Skólablaðið - 01.12.1964, Page 4
- 66 -
menn lofsamandi sinn nýja kóng„ Item meg-
um vér höfuðsaklega minnast vors dýrö-
lega kónjjs, er svo lofsamlega hlýðnaðist
sinni skirlífu móður, að hann lá möglunar-
laust 1 hálmi einnar asna jötu án einhverr-
ar sýnilegrar konglegrar viðhafnar, og
faerði sitt líf án gulls koronu, fortrúaður
þénari síns stjarnlega og loftkennda föðurs,
hver svo mildilega snart eina juðakona 1
aldingarði hennar eina solbaðaða dagstund
suður 1 Gyðingalandi. En sem hann nálg-
aðist sig sina dauðanott, þess berlega
kyndugur og þo eigi bángur, þá krýndist
hann þyrnum runna þess, hver sprottinn
er af beinum og rotnuðum leifum innbyggja
þessa formyrkraða hospítals, og bar þann-
ig um sitt enni vorar syndir og forbrot,
skeinaður og oftlega luskraður hans likami,
og þannig utsjáandi negldur á kross flísað-
an og upphafinn yfir aðra menn á jörðu
niðri og pándur til dauðans að boði Pílatum.
Ekki missti vor lausnari málsins, heldur
mælti hann margt af heimspeki og gáfum,
sem á vora helgu bok er skrifað og í
henni fortalt og belýst, en uppgaf til lykta
sinn anda sem aðrir menn syndugir, og
lauk svo sinni herlegu ævi góður kóngur
og örlatur, hvern sumir segja ágætastan
kóng allra kónga. Þessa alls skulum vér
minnast og inndúkera í vora memóríú á
þeirri ágætu hátáð, jólum, er enn hafa
komið til vor brotlegra manna og nú fylla
vor hjörtu þökk og sannlegri fornægð og
minna oss á þá skuld vora við drottinn,
hver hefur gjört flesta hluti oss til betrun-
ar og hagbætis, og megum ver þakka hon-
um hans kóng, er hann gaf oss á jólum
gegnum eina konu, en sá hefir hvað akaf-
ast útbreitt frið og fögnuð meðal manna og
dýra.
En nú er svo niðurskipað, að sumir
trúa eigi á guð, heldur trua þeir a andskot-
ann eður trúa á sjálfan sig, en það er
samt því að trúa á andskotann, þvá sá býr
í hvers manns kroppi og kyndir undir
þessa freistinga meðgöngu og forbrota
framkvæmd. Eigi fæ eg skilið ne heldur
forstaðið, hvað ginnir sumar mannssálir
til andskotans dyrkunar ojg ofrunar, þvá
engan hefur andskotinn kónginn saman sett-
an og hingað transporterað, heldur einung-
is lagað afturgöngur, útilegumenn og tröll,
hver lif manna formyrkva og skelfa og
jafnvel burttaka, og til lúka með forvisir
sá hyrndi djöfull hættulega hluti, sem upp-
lúfga og tendra saurugar mannahugsanir
og mana þá til hórs og drykkju, en hvoru
tveggja er himnaríkis og guðssælu brott-
rekstrarsök, og verða þeir inir syndugu
ofrarar að fá beskítelsi í helvítis steikar-
potti, i hverjum stað andskotinn hleðxír
köstu af mannabeinum og kogar á blóð og
heila í keröldum ógnstórum, og í hverjum
stað auðugra manna lýsi er haft á kolur
og lampa, en þjófa skæði í sængurbúnað,
og pútur og horkarlar skipa öndvegi ásamt
með morðingjum og saklausra manna
pynturum. Þessir andskotansdýrkendur
hafa oftlega forsómað jólanna hátxð og nið-
urrifið og útpískað þeirra guðlegu helgi og
fornægju og uppnefnt braskarafestheit og
skildingaparaði og hlegið að trúaðra manna
sannfæring, hverjir gleðjast yfir frelsara
vors fæðingu og syngja hymnur til dýrðar
kóngi vorum og hans skirlífu móður.
Hvá skulu hinir syndugu forreðerar hæða
vora hátúð, og hvá skulu þeir forbölva
steikaráti item súpusötri trúaðra manna
og kalla vora hátíð forvúsun hræsni og
blekkingar, og því útmáling syndarinnar
stærstu, sem er lyginnar. Og fyrir þvú
vilja hinir andskotans bersyndugu dýrkar-
ar niður leggja og abandera steikarát item
súpusötur og jólabögglapresentasjón, þar
eð þeir hórlegu glæparar segja sig eigi
vilja syndga svo berlega að hræsna og
skinhelgast og fortelja þannig hvor öðrum
það, sem er lygi frá byrjun, og erklára
sig kristna menn, hvað þeir alls ekki eru
að eigin meining. En jólanna festi er höf-
uðsaklega gleðinnar og friðarins paraði,
og ber eigi öllum mönnum að feira til gleð-
innar og vera fornægðir x sínu sinni og éta
sína steik og sötra sína súpu og drekka
sitt vm og gleðjast þannig yfir síns líkama
velliðan og dægilegheitum. Ég fæ eigi for-
staðið ne fyrir mér beskrifað, hvað kyndir
undir gleðinnar forsómun og fyrirlitning,
og sannlega mun satt vera og má fortelja,
að bezt er að vera maður trúaður og glað-
ur, næst bezt að vera trúlaus maður, en
glaður, næst verst að lifa maður trúaður
og dapur, en verst þó að vera maður bæði
trulaus og dapur. Þvi erklára ég yður,
mín sóknarbörn, af fyllsta hjartans var-
heiti : Njótið yðar jóla, item þér, and-
skotansofrarar, því”um leið og þer etið
yðar súpu og yðar steik og móttakið yðar
fallegu gjafir og gleðihvatir, hlúið þér að
yðar sálu búplássi með herlegum höndum
gleðinnar og þannig belýsið yðar snauða lif
og yðar niðurlægðu tilveru og malið yðar
Frh. á bls. 69.