Skólablaðið - 10.11.1962, Page 24
UMIR eru þeirrar skoðunar,
að ekki beri að svara ritdóm-
um, en mér finnst óviðeigandi
að láta það afskiptalaust, þeg-
ar pennaóðir gagnrýnendur,
ef gagnrýnendur skyldi kalla, geysast
fram og þyk jast fella örlagadóma á báða
bóga. Það hlýtur að teljast vafasamur
greiði við þá að lofa þeim að belgja sig
ut og láta eins og þeir, sem valdið
hafa, því að einatt virðast þeir forðast
sjálf málefnin eins og heitan eldinn, en
reyna að blása upp ímyndaða eða lítil-
fjörlega galla á uppsetningu eða formi.
í síðasta Skólablaði er ráðist heiftar-
lega á grein, sem birtist í fyrsta tölu-
blaði. Greinin var kölluð "Meinsemdin
mikla" og höfðaði gegn víni. Arásin var
framin í nokkrum línum greinarstúfs,
sem nefndist "Ritdómur". Höfundi rit-
dómsins, eða gagnrýnanda, væmdi mjög
við grein þessari og taldi sig hafa sett
persónulegt met í lestri ókræsilegs
orðaflúrs. Mun sumum þykja það nokk-
uð. Gagnrýnandi segir höfund greinar-
innar hafa misst sjónar á málefninu
vegna dauðaleitar að orðum. Yfirleitt
er það svo, að menn hafa orðin, en
leita ekki að þeim, þegar þeir hyggjast
klæða hugsanir sínar orðsins búning.
Kannski gagnrýnandinn fletti upp í orða-
bók Blöndals í gríð og erg, til að fá
orð i ritdóma sína, þegar hann fær inn-
blástur. Um samsetninguna er það að
segja, að orðin eru x fullkomnu sam-
ræmi við það hvimleiða fyrirbrigði,
sem um ræðir, því að rétt orð ber að
ÞYZKA í 5. - Z
Ingvar : Gunnar, nefnið þér nafnorð,
sem dregið er af fahren, t. d. farar-
tæki.
Gunnar: Der Ferkel I
nota á réttum stöðum. En margir skor-
ast undan að nota viðeigandi orð og
valda þess vegna oft rangtúlkunum.
Annars skyldi gagnrýnandinn ekki hafa
hátt um orðfæri annarra, því að svo
virðist, sem eini kafli ritdómsins, sem
skipaður er íslenzkum orðum eingöngu,
sé tilvitnunin í "Meinsemdina". Gagn-
vart rökum þeim og staðreyndum, sem
sett eru fram í greininni, er gagnrýn-
andinn alveg klumsa, og af málefninu
sjálfu og kjarna þess, virðist honum
Standa beygur, enda gengur öll hans
feigðarglima við pennann út á það að
vega aftan að ímynduðum annmörkum í
tjáningu.
í lokin klykkir gagnrýnandinn svo út
með þvi, að ef til vill væri greinin að-
eins misheppnaður brandari. Þetta er
að vísu mygluð íslenzk aðferð, sem
tíðkast talsvert á barnaskólastiginu, en
mér þykir taka heldur betur í hraukana,
þegar maður á þrítugsaldri leyfir sér
að drösla þessu fyrir almenningssjónir.
En úr því að gagnrýni og ritdómar
eru á dagskrá, þa vil ég minnast lítils-
háttar á þann uggvænlega vaxandi hóp
manna, sem leggja það í vana sinn að
gagnrýna, af annarlegum hvötum og nið-
urrifsgirnd, hluti, sem þeir oftlega bera
ekkert skynbragð á, enda eru þannig
vinnubrögð aðeins nart utan í yfirborð
hlutanna. Þessir náungar tröllríða sín-
um laka málstað við einteyming og
skyrpa út úr sér hnútum og hnýfilyrðum
á báða bóga, en helreiðir þessar enda
alltaf með þvi, að reiðmaður og skjóti
liggja marflatir á hálu svelli rökleys-
unnar, ataðir þeim skít, sem þeir ætl-
uðu öðrum.
G.K.