri bókarinnar. Klukkan var yfir miðnætti. Það var nokkuð heitt inni og mikil þögn. Ég leit varlega í kringum mig, en þar var eng- inn. Ég byrjaði á fjórða eplinu og sökkti mér aftur niður í bókina. Mér þótti epli mjög góð og það að borða þau, kom í veg fyrir að maður óttaðist ein- veruna. Það gerir vist þetta kunnuglega brak, sem heyrist, þegar bitið er í þau. - Eða mér finnst það. Um það bil hálftími leið. Ég leit upp, lítil vera í hvítum náttfötum stóð fyrir framan mig. Augun voru pírð vegna ljóssins. Hann nuddaði og klór- aði sér á maganum. "Ég er hræddur, " hvislaði hann. Ég stóð upp og fór fram í eldhúsið til að gefa honum mjólk, að fyrirsögn móðurinnar. "Þú þarft ekkert að vera hræddur, " sagði ég hughreystandi, en hugsaði annað. Það er svo margt, sem við mennirnir óttumst, þegar við erum einir með hugs- unum okkar. Ég leiddi hann upp í rúmið og sat hjá honum meðan hann sofnaði. Þegar ég kom inn í stofuna aftur, velti eg þvi fyrir mér, hvers vegna hann hefði verið hræddur. Ég dró glugga- tjöldin, sem huldu heilan vegg, frá og það opnaðist nýr heimur. Borgin blasti við og ljósin tindruðu í þúsunda tali. Sumir segja það sé ekkert að óttast nema sína eigin samvizku. En lftið barn getur ekki óttazt samvizku sína. Nú var lykli stungið í skrána. Þau voru komin. Faðirinn ók mér heim. Við töluðum fátt á leiðinni. Þegar við ókum Lauga- veginn sagði hann: "Hvernig var pró- grammið? " Hann bar orðið fram eins og það væri samsett úr progg og svo -rammið. Ég hugsaði um það svolitla stund, og sagði síðan: "Ég slökkti strax og þið vor- uð farin. " Hann skipti um gir, leit fram á veginn og síðan á mi^ og ætlaði að segja eitthvað, en ég flýtti mer að bæta við : "Ég var að lesa. "

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.