Skólablaðið - 10.11.1962, Blaðsíða 18
AU höfðu beðið mig um að sitja
hjá barninu í kvöld, það var
þýðingarmikið boð, og barn-
fostran var komin á séns.
Barnið var fjögurra ára gam-
all drengur með dökkt hár og svört augu,
sem gíóðu, þegar hann var glaður, en
skutu gneistum, sem stungu, þegar hann
reiddist. Þar brá líka oft fyrir þrá-
kelknisbliku : Þú ræður ekkert yfir mér
- ég má - ég veit - ég get -. Og enginn
þorir að mótmæla. Barninu er friðþægt
af óttaslegnum foreldrum með dýrum
gjöfum.
Þegar þau voru farin,lékum við okk-
ur á gólfinu að stóru járnbrautarlestinni
hans. Honum fannst það gaman, en
virtist þó alltaf haldinn einhverjum óró-
leika. Hann horfði á sjónvarpið stund-
arkorn, hljóp síðan að glugganum og
horfði á regnið falla. Eftir stutta stund
sneri hann sér við og spurði : "Gunnar,
af hverju eru ekki droparnir alltaf jafn-
stórir? "
Ég sagðist ekki vita það, en hélt á-
fram að blása dr - drr - drumm, svo að
lestin færi hraðar. Annars sá lestin
sjálf um að framleiða öll hljóðin, sem
þurfti, annars gæti barnið ofþreytt sig'
eða lifað sig um of inn í leikinn - en ég
var vanur hinu.
Hann horfði á mig með undrun og
snert af fyrirlitningu og sagði hlæjandi :
"Þú drunnar með lestinni, en það þarf
ekki. "
"Já, " sagði ég hugsandi, "ég veit
það. "
"En komdu nú inn að sofa. " Eg rétti
mína stóru hönd 1 áttina til hans og
hann stakk sinni litlu í hana.
Við gengum inn í herber^ið hans.
Það var fremur stórt og málað í ljós-
um lit. Þar inni var aðeins rúmið
hans, eitt borð og stóll og leikföng í
hillum.
Hann lagðist upp í rúmið. Eg breiddi
sængina varlega ofan á hann og ég vissi
mér fórst það klaufalega.
Barnsaugun mændu a’mig, stór, dökk
og spyrjandi. Spegill sálar, sem ekkert
vissi um þetta líf og þennan heim. Það
er merkilegt, að hún skuli geta lifað og
starfað svona vitandi ekki neitt.
Mér fannst eins og hann hlyti að nota
tækifærið og spyrja mig um alla til-
komu lífsins og leyndardóma þess, en
þá sagði hann bara:
"Hvaða sögu ætlarðu að segja mér? "
Ég bjó til sögu um gamlan kött, sem
ég hafði einu sinni átt, óf um hann lit-
skrúðugu kóngalífi - en í raun og veru
hafði þessi köttur lifað mjög leiðinlegu
lífi.
í miðri frásögninni tók ég eftir þvf,
að drengurinn var hættur að fylgjast
með, en beindi nú athygli sinni að tón-
inum í sjónvarpinu, sem ég hafði gleymt
að loka. fyrir.
Snögglega eins og þegar mús skýzt
fyrir fætur fólks, rak hann upp heróp,
eins og þeir ^era í kúrekamyndunum,
hentist fram ur rúminu og æpti af ein-
lægum fögnuði hjartans : v,Það er skripa-
mynd" og aftur þrungið aðdáun, " skrípa-
mynd".
Aður en ég gat nokkuð sagt eða að-
hafzt var hann kominn inn í stofuna,
stóð þar og starði á skifu sjónvarpsins.
- Litla sálin, sem fyrir stundu síðan
hafði verið svo róleg og full af friði,
virtist nú öll \ uppnámi, allar hans
hugsanir á fleygiferð. Hann baðaði út
höndunum og augun voru kringlótt eins
og undirskálar.
"Það er Gunna stöng og - og - -"
Hann komst ekki lengra, því að ég
gekk að sjónvarpinu og slökkti á því.
"Ég má vel horfa a það, " sagði hann
þrjózkulega. Það myndaðist skeifa
kringum munninn, tárin ætluðu að brjót-
ast út.
Það var ekki fyrr en eftir langan
tfma, margar sögur og mörg loforð,
Frh. á bl.‘5. 90.