Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 10.11.1962, Síða 8

Skólablaðið - 10.11.1962, Síða 8
72 - M mánaðamótin ágúst-september s.l. sumar bauð menntamálaráðuneytið mér að sitia ráðstefnu ungs fólks, "Rencontre de jeunes , sem haldin var í Róm á vegum Evrópuráðsins og ítölsku ríkisstjórnarinnar. Hef ég að ósk editors sett saman svolítinn ferðapistil, sem hér fer á eftir. Alparnir umvafðir hitamistri og bað- aðir í gullnu skini hnígandi sólar voru að baki. Landið undir okkur var alveg að hverfa í kvöldrökkrið, en við flugum ennþá í geislum sólarinnar, sem virtist vega salt á sjóndeildarhringnum. Svo tók vélin að lækka flugið og við byrjuðum að fljúga inn í nóttina. Ljósin í Mílano komu fram undan væng- barðinu, og innan skamms var vélin lent. Suðandi hvinur hreyflanna dó út. "Stjúardinn" ýtti á hnapp og afturendi vélarskrokksins opnaðist með lágu suði. Ég greip andann á lofti, þegar ég steig niður á steinsteypta brautina, því heitt mollulegt kvöldloftið lcom á móti mér eins og veggur. ítalska hlaðfreyjan brosti og spurði "Transit? " Ég brosti á móti og sagði "Yes," og þá fékk hún mér gult spjald. Með það í annarri hendi, en vasaklútinn í hinni, gekk ég að vagninum, sem flutti okkur að stöðv- arbyggingunni. Ghanabúinn, sem hafði setið við hlið- ina á mér frá London, ætlaði af hér í Mílanó, svo að við kvöddumst með virktum áður en hann hvarf inn 1 "arrævalinn" , en ég skaust inn f "Transitinn". Hann ætlaði að lesa við háskólann í Mílanó. Alls staðar voru lögreglumenn með alvæpni. Við vorum örfá, sem vorum í "Transit ". Flestir farþeganna höfðu ætlað hingað til Mílanó, eins og Ghana- búinn. Líka móðursjúka konan. Hún hafði fengið kast meðan við biðum í yfirfullum vagninum, eftir að mega stíga út og ganga upp í vélina á Lundúna- flugvelli. Hún hafði sleppt sér algjör- lega, lamið í bakið á næsta manni á und- an og reynt að komast út. Þegar það gekk ekki, þá tróð hún sér út að næsta glugga, stakk stóru bognu nefinu út um örlitla rifu, sem var á honum, og dró benzín- og rykmettað stórborgarloftið að sér í djúpum ekkakenndum sogum, á milli þess, sem hún æpti: "Let me out! " Hún skalf, þegar við settumst upp í vélina og hún skalf ennþá, þegar við flugum yfir Paris. Til Rómar héldum við svo eftir skamma viðdvöl. Fór klukkutíminn, sem flugið tók, allur í það að renna niður fyrir skyrtuhálsmálið öllum þeim réttum, sem flugfreyjan bar okkur, örlátri hendi, svo að maður minnist ekki á mineral- vatnið og hvítvínið, sem var vel þ^gið af heitum og þyrstum ferðalangi. Við innganginn í flugstöðina á Leon- ardo da Vinci flugvellinum stóð maður, sem hrópaði í sífellu: "Mister Stæn- grimson" í andlitið á öllum, sem inn gengu. Þóttist ég kenna þar mitt föður- nafn, þótt heldur væri það úr lagi fært í munni þessa ítalska heiðursmanns. Gaf ég mig fram við manninn og reynd- ist það rétt vera, að hann.væri að leita að mér. Kvaðst hann vera fulltrúi frá ítalska flugfélaginu Alitalia og hefði ís- lenzki ræðismaðurinn La Rocca beðið hann að vera mér til aðstoðar. Þegar í gegnum vegabréfa- og toll- skoðun var komið, kom í ljós, að ekki hafði Rocca gert alveg endasleppt við því fyrir framan stöðvarbygging- una stóð gljásvartur bíll frá ítalska

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.