Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 21
Einmanaleiki lífsins : Þetta líf er þunnt og leitt, þjarmar að hjarta mínu. Ég anda fyrir ekki neitt, einn í kvöl og pínu. Vísa : Ekki'er gott að yrkja ljóð svo enginn finni galla, því varla hefur vísa góð vísdóm fyrir alla. Konan : Konan hefur kærleiksyl, og kossar hennar nettir. En undir barmi eru til illska, fals og prettir. J. Ö.M. Ort á dansiballi um Júníus editor Hafstein Kristinsson: Mímis niðji meður oss, mangar til við konur. Hengdur uppá holdsins kross Hafsteinn Kristinssonur. V. L. Kveðið 1 kennslustund : Löng er stundin lxtið gaman, leiður kundur talar her. Unga sprund við ættum saman út að skunda. Hvað finnst þér? H. P. Um tónlist : Rokk og tvist og rúbídú, raunir burtu ærir. A Beethoven er búin trú um Bach sig enginn kærir. Þráinn Níðvisu svarað: Reytir af sér roknabull, rymur bragi skakka. Þin er sál af þynnku full þú ert líkur krakka. J. S. f skammdeginu: Það er bylur, enginn ylur, inn um þilið vindur hrin. Myrkrið hylur, drauga dylur, drjúgt er bilið heim til þín. Sig. R. Nirfill : Gfrugur eftir gullbaugum, glennti krumlur báðar. Með glámskyggninnar gleraugum grýndi tölur máðar. G.K. Mannlýsing: Herðimjór og miðbreiður, miðlungsstór og kjaftgleiður. Gáfnasljór og geðstirður, gambra þjórar ótrauður. Sig. R.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.