Skólablaðið - 10.11.1962, Síða 16
ARÐIR hófar hestanna börðu
hélaða jörðina og rótuðu mos-
anum af hraunklöppunum.
Koldimmir munnar Surtshell-
is gláptu draugalega á mann-
inn, sem reið framhjá þetta haust.
Þessi maður var á leið upp á Arnar-
vatnsheiði að sækja net. Hann hafði lagt
þau þar þremur dögum áður, en svo
hafði skollið á stormur, og hann hafði
ekki komizt upp til að vitja um. Þó var
engan veginn gott veður núna, norðan
kalsadjöfull, og það hafði hélað um nótt-
ina. Gráleitir skýjaflókarnir, sem hóp-
uðust saman yfir Eiríksjökli, boðuðu ekk-
ert gott. Eiríksgnípa varpaði köldum og
draugalegum skugga á gráhvítt hraunið.
Maðurinn reið hratt. Hann sat 1
hnipri á hestinum og lét hann ráða ferð-
inni. Hann ratar, hugsaði hann. Spói
flaug upp úr mosaþúfu við troðninginn.
maðurinn var riðinn framhjá, reisti hún
höfuðið og horfði stolt á lamb sitt.
í Vopnalág sté hann af baki og horfði
á þungbúinn himininn, fékk sér i nefið,
reimaði fastar að sér úlpunni og sté
síðan á bak aftur.
Þegar hann kom loks upp að Hlfs-
vatni, hafði hann hvesst allmikið. Hann
fór af baki og hefti hestana en spretti
ekki af, hann ætlaði að flýta sér. Hann
tók árarnar, henti þeim um borð í bát-
inn og hratt sxðan á flot. En um leið
og hann stökk um borð, beygði hann sig
of mikið, svo að annað stfgvélið fylltist
af vatni. Ilann bölvaði hraustlega. Það
er ekki gott að vera blautur uppi á
Arnarvatnsheiði um haust.
Iiann flýtti sér að láta árarnar út og
settist á þóftina og byrjaði að róa af
öllu afli. Það hrikti og brakaði í bátn-
um og fskraði 1 þurrum keipunum, en
Hann hafði líklega ox*ðið eftir, þegar
félagar hans héldu suður á bóginn, og
hans biðu þau örlög að deyja þarna um
veturinn, annaðhvort úr hungri eða i
hrömmum einhvers máttugra dýrs.
Undir moldarbarði í hraunjaðrinum kúrði
eftirlegukind með lamb sitt. Hún lagði
hausinn alveg að jörðinni og fylgdi
manninum eftir með augunum. Þegar
samt steinmarkaði varla.
Stormurinn skall á í hrinum. Fyrst
heyrðist skrjáfur, þegar stoi'murinn
velti smásteinum yfir holtið, síöan risu
bylgjurnar hægt og ultu áfram. Svo
kom næsta hrina, sem barði vatnsflöt-
inn næstum sléttan, en síðan byrjuðu
öldurnar að rísa aftur og svo koll afkolli.
Frh. á bls. 87.