Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 26
- 118 -
NDIR lok nóvembermánaðar,
kom út þriðja tbl. Skólablaðs-
ins. Þótti þá sumum nóg um.
Ritstjóri fór þess á leit við
mig, að ég skrifaði um það
ritdóm nokkurn. Ég tók því ekki fjarri,
kvaðst mundu verða harðorður. Hefi ég
hér saman settan pistil þann, eftir þvi,
sem ég hefi vit til.
Blaðið hefst að vanda á því, sem eitt
sinn hét "Editor dicit", en heitir nú
"Frá ritstjóra". Júníus Kr. hefir löngum
ætlað sér það hlutverk að frelsa heim-
inn. Nú ræðst hann á þá, er verða hon-
um þyngstir 1 skauti í þessu sjálfsagða
framfaramáli. Fer hann á þeim gand-
reið mikla, en lýkur henni á sama stað
og lagt var upp. Greinin er annars hin
þokkalegasta, og einkum verð aflestrar
þeim, sem að er skotið. Ef til vill
verður niðurstaðan þó hin sama og hjá
Steini Steinari, þegar lestrinum er lokið.
Gunnar Jónsson er,eins og fleiri,
"rödd hrópandans í eyðimörkinni". Er
vonandi, að sú rödd nái eyrum sem
flestra, og fari ekki án viðkomu 1 gegn.
Jón Örn Marinósson ritar "Nokkur
orð",og beinir þeim aðallega gegn þeirri
samkomu, er við fimmtu bekkingar héld-
um á "Sal" nú fyrir skemmstu. Jón tel-
ur þessa samkomu hafa verið hinn mesta
ómenningarvott. Þvi mega þeir svara,
sem sannfærðari eru en ég um, að svo
hafi ekki verið. Hins vegar finnst mér
Jón nota stærri orð en sæmi þeim, sem
vilja vera forsvarar menningar í nafni
Jóns Sigurðssonar.
Inspector scolae ritar ferðapistil úr
ftalíuför. Ekki vil ég fella dóm um
hann, að svo komnu máli, þar sem von
er á framhaldi.
ölafur Gíslason skrifar um sýningu
Magnúsar Tómassonar. Er hann að von-
um allhrifinn. Hygg ég, að svo hafi
fleirum fa,rið, er hana sáu. Vel þykir
mér farið, að keyptar skuli hafa verið
myndir eftir Magnús til varðveizlu í
skólahúsunum.
Stefán Glúmsson sendir pistil frá sér
og Ljósmyndaklúbbnum. Ekki vil ég
dæma þá grein, þar er mér er efnið
ókunnugt. En vafalaust er þarna um gott
málefni að ræða.
Quid novi er ritað af Þráni Bertels-
syni. Virðist mér það mun lakara en í
síðasta blaði, enda sver Þráinn fyrir að
hafa ritað Quid novi þá. í heild lélegt,
í smáatriðum lélegt.
"Blekslettur" eru mjög þokkalega rit-
aðar, og þótt ég sé ekki fyllilega sam-
mála höfundi, tel ég þær vel verðar
lestrar.
Ritdóm skrifar Sveinbjörn Rafnsson.
Er hann vel máli farinn, og dómurinn
því skemmtilegur aflestrar.
G.K. skrifar "Athugasemdir við rit-
dóm" og Þorbjörn Broddason "Um"Fá-
einar athugasemdir" ". Vel er það til
fundið, að stofna til ritdeilna í skóla-
blaðinu og þykja mér þær góðar, svo
lengi sem þær eru jákvæðar, en ekki er
barizt með gífuryrðum einum og upp-
hrópunum.
nB ritar smásögu, sem hann nefnir
"Sá síð'isti". Upphafið er þokkalegt, en
lengra nær höfundur ekki. Þá fer að
renna út í fyrir honum, sagan verður
laus í reipunum, setningar sundurslitnar
og orðin of mörg.
I þessari sögu er ein leið málvilla,
sem ef til vill er ekki höfundi að kenna,
en það er að rugla saman "að heyra til
einhvers" og "að tilheyra einhverjum".
Þá er í blaðinu saga, sem vantar
bæði heiti og höfundarnafn. Ekki skil
ég meir en svo tilgang höfundarins, ef
til vill á þetta að vera tákn forgengi-
leikans, en þó virðist mér höfundurinn
missa marks. Málfar þykir mér heldur
lélegt i sögunni, til dæmis er þar talað
um "'að láta út árar". Olikt fallegra
mál þykir mér vera "að setja út árar",