Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 10.11.1962, Page 23

Skólablaðið - 10.11.1962, Page 23
-87 - hvítvoðungar. Sú staðreynd kom ljóst fram í spurningakeppni framhaldsskól- anna í Ríkisútvarpinu í fyrravetur, að fólk á okkar aldri veit næsta lítið um sögu íslendinga, eða viðburði tuttugustu aldar. Enn hefi ég mestmegnis nefnt galla, en lítið bent á til úrlausnar, annað en meira námsefni. Þó geri ég mér fylli- lega ljóst, að slíkt má ekki verða. Tím- inn er því miður ekki takmarkalaus. Ég tel, að úr þessu megi bæta á tvennan hátt. í fyrsta lagi, eins og bent er á í grein í síðasta Skolablaði, með því að taka fá fög fyrir í einu, en leggja ekki á menn að læra allt samtímis. f öðru lagi með því að hafa a.m.k. sum- ar námsgreinar, helzt sem flestar, kjör- greinar, þ. e. nemandinn mætti að nokkru leyti ráða sínu námsefni, væri aðeins skylt að taka ákveðinn fjölda námsgreina. T. d. gæti þetta verið sem hér segir : fslenzk tunga og bókmenntir, svo og ís- lenzk þjóðar- og þjóðfélagssaga, en auk þess tvö tungumál og eitt til tvö fög önnur. Meiri fjölda tel ég vart koma til greina, eigi verulegur árangur að nást. Reykjavík, 12.nóv. 1962. Heimir Pálsson S A G A , frh. af bls. 80. Nú var báturinn kominn að netatross- unni, maðurinn seildist varlega út fyrir borðstokkinn og greip endakorkið með annarri hendinni, en innbyrti árarnar með hinni. Hann dró upp stjórann, leysti hann af færinu og henti honum í vatnið aftur. Hann varð að hætta á að taka alla trossuna í einu, það var alltaf að hvessa. Maðurinn hamaðist í örvænt- ingu að inribýrða netin. Ymsar hugsan- ir sóttu að honum. Tveir menn höfðu drukknað í þessu vatni, en lík þeirra aldrei fundizt. Netin voru full af silungi, það var þungur dráttur. Báturinn hjó öldurnar svo snöggt að minnstu munaði, að hann dytti útbyrðis. Hann var gegnvotur af ágjöfinni, en tók ekki eftir þvi, að svit- inn rann niður enni hans. Hvar var helvítis endinn? Hann fann það á sér, að eitthvað var að gerast, hann heyrði hvernig steinarnir ultu niður holtið, hann sá hvernig öldurnar byrjuðu að rísa uppi við ströndina og færðust ógn- andi nær honum. Þær ultu hægt áfram og stækkuðu alltaf. Hann hætti að draga netin og bjó sig undir að mæta öldunum. Hann sneri stefni bátsins í öldurnar og hélt dauðahaldi í teininn. Hann fann hvernig stjórinn dróst eftir botninum. Öldurnar skullu á bátnum og báturinn hófst og seig í öldudalina, en skyndilega gaf gamall og fúinn teinninn eftir, það var eins og hönd kæmi upp úr vatninu og risti á netið. Það rifnaði möskva úr möskva unz neðri teinninn brast, báturinn snarventi og í örvæntingu sinni og fáti, sem á hann kom, missti hann aðra ár- ina útbyrðis. Hann greip hina og gat naumlega rétt bátinn af. Báturinn skopp- aði eftir öldutoppunum og stefndi að syðri enda vatnsins. Hann vissi hvar þar biði hans. Þar var stórgrýttur botn og víða stóðu oddhvassir steinar uppúr. Hann var hættur að hugsa um að bjarga netunum, nú var um líf eða dauða að tefla. Hann var áður en varði kominn upp að ströndinni. Skyndilega sá hann stóran stein beint fyrir framan bátinn. Hann reyndi að beygja framhjá honum, en við það sneri báturinn hliðinni upp í veðrið. Og þá gerðist það, stór alda reið yfir bát- inn og færði hann í kaf. Manninn skolaði útbyrðis, en sem betur. fór var grunnt þarna. Hann komst á fætur og byrjaði að vaða í land, en datt og gat rétt dregizt í land. Þar lá hann og kastaði mæðinni um stund. Þegar hann stóð upp aftur, leit hann ekki út á vatnið, fyrr en hann heyrði brothljóð. Þá leit hann við og sa,að báturinn marraði í kafi og slóst við stórgrýtið. Hann leit niður í gráa kalda jörðina, en sneri sér síðan við og gekk til hestanna. Hann leysti þá og steig á bak. Hest- urinn fór ekki strax af stað, svo að i hann lamdi svipunni af öllu afli í nárann á honum. Titrandi hesturinn tók á rás, og hinir eltu. Þegar hann hvarf yfir grátt og úfið holtið, hló einri lómurinn hæðnislega og nokkrar tóku undir.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.