Skólablaðið - 01.12.1964, Page 28
- 90 -
STÆRÐFRÆÐILEGUR
HARM LEIKU R
með nokkrum
aðdraganda
t»AÐ var glaðasolskin f koordinata-
kerfinu. í 1. fjórðungi lagu nokkrar ynd-
isfagrar parabolur og sleiktu sólskinið.
Línur þeirra voru ávalar og mjukar, og
f fasi þeirra var fegurð vorsins. Feimn-
ir díametrar gutu augum til parabólnanna
og fóru hjá ser.
£ Frosnir differentíalkvótar gengu
hægt hjá. Einn þeirra fór til
parabólu nokkurrar og hví*siaði að henni:
•'Heyrðu ert ekki svaka dýna? " Slíkt og
þvílíkt háttalag geðjaðist ekki öðrum
kvóta. Varð ófögur orðasenna milli
þeirra. Hugðu nærstaddir stórtfðindi f
vændum, en kvótarnir voru raunsæir.
Það var mikill hiti, og f handalögmáli
gátu þeir þiðnað, sem alls ekki mátti
henda frosna kvóta. Þeir gengu þvf f átt
til keilu einnar. Utan á keilunni var
fagurrautt skilti með hvítum stöfum. Á
þvf stóð : Drekkið ískalt Hippy, hippy shake.
í 2. fjórðungi var verið að halda fund
í sólarhitanum. Virðulegur parameter
stóð á X-ásnum og hélt ræðu. Þarna
var alls konar lýður : Fúnksjónir,
diffraðar og ódiffraðar, helmingalxnur,
rætur, punktar, radíar og hringar.
Paramefrinn sagði : "Háttvirtir kjósend-
ur, funksjónir og ferlar I Hugsjon vor
er að hliðra kerfinu til hægri. " Hann
færði rök fyrir sfnu máli. Þuldi margar
formulur, sem sumum virtust glæsilegar
öðrum ekki. Er parameterinn hafði
lokið máli sínu, stóð upp radfi og sann-
aði með nýjum formálum að langbezt
væri að hliðra kerfinu til vinstri.