Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 27

Skólablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 27
- 89 - FLEIRI ÞANKAR UM HANDRITANNA HEIMSENDING OG ÍSLENZKU "Einu sinni var" - þannig byrja öll regluleg ævintyri. En þetta ævintyri byrj- ar a : "Einu sinni voru " - nokkrir hálfvit- ar í Noregi, sem uröu leiÖir á kónginum og 1 stað þess að drepa hann stungu þeir af, bleyðurnar. 1" ævintýrunum er sagt: " - og svo sigldu þeir glæsibunu skipi sinu með drifhvrtum seglum. . . ". Vafalaust hafa þessir drullukoppar þeirrá verið ósjáleg vaskaföt. með skítugar skyrtur í stað segla, og "sjóhetjurnar og kapparnir" verið grænir af sjóveiki. Þegar þeir svo loksins komust á land, urðu þeir svo fegnir, að þeir þorðu aldrei utan aftur ( þótt þeir fegnir vildu ! ). Vegna þess harðræðis, sem veðrið bjó þeim, kölluðu þeir landið fsland. Þegar þessir menn voru bunir að koma sór fyrir 1 þessu fallega landi, byrjaði sami djöfladansinn og uti 1 Noregi. Þeirra aðal "hobby" var að drepa menn, sem er vafalaust "upp- byggjandi og skemmtilegt". En þeir höfðu annað "hobby". Það urðu nokkurs konar stælar hjá þeim að slátra kálfum, til þess eins at geta krotað á skinn þeirra. Þessi skinn hafa nu á siðari tímum valdið mikl- um deilum, svo sem frægt er orðið. En forfeður okkar voru ekki í neinum vafa, til hvers ætti að nota þau. Þeir átu þau ! Eða bjuggu til skó úr þeim, sem virð- ist "skynsamligt mjök". - Því* var það, að einn Dani sagði, er hann heyrði að fslend- ingar væru að krefjast þessara skinn- pjattlna aftur : "Ætla Islendingar að fara að stofna skógerð, eða eru þeir bara svona svangir? " Þetta pár á skinnin, sem hlotið hafa nafnið handrit ( Handritin heim ! ), reynist innihalda einhverjar lygasögur frá því* í gamla daga. Greinir þar frá ómenntuðum "lusablesum", sem bjuggu niðri í jörðinni, nánar tiltekið í moldarkofum. Þessir menn höfðu það ser til ágætis, ýmist að geta drepið menn, eða geta ekki drepið menn. Þeir fyrrnefndu voru náttúrlega hetjurnar i þessum reyfurum. Einnig var i þessum "handritum" mikið talað um skald. Þeim til sönnunar er svo heilmikið pár og nefnt kvæði. Vanalega voru þetta orð, sem menn vissu ekki vel hvað þýddu og höfðu raðað upp, svo þeir gætu spurt nagrannann um merkingu þeirra. Síðari tíma menn ( svonefndir ísl. menn ! ) hafa svo af mikilli "speki" fundið út úr þessum krossgátum og þótzt finna samhengi í þeim, þótt þeir verði að tíína til orð, hingað og þangað, út um allt handritið. Ég er viss um, að höfundar hefðu orðið steinhissa, ef þeir hefðu seð, hvaða vitleysu mennirnir (þ. e. ísl. mennirnir ) hafa fengið út úr þessu. Einnig er sagt frá kvenvörgum, sem áttu sér vart jafningja í fláræði og hrottaskap. Þetta er í sjálfu ser allt i lagi. En málið, sem mennirnir skrifuðu í gamla daga, hefur gengið aftur og "varð- veitzt með þjóðinni". Að sjálfsögðu hef- ur málið breytzt töluvert, og þá líka framburður þess. Vfðast virðast breyt- ingar sækja í það horfið, að færa rit- málið nær tungunni. Það er eðlileg þro- un. En þá kemur allt í einu hljóð úr horni. Þar eru staddir menn, sem hafa gaman af kálfum, einkum kálfskinnum. Þeir kvarta og kveina um, að það se ver- ið að eyðileggja málið, þetta nægi ekki, ekki þetta, nei - ekki svona, heldur svona (sona) - Nei, - kommu þarna, z • þarna, y þarna o. s. frv. í þokkabót tala margir þeirra svo þvoglulega, að vart heyrist, hvaða hljóð mennirnir eru að reyna að mynda ! Svo undrar þá, að menn vilji breyta malinu eftir tungunni. Þvf auðvitað talar allur almenningur jafn brenglað. Komma í riti er ekki óþekkt fyrirbrigði. HÚn er sett til að takna hljóðhvíld, sem só lestrarmerki. Þannig er það a. m. k. í erlendum tungumalum. En í íslenzku? spyrja menn. Nei, þar er þessum merkjum dritað niður eftir ákveðnum reglum, sem engin þekkir til fullnustu og virðast algerlega merkinga- lausar. Frh. á bls. 102.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.