Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 22
86 - EGAR ég settist í IV. bekk Menntaskólans í Reykjavík, valdi ég máladeild af tveim ástæðum. í fyrsta lagi hafði ég meiri áhuga á hum- anistískum greinum en raunvísindum, og í öðru lagi höfðu ýmsir ráðlagt mér að velja máladeild. Þegai' { IV. bekk varð mér ljóst, að máladeild svaraði ekki til þeirra hug- mynda, er ég hafði gert mér um hana. Með þessu á ég ekki við, að mér þyki of mikið kennt af stærðfræði, eðlis- og efnafræði o. þ. h. í máladeild. Ég á við, að í máladeild, ef til vill í stærðfræði- deild líka, eru kenndar of margar grein- ar, en of lítið í hverri. Einnig virðist mér um undarlegar kennslubækur og kennsluaðferðir að ræða í sumum tilvik- um. Eg tek það fram, að hér á ég ekki við óvinsælustu grein Menntaskólans, latínu, þar sem ég tel hana eiga rétt á sér, a.m.k. að nokkru leyti. Hér á ég einkum við fjórar námsgreinar aðrar, frönsku, þýzku, ensku og sögu. Skal ég nú benda a það, sem mer þykir. athuga- vert við hverja þessara greina. Frönskunám er allt of stutt. Það þarf enginn að segja mér, að Germani, sem ekki er þvf meiri námsmaður , læri frönsku að nokkru gagni á tveim árum. Til þess eru germönsk og rómönsk mál of ólík. Ég get nefnt sem dæmi, að Þjóðverji einn, búsettur hér á landi, mjög góður frönskumaður, hefur sagt mér, að fyrstu 11 mánuði námsins hafi aðeins verið farið f frönsk hljóð, sem frábrugðin eru þýzkum. Hér stoðar ekki þótt teknar séu 5 kennslustundir í viku og meira og ágætir kennarar séu til staðar. Frönsku- nam verður að hefjast fyrr, eigi veru- legur árangur að nást. Um þýzku gildir að miklu leyti það sama, námið verður að fá meiri tíma. Þrír tímar á viku í V. bekk eru vægast sagt ófullnægjandi. Einnig virðist mér þýzkri málfræði vera allt of lítill gaum- ur gefinn. Um enskukennslu er einkum eitt, sem mér virðist betur mega fara. Enskan lifandi tungumál margra þjóða, aðaltunga tveggja heimsálfa og viðskiptamál mikils hluta hinna. Þeir Ben Gurion og ölafur Thors ávörpuðu hvor annan á ensku við komu hins fyrrnefnda hingað til lands í haust. En þrátt fyrir þetta, er önnur af tveim bókum, sem lesnar eru í V. bekk, sótt til sextándu aldar. Shakespeare var að vísu gott skáld. En ensk tunga hefir tekið miklum breyt- ingum síðan á sextándu öld, og ég tel það hvorugum til góðs, Shakespeare eða nemendanum, að eyða tímanum svo. Hér tel ég hiklaust að velja beri nútíma- bókmenntir. Sá, sem vill kynnast Shakespeare á frummálinu, og enginn skyldi lattur þess, verður að gera það með sjálfsnámi. Sé hann þvingaður til þess, er hætt við að illa fari. Þá er það sagan. í máladeild er hún æði yfirgripsmikið fag. Þar er á þrem vetrum reynt að kenna mönnum mikið um hluti, sem mér virðist í fljótu bragði, að skipti harla litlu máli. Ég leyfi mér að halda fram, að mig skipti harla litlu máli, að "skylmingaleikir Rómverja voru runnir frá Etrúrum", eða að "á stjórn- arárum Mervíkinga var Frankaríki orð- ið æði víðáttumikið". Mig skiptir máli, hvað hefir gerzt á okkar öld, og mig og aðra íslendinga skiptir einkum máli, hvernig saga lands vors og þjóðar er. Ég tel það alls ófullnægjandi kennslu um það efni, þótt kennd sé í þriðja bekk ein bók um sögu Tslendinga, bók, sera þar að auki nær aðeins til þess tíma, þegar við, sem hana lesum, voru flest ómálga

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.