Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 39
- 131 -
deyjandi alheimsmenningar. Ég nefni það:
LEIÐBEININGAR TIL HANDA UNGUM MÖNNUM, SEM KYNNjU AÐ HAFA AHUGA A
AÐ SPRÆNA UTAN.r LANDSBANKANN.
skál fyrir örsmáum englabörnum sem
eru sæt á jólunum en
dansa stríp-tís á nýársnótt.
skál fyrir ungum lebenistum sem
skandalísera hvern aftan
hafandi samvizkubit á morgnana.
skál fyrir sveltandi listamönnum
og rauðnefjuðum kassapredikurum
hafandi hugsjón mestallan sólarhringinn.
skál fyrir komandi kynslóð sem
éta á rotnunina
hafandi rokkmússik fyrir vasapela.
100.
þökkum sköpurum skapara vors fyrir hversu lengi þeim hefur tekizt
að halda í horfinu
bölvum sköpurum skapara vors fyrir hversu lengi þeim hefur tekizt
að halda f horfinu
að éta eða vera étinn.
að deyja eða vera drepinn.
hver býr til sterkustu skelina.
10.
nú hefur fengizt fullnægjandi svar við
fyrsta og þriðja lið
hinnar eilffu spurningar.
Jón Jónsson hefur lokið flutningi kvæðisins. Láki er ofurlítið utan við sig,
en fagnar þó skáldinu með miklum látum. Þeir eru báðir kófdrukknir.
Skyndilega heyrist hávaði og skvaldur framan úr gangi.
Hvaða djöfulgangur er þetta, segir Jón Jónsson, helvftis kellingarnar eru
komnar. Hann stendur á fætur og leysir niður um sig buxurnar og gengur fram.
Ægileg öskur og píkuskrækir kveða við. Ésú er ákallaður í sífellu og auk þess er
talsvert minnzt á einhvern Jiminn. Skáldið harðneitar að hysja upp um sig bux-
urnar, og þrumar peternoster yfir kellingunum. Hann kallar á Laka. Láki sefur
enn,
Jón Jónsson stendur með buxurnar á hælunum inni í miðjum hóp æpandi
kellinga. Hann lýsir því yfir, að hann ætli að fá sér meira brennivín o^ slökkva
svo á jólatrénu. Síðan gengur hann í stofu, klárar konjakið og slekkur a jólatrénu.
Honum tekst að vekja Láka aftur til lífsins með þvf að hella úr viskf flösku
yfir fésið á honum. Skáldið vill stúdera kannibalisma, og leggur til, að þeir fórni
einni kellingunni f þvf augnamiði. Sú tillaga fær daufar undirtektir, þvf að Láki
er stofnaður aftur.
Og Jón Jónsson gefst upp..........
Desember 1962
nB.