Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 10.11.1962, Qupperneq 21

Skólablaðið - 10.11.1962, Qupperneq 21
YRSTA skólablaðið kom út,áður en snjó festi, og eftir það mætti einna helzt lflíja útkomu þess við snjófall eða jafnvel moldviðri. Orðið moldviðri er hér notað aðeins í góðum skilningi, því að blöðin hafa verið með eindaemum góð, einkum hið síðara. Aftur á móti birtust skrif nokkur í fyrra blaðinu, sem hvorki báru vott um góðan skilning né voru góð, og er ætlunin að svara þeim hér, þó að seint birtist sökum áðurnefndrar úrkomu af ritstjórnarhimnum. Af greininni "Um starfsemi Framtfðar- innar má ráða, að Ljósmyndaklúbburinn hafi legið í ómegð allt frá komu sinni í heiminn fram til þessa dags og rétt lafað fyrir miskunn Framtíðarinnar. Þar segif: "Þessi klúbbur hefur ætíð verið þröngur hópur manna, sem Framtíðin hefur styrkt til að sinna áhugamálum sínum. " Nú er málum þannig háttað, að Ljósmyndaklúbb- urinn þarf að hafa ærinn tækjakost, til að geta starfað sem slíkur, en ekki sem skemmtikvölda og kvikmyndasýningaklúbb- ur, eins og var fyrsta árið. Aðalverkefni stjórna hans þá tvo vetur, sem klúbburinn hefur starfað, hefur verið að koma upp þessum tækjum, þannig að nú á hann tæki fyrir meir en 20.000 krónur, bæði í vinnu- stofu og til útláns. Þeir styrkir (6500 kr.), sem hann hefur þegið hjá Framtíðinni,hafa allir farið í að auka tækjakostinn, en ekki verið stundargaman eitt fyrir "þröngan hóp manna", eins og komizt er að orði i greininni. Þessi hópur er nú 70 manns, sem gera má ráð fyrir að taki virkan þátt í starfsemi klúbbsins, en sé ekki aðeins "fxmdaskraut", eins og oft vill verða í félagssamtökum skólans. Hvert hefur þá orðið okkar starf í sex- hundruð daga? Klúbburinn á nú góða vinnustofu, sem er vel á veg komin með að verða enn betri með því að flytja í nýtt húsnæði í kjallara Leikfimihússins. Þegar þa.r að kemur, mun vinnustofa þessi verða opin meðlimum klúbbsins alla daga vikunn- ar kl. 8-24. Einnig verður reynt eftir megni að fá viðurkennda myrkraverka- fræðinga til að kenna þeim sem þess óska fræði sfn. Við vonum, að sem allra flest- ir noti sér þetta tækifæri (til að framleiða myndir ). Utlánstæki klúbbsins eru þessi : Sýningavél fyrir litskuggamyndir, rafeinda- flash, sýningatjald og safn litskuggamynda. Þessa gripi getur hver sem er af nemendr um skólans fengið leigða, jafnvel þó að hann sé ekki meðlimur klúbbsins. Safn það, sem um er að ræða, inniheldur um 150 myndir, flestar þeirra landslagsmyndir,^en einnig talsverður fjöldi mynda úr skólalíf- inu, sem vonandi á eftir að aukast eftir því sem tímar líða fram. I fyrra voru þeir bekkir skólans, sem þess óskuðu, afmyndaðir, og er ætlunin að svo verði einnig í ár. Þvx miður er ekki hægt að fela þetta verk neinum af ljós- myndurum skólans, þar sem atvinnuljós- myndarar hafa einokun á sviðinu og ekki er beint æskilegt, að skólinn gangi í berhögg við slíkt. Þess vegna mun fenginn ljós- myndari til að annast þetta síðar í vetur, þegar fjórðubekkingar hafa slegið rót í annarri hvorri deildinni og eru hættir að flakka á milli. í vetur verður reynt að halda fundi eftii; því sem unnt er, og fengnir kunnugir menn til að ræða um hugðarefni ljósmyndara svo og nýjungar á því sviði. Einnig er ætlunin að hafa nokkrar kvikmyndasýningar á góð- um og sjaldséðum myndum asamt einhverju öðru, sem fer vel í maga. Þá mun ef til vill haldin ljósmyndasýning, ef áhugi er fyrir hendi. Já, áhuginn - félagsskapur sem Ljós- myndaklúbburinn stendur og fellur með honum og þess vegna er öll starfsemi háð honum. Stefán Glúmsson form.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.