Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 12
- 104 - Det Litterære Institut. URÐULEGT er að sjá, hversu vel instidjótin hafa staðið sig. Lftið hefur ver- ið um algjör ffaskó, en þeim mun meira um sæmilegar kynningar, nokkrar meira að segja stórkostlegar, eins og kynning- in á Sigurði Grimssyni og Tómasi Guð- mundssyni. Var gaman að sjá, hvernig allir voru samtaka um að gera kynning- una sem eftirminrúlegasta. Einnig fór Þjóðviijakynningin hið bezta fram. Þegar afi og amma voru ung, sögðu spakir menn, að ef ekki veiddist á ein- um stað, væri ekki um annað að gera en leita nýrra miða. Nú, þegar málum er þann veg komið, að enginn nennir lengúr að pípa sig hásan ut af menning- argreyinu, leita menn á önnur mið, þ. e. a. s. fleygjá sér út 1 pólitík. Þetta er eflaust ekki svo vitlaust, a.m.k. hafa margir orðið glæsilega sólbrúnir á slíku herbragði. Er þar skemmst að minnast Einars Magg, sem ennþá býr að þeirri sólbrúnu, sem hann segist hafa orðið sér úti um á fundi N.A. T.O. vinafélagsins í landi konjakksins í fyrra. Valur Valsson mun hafa ætlað að feta í fótspor Einars, þegar Varðberg sendi hann til Parísar til að vera á varðbergi um vestræna samvinnu, en hvort sem það var að kenna sólarleysi í frönskum næturklúbbum eða ömurlegu ástandi vestrænnar menningar, kom Valur litli til baka með mjólkurhvítt smetti. Býsna marga Hildi háð. . Tilvonandi inspector scolae, Krilli ( vinsældir, vinsældir, vinsældir ) má nú vart láta sjá si£ á opinberum stöð- um sakir stöðugs agangs kvenna, sem leita eftir að ná ástum þessa girnilega scriba scolaris. Furða menn sig mjög á þessu náttúrufyrirbrigði, þar sem engin voru dæmi þess, að kvensur reyndu að neyða fyrrverandi tilvonandi inspector, ölaf Oddsson, til fylgilags. óttast menn, að þessi Hildarleikur kunni að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar f för með sér.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.