Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 10.11.1962, Qupperneq 9

Skólablaðið - 10.11.1962, Qupperneq 9
- 73 - utanríkisráðuneytinu og var stimamjúkur ökuþór hans reiðubúinn til að flytja mig hvert, sem ég óskaði, og eftir skamma stund þutum við með ofsahraða eftir veginum til Rómar. Tók aksturinn þang- að um fimmtán mínútur. Héldum við beina leið að stóru gistihúsi, Domus Pacii, en þar átti samkvæmt þeim upp- lýsingum, er ég fékk hér heima, að halda ráðstefnu þá, sem ég skyldi sitja. Þegar þangað kom tóku málin nú heldur betur að vandast. Dyravörðurinn og þeir aðrir, sem voru þarna í anddyrinu, skildu þkki orð í ensku. Bílstjórinn, sem held- ur ekki talaði ensku, sagði honum erindi fnitt. Töluðu þeir saman nokkra stund og sá ég fljótlega á svipbrigðum þeirra og handahreyfingum, að ég mundi vera staddur á alröngum stað og að þeir könn- uðust ekki neitt við ráðstefnu þessa. Þá skeði það lán í óláninu, að þarna kom að- vífandi ítalskur piltur, sem að vísu talaði ekki ensku, en gat lesið hana. Spurði ég hann skriflega, hvort það væri rétt, að þeir hefðu ekki hugmynd um ráðstefnu þessa. Kvað hann svo vera. Dró ég þá úr pússi mínu bréf frá Evrópuráðinu, sem ég hafði fengið í hendur hér heima og fjallaði xam undirbúning að ráðstefnu þess- ari. Benti ég á nafn ítala, eins, sem þar var skráð, og sagður bera hitann og þung- ann af undirbúningnum. Glaðnaði þá held- ur yfir svip piltsins og þeirra, er við- staddir voru. Virtust þeir allir kannast við hann. Gripu þeir símann og hringdu í mann þennan. Þegar dyravörðurinn hafði talað við hann fáein orð, fékk hann mér heyrnartækið. Og nú fékk ég þær upplýs- ingar, að ráðstefnan væri að vísu til, en hún væri haldin í hinum enda Rómar og hefði hafist fyrir tveimur dögum. En því miður gætu þeir ekki tekið á móti mér í kvöld, en ég skyldi koma þangað daginn eftir til skrafs og ráðagerða. Það var ekki laust við, að mér yrði léttara um hjartaræturnar að fengnum þessum upplýsingum. Bað ég nú um gist- in^u þarna, skriflega að sjálfsögðu. Var mér vísað til herbergis í einni af fimm álmum þessa stóra gistihúss. Tók ég mér langþráð steypibað og sofnaði síðan við klið í’tölskunnar, sem barst neðan úr garð- inum inn um opinn gluggann. næsta'blaði ' Sigurgeir Steingrímsson VIÐBÓT VIÐ EMBÆTTISMANNATAL Félagsheimilisnefnd : Vilborg Arnadóttir III.-F Stjórn Caissu : Guðm. I. Jóhannsson, form. , VI. -X Bragi Kristjánsson, ritari, IV. -B Björgvin Viglundsson, gjaldk.,III.-D Jólagl£ðinefnd_: Inspector scholae, formaður Scriba scholaris Arni Magnússon VI. -X Haukur N. Henderson VI. -Y Sigrún Gísladóttir V. -A Kjartan Thors V. -B Kristrún Þórðardóttir VI. -A Gerður Oskarsdóttir VI. -C Jóhanna M. Jóhannsdóttir VI. -C Sigrún Guðmundsdóttir VI. -C Sólveig Eggerz VI. -c Halldór Sveinsson VI. -X Karl F. Garðarsson VI. -X Ölafur Gxslason VI. -X Stefán Glúmsson VI. -X Hrafn Jónsson VI. -Y Jakob Kristinsson VI. -Y Kristján Benediktsson VI. -Y Þórarinn Arnórsson VI. -Y Anna Eymundsdóttir VI. -Z Pálína Kristinsdóttir VI. -Z Valgerður Bergsdóttir VI. -Z Karólína Lárusdóttir V. -A Magnús Tómasson V. -B Asbjörn Einarsson V. -X Hjörtur Hannesson V. -Y Sigurður Sigurjónsson V. -Y Asmundur Harðarson V. -T Guðrún Finnsdóttir V. -T Kristin Gísladóttir V. -T Örlygur Richter V. -Z Magnús Þór Jónsson IV. -B Björn Björnsson IV. -Y Þórir Baldursson IV. -Y I fyrsta tölublaði Skólablaðsins misritaðist nafn Guðbrands Steinþórssonar V.-X, skal það leiðrétt, einnig er hann sagður ritari raunvísindadeildar. Þetta er rangt, hann er gjaldkeri og Lúðvík Ölafsson þá ritari. Einnig misritaðist föðurnafn Stefáns Glúmssonar form. ljósmyndaklúbbsins. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.