Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 17
- 109 -
sem nota hann sem viljalaust verkfæri
sjálfum sér til framdráttar. Því miður
hafa nokkrir ágætir menntskælingar
leiðst út á braut ósjálfstæðis og ábyrgð-
arleysis. Ég veit, að ekki vantar orku
og framgirni í þá menn, sem helzt taka
til máls á fundum Framtíðarinnar. En
þá hlýtur að vanta sjálfstæði' og kjark
þess, sem mótar hverja nýja hugmynd
eftir sínu eigin skoðanakerfi og hefur
síðan kjark til þess að fylgja henni
fram, fyrst þessir ungu menn geta sí-
fellt verið að ausa sömu innihaldslausu
slagorðunum yfir skólasystkin sín, slag-
orðum, sem eru tekin beint af síðum
dagblaðanna, þar sem þau birtast dag
eftir dag. Og síðan ásaka þeir þá, sem
eru rígbundnir hagsmunamálum flokk-
anna, um þjóðfélagslegt andvaraleysi, um
að þeir þori ekki að taka ábyrga afstöðu
til þjóðfélagsmála. Það, sem er í raun
og veru sannleikurinn, er það, að þeir
sem starfa dyggilegast fyrir flokkinn og
þeir, sem hljóta mesta 1 upphefð" hjá
forsprökkum hinna þoMtísku ungmenna-
félaga, eru huglitlir atkvæðalausir, já -
menn, sem aldrei hafa haft þor eða
framsýni til þess að mótmæla í einu eða
neinu því sem hinn pólitíski pabbi mælti
fyrir um. Þeir, sem hafa hreyft mót- .
mælum, eru settir út í horn, því að
þeirra skoðanir hafa ekki farið saman
við hagsmuni höfðingjanna. Þegar eitt-
hvað mál er tekið til umræðu, hvort
sem það er pólitískt eða ekki, fylkja
þessir félagar sér vanalega í hópa og
gæta þess vandlega, að hver sem tali úr
þeirra liði, hafi samræmt ræðu sína við
skoðun flokksins, hvort sem ræðumaður
hefur haft einhverja aðra reynslu af
málunum eða ekki. Það er eins og
þessi ungmenni geri sér ekki grein fyrir
því, að pólitík er fyrst og fremst hags-
munamál manna og stétta, en því miður
ekki hugsjónastarfsemi, sem hefur
frelsi, jafnrétti, bræðralag á stefnuskrá
sinni í reynd.
Það er ekki einungis það, að með því
að taka ósjálfstæða, flokksbundna af-
stöðu eyðileggja þau allan grundvöll fyr-
ir frjálsum og þroskandi umræðum á
vegum Framtíðarinnar, heldur eru þau
að sverjast í fóstbræðralag með þeim
mönnum, sem af ósjálfstæði og heimsku
gátu skilið kærleiksboðskap Krists þann-
ig, að álfan logaði í galdrabrennum og
morðum, með þeim mönnum, sem létu
leiðast undir yfirskini ættjarðarástar til
tveggja heimsstyrjalda og ótal annarra
styrjalda, og með yfirleitt öllum þeim
mönnum, sem. af einfeldni og ábyrgðarleysi
hafa látið leiðast til hvers konar hryðju-
verka og mannvíga, því eins og sjálfstæð,
drengileg leit að hinu sanna hefur ávallt
borið árangur og lýst upp í kringum sig,
hefur heigulslegur flótti upp á aðra jafnan
boðið heimskunni heim og orðið uppspretta
haturs og myrkurs. Við sem erum í
menntaskólum stöndum enn blessunarlega
að mestu fyrir utan hið daglega þras og
hina daglegu eiginhagsmunabaráttu stétta
þjóðfélagsins. Við eigum að færa okkur í
nyt þessa stöðu okkar og ásamt með
fræðslu þéirri, sem við höfum aðgang að,
eigum við að mynda okkur hlutlausa skoð-
un um, hvernig bezt sé að reka þjóðfélagið
með allra hagsmuni fyrir augum, og verja
þá skoðun, hvar sem er, ef svo ber undir,
en gæta þess að loka ekki fyrir þann rétt
í upphafi þroskaskeiðs okkar, að vera frjáls
og óbundin af annarra eiginhagsmunabar-
áttu, þannig stöndum við bezt vörð um
kjörorðin frelsi, jafnrétti, bræðralag.
Góðir menntaskolanemar-! Þrátt fyrir
það, að við, sem af sumum erum talin
"rjómi þjóðfélagsms" eigum við þröngsýnt
og afturhaldssamt starfsumhverfi að búa,
syngjum við enn í bjartsýni okkar Valete
studia! Þrátt fyrir það, að okkur, sem
eigum að erfa landið, sé ógnað með skoð-
anaófrelsi, heimsku og hatri, syngjum við
státin í hreysti okkar
Gaudeamus igitur - juvenes dum sumus!
To be or not to be, that's the question.
Við tökum afstöðu með lífinu, framtíðinni,
hinu óráðna.
Að knýja á og leita upp á við er okkar
hlutskipti, að snúa við og gefast upp
megum við aldrei láta spyrjast um okkur.
Sem vindurinn þýtur yfir vötnunum, ríkir
viðsýni yfir þröngsýni. Eins og heimsk-
an orsakar hatur, getur þekkingin af sér
gleðina. Vizkan, gleðin og bræðralag eru
okkar guðir. En umfram allt gleymum
aldrei því, að það erum við sjalf, sem
allt byggist á, við erum hluti af þeirri
dýrðarnáttúru , sem allt er af komið og
allt hverfur til. f okkur^ býr krafturinn,
helvíti jafnt sem himnaríki.
Frh. á bls. 134.