Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 31

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 31
- 123 - "Hver er afstaða þin til varnarmál- anna? " "Eflaust væri æskilegast að íslend- ingar hefðu eiginm her, en séu þeir ó- færir um varnir landsins, er óhjákvæmi- legt að fá til þess erlenda aðila. Sagan sannar, að stórveldin virða lítils hags- muni smáþjóðanna og ábyggilegt er, að þau virða að vettugi yfirlysingar smá- ríkjanna um friðlýst land og hlutleysi, ef þeim býður svo við að horfa. " "Ert þu svartsýnn á íslenzka æsku? " "Ég er ekki bölsýnn. ísland á enn marga afbragðsmenn, jafnvel fleiri en nokkru sinni fyrr. Meðal íslenzks ung- dóms eru einnig margir ágætir einstakl- ingar, sem engin ástæða er til að van- treysta. " Meðan Ölafur bregður sér fram fer ég í smáleiðangur um herbergið. Mér verður starsýnt á mynd, sem hangir þar á einum veggnum, hun er af gömlum manni. Ölafur kemur inn með tvær sínalkóflöskur og kökur á bakka. "Þetta er nú mitt alkóhól, " segir hann og hellir í glösin. "Já, þetta er skemmtileg mynd, sem þú ert að skoða. Hana vildi ég ógjarnan missa. Sérðu hrukkurnar á andlitinu og augnasvipinn. Þetta er virðuleiki ellinnar án nokkurs hrumleika. " "Hefur þú áhuga á listum, " spyr ég og sötra sínalkóhólið. "Ekki hrósa ég mér mikið af því. Ég píndi mig þó í fyrra til þess að hlusta á nokkrar sígildar plötur, - með misjöfnum árangri. Aftur á móti hef ég meira gaman af bókmenntum og sögu. Ég dáist mjög að rómantísku skáldunum og hafa verk þeirra orðið mér til mik- illar ánægju. Undanfarin hefur mér þó opnast heimur hinna raunsæju skálda, sem ég tel mun erfiðara að skilja. Hjá þeim finnur maður vizku og speki, en hjá þeim rómantísku fremur fegurð og gleði. En mestu máli skiptir, að maður reyni að vera sjálfstæður í mati sxnu, en láti aðra ekki segja sér fyrir verkum. Það má kannski segja, að djúpvitrir spekingar x heimi listanna hafi be.zta aðstöðu til þess að meta snilling- ana, en ekki veit það á gott, þegar óþroskaðir unglingar koma í löngum röð- um, nefna allir sama listamanninn og segja: "Þessi er beztur. " Þetta fram- ferði er blátt áfram óvirðing við hann, en hefur því miður farið mjög í vöxt síðustu árin." "Hvert er álit þitt á metsölubókum og vinsældarlistum? ' "Ég álít slíkt hreina og beina múg- sefjun og þetta svívirðilega athæfi oftast notað í beinu fjáröflunarskyni. T.d. get ég nefnt hneyksli nokkuð, sem upplýst var 1 landi einu, ekki alls fyrir lön^u. Þá kom í ljós, að framleiðendur "ton- verka" stunduðu það að senda bréf til óskalagaþátta og biðja um eigin plötur í þeim tilgangi að þoka þeim ofar á vin- sældalistann og þar með auka söluna. " "Hvert telur þú aðal gildi listanna? " "Þær eru krydd tilverunnar, veita manninum gleði, gera hann vitrari og lyfta honum lengra frá dýrunum, - ekki veitir af á þessum siðustu og verstu tímum. " "Heldurðu að mannkyninu sé ekki mik- il hætta búin af vélmenningu atómaldar- innar? " "Jú, hiklaust. Vélarnar eru góðar meðan mennirnir nota þær til þess að auka framleiðslu og minnka erfiði hinna vinnandi stétta. En ef svo skyldi fara, sem mikil hætta er á, að vélarnar taki stjórnina af manninum, hlýtur það að hafa í för með sér algjöra tortímingu menningarinþar. Annað hvort drepur vélin manninn sjálfan, á beinan hátt eða hún drepur heila hans, og er hvort tveggja jafn illt. Vélin hefur orðið til þess, að maðurinn hætti að beita líkama sínum, en hættan er sú, að hún fari að koma í stað heilans. " "Segðu mér að lokum, ölafur. Hveriu myndir þú breyta, ef þú yrðir einráður á fslandi? " "Hverju ég myndi breyta? " Ölafur lætur fallast niður 1 stól og hag- ræðir sér. "Helzt sem minnstu í sam- ræmi við xhaldsemi mína. Ég myndi ef til vill reyna að vernda einstaklinginn gegn ósvífni og ásækni vélar og áróðurs, en eitt er öruggt, Afengisverzluninni yrði lokað þegar í stað. " ólafur fylgir mér til dyra ojf við kveðjumst með virktum. Ég se, að hann dokar við á tröppunum, mikill á velli. Ég minnist þess ákyndilega, að fyrst Frh. á bls. 128.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.