Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 30
- 122 - í tíma og ótíma. Þoldi ég að sjálfsögðu illa þennan gorgeir. Tók ég mig til og athugaði málið, kom þá upp úr kafinu, að Ölafur var einum degi yngri en ég. Eftir þetta snerist leikurinn við, því ég fór að kalla Ölaf unga manninn. Höfum við haft mikla skemmtun af þessu síðan." "Hvaða áhrif heldur þú annars, að félagslífið hafi á menn? " "Félagslífið líkist hinu daglega lífi 1 því, að þar skiptast á skin og skúrir, meðlæti og mótlæti, en meðlætið hefur hiklaust slæm áhrif á fólk og í því er galli félagslífsins. Ég held að mótlætið hafi haft beztu áhrifin á okkur, hert okk- ur og kennt að taka tillit til skoðana annara. Þegar við komum í skólann erum við full af nýjungagirni og óbil- girni. En skoðanir okkar slípast og mót- ast, svo að í 6. bekk erum við orðnir íhaldsamir, gamlir menn, sem líta með umburðarlyndi á bramboltið í hinum forhertu neðri bekkingum. " "Hvað heldur þú, að neðri bekkingar þoli verst í fari efribekkinga? " "Ég held, að það sé einmitt þetta umburðarlyndi, sem þeir þola verst, " segir Ölafur og brosir. "Þeir verðalíka fyrir vonbrigðum, þegar þeir uppgötva, að efribekkingar ofsækja þá ekki á nokk- urn hátt. " "Hvert er álit þitt á skólanum? " "Það er gömul tradition, að bölva skólanum í sand og ösku, fyrst eftir að við setjumst í hann, en þegar fram líða stundir, breytist afstaðan til hans og í 5. og 6. bekk held ég, að flestir hafi já- kvæða afstöðu til skólans. Er það al- kunna, að forhertasta fólk klökknar við dimission. " "Kennararnir. Heldurðu, að þeir séu eins hábölvaðir og af er látið? " "Kennararnir eru nokkuð misjafnir, þó eru langflestir mestu heiðursmenn, sem margt má af læra. Afstaðan til þeirra er svipuð og afstaðan til skólans í heild. Menn kunna betur við þá, eftir því sem þeir eru lengur í skólanum. Að mínum dómi gætum við þó lært mun meira af þeim, ef persónuleg kynni yrðu nánari. " "Þú hefur löngum verið talinn dæmi- gerður utanflokkamaður. Hvert er álit þitt á íslenzkum stjórnmálum? " "Ég kemst oftast í vont skap, þegar ég les dagblöðin. Þar er jafnan deilt um keisarans skegg, vegið á báða bóga, ekki að kjarnanum, innihaldinu, heldur að hisminu, ekki að málefnum, heldur mönn- um. Um mína stjórnmálaskoðun er það að segja, að ég er íhaldsmaður, allt að því að hugsjón. En ég er utanflokka, vegna þess, að á fslandi er enginn sannur íhaldsflokkur. Hægfara breyting- ar hafa löngum reynzt bezt, en galgopa- háttur og skyndiákvarðanir í þýðingar- miklum málum geta valdið óbætanlegu tjóni. Það er annars stórfurðulegt, að ekki skuli hafa hlotizt verra af íslenzk- um stjórnmálum en þegar er orðið. Allur þorri manna hefur ekki hundsvit á þeim, en dansar eftir spiladós flokk- anna. Helztu rök þeirra er rógburður um andstæðingana og ósvífni við að afla flokkunum fylgis er takmarkalaus. Eitt hið hvimleiðasta og jafnframt hættur- legasta er þó, þegar stjórnmálaflokkarn- ir gabba til sín folk undir yfirskini menningar eða þjóðrækni, en slíkt vill því miður litt koma fram hjá stjórn- málamönnunum sjálfum, nema í skála- ræðum 17. júní og við svipuð tækifæri. " "Heldur þú ekki, Ölafur, að öflug þjóðernisvakning gæti orðið hpá íslend- ingum á mikilli hættustund? ' "Það er erfitt fyrir þjóðina að vita, hvenær raunveruleg hætta er á ferð. Það gæti hæglega farið eins og í sög- unni um úlfinn og lambahirðinn. Hirð- irinn gerði það að leik sínum að gabba út heimamenn með því að hrópa, að úlfurinn væri byrjaður að éta lömbin. En loksins, þegar úlfurinn kom og smal- inn hrópaði á hjálp, sátu menn rólegir inni og þóttust þess fullvissir, að um gabb væri að ræða. " "Gæti úlfurinn ekki verið Efnahags- bandalagið? " "Það er lítið um það mál hægt að segja, að svo stöddu, því margir mögu- leikar virðast geta komið til greina um afstöðu íslands til þess. Er því mikið í húfi, að lokaafstaða sé ekki tekin nema að vel athuguðu máli. Sé það leyst með fumi og pati, er stórhætta á ferð, jafnvel sjálfur úlfurinn, og er þa slæmt að geta ekki treyst sannsögli smalans. En mikið má vera, ef mál Efnahagsbandalagsins á ekki eftir að sanna ágæti íhaldsstefnunnar. "

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.