Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 41

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 41
- 133 ÍMINN hringdi, um leið og ég kom inn. "Ertu heima?" var spurt djúpri karlmanns- röddu, þegar ég svaraði. - "já, þú hlýtur að heyra það. " Ég var hálf undrandi yfir spurningunni. "Hefurðu aldrei hringt eitthvað, og enginn hefur svarað?" spurði þessi ókunni maður. "Jú, vist hef ég gert það. En hver ertu? Eg minnist þess ekki að haía heyrt rödd þína áður. " "Þú hefur aldrei heyrt hana, og það er undir þér sjálfri komið, hvort þú átt eftir að heyra hana síðar á lífsleiðinni, " svaraði hann. "En við hvern hef ég þá ánægju að tala? ' spurði ég, og tók nú að gerast forvitin. "Anægjuna, skulum vdð setja innan gæsaiappa. En hvað ég heiti, skulum við stráka yfir. Helzt með rauðu, líkt og kenn- arinn va:r vanur að strika yfir það, sem aflaga fór hjá r.nér í skóla. " - Rödd hanfs líktist trumbu, sem slegið er í fjarska. Ég þagði. Einfaldlega af því ég gat en.gu svarað slíkri ræðu. "Og svo spyrðu hvað ég heiti. " Hann rak upp kuldalegan hlátur. "Nei, ef þú hugsar þig um, þá kemstu að raun um, að þig langar ekki til að vita hver ég er. Það er aðeins stundarforvitni, sem knýr þig til spurnar. Hvern ætti líka að fýsa að kynnast mér? Ég er aðeins þui'rt nafn á manntalsskrifstof- unni. " Hann þagnaði. - Ég ísat sem steini lostin, og beið eftir nýrri sjálfsádeilu frá honum. "Ég skal segja þér, " hélt hann áfram "að nokkrar mannverur hafa álpazt til að skyggnast örlítið inn fyrir þetta þurra nafn. En þær hafa allar snúið við í and- dyrinu. Þær fundu þar ekkert nýstár- legt,^ svo þær hirtu ekki um að skyggnast inn í stofuna. - Ég krafðist þess líka,að þær tækju af sér kápurnar. " - Hér þagn- aði hann aftur. Eins og til að ná valdi á sjálfum sér. "En það var dálítið sárt, að finna þessar fáu verur snúa svo skjótt við, og ganga burt, úr húsi vináttu minnar. Veiztu ekki, að maðurinn og sál hans, eru hús? Það er ofur auðvelt að komast inn í anddyrið. En þar verður að taka af sér, og sýna föt sín, hvort sem þau eru slitin eður ei. - Þá fyrst er boðið til stofu. Sumir vilja helzt fara inn í yfirhöfnunum. Ég held að þeir þori ekki að sýna slitnu fötin. En samt krefjast þær inngöngu í stofur annarra til ao hyggja að rykkornum þar. - En slíkar verur komast ekki inn til mín. - Þess vegna snúa þær allar við. " - Ég var svo undrandi, að ég gat ekkert sagt nema "jæja". "Ef til vill er ég orðinn brjálaður, " sagði hann hljómlaust. Svo varð röddin ákafari. "Já, ég er brjálaður. Allir hata mig. Fólk bendir á mig og hvíslar: "Þarna er sá brjálaði. " Nei, nei, ég vil ekki vera hataður. Hvers á ég að gjalda? Ég finn hvernig ég sekk dýpra og dýpra, í fen haturs og mannvonzku, þar vil ég ekki drukkna. - Hjálpaðu mér!! "

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.