Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.02.1972, Qupperneq 3

Skólablaðið - 01.02.1972, Qupperneq 3
• editor dicit Nemendur Menntaskólans f Reykjavík hafa risið upp á afturfætur síha og látið óþyrmilega f sér heyra. Þeir hafa byrjað baráttu, baráttu með sigur að takmarki, þeir hafa farið kröfugöngur, gefið út barátmblað, útbfað gamla skólann sinn með kröfuspjöld- um og sent mótmælabréf og kröfugerðir viðs vegar. Sumhver dagblöðin hafa verið virkjuð f þágu málstaðarins, viðtöl við nemendur og kennara hafa verið tíð, hversdagsleg leiðarahræsn- in f þessum dagblöðum hefur vikið fyrir réttlátum og heilbrigð- um kröfum þeirra. Þeir hafa sýnt ljóslega fram á það, með ótal rökum og dæmum, að það ástand, sem rfkir f húsnæðis- málum M.R. , er algerlega óviðunandi. X framhaldi af þvf hafa þeir sett fram kröfur sfnar, þær helztar, að þegar verði hafizt handa við undirbúning nýrrar byggingar, að fé verði veitt til innréttingar efstu hæðar gamla skólahússins, að kennslu verði h'ætt f bráðabirgðahúsnæðinu og að M.R. fái rekstrarfé sambæri- legt við aðra menntaskóla. Annars er sá beitarhúsamórall, sem þjakað hefur yfirvöld menntamála undanfarna áratugi, einkanlega umtalsverður, þvílfka andúð hefur hann vakið. Þar á ég við þá stefnu yfirvalda, að setja nemendur niður f kennslustofur víðs fjarri aðalskólahúsinu. Enda er það nú orðið eins og stórt fveruhús f heilu hverfi úti- og beitarhúsa. Kannski er markmiðið það, að útibú frá Mennta- skólanum f Reykjavfk verði við hvert heimili. En hvers vegna þá ekki að kenna mönnum hreinlega heima hjá sér heldur en að vera að leigja sérstök húsnæði úti f bæ til kennsiunnar ? f flokki beitarhúsa Menntaskólans f Reykjavík er fyrrverandi tannlæknastofa við Miðstræti. Eru áhöld um það, hvort mönn- -um lfður betur f kennslustundum f þvf húsnæði en tannkýlissjúkl- 87 ingunum, sem áður sóttu staðinn. Þar geta menn tæpast dregið andann án þess að valda bylgjuhreyfingu og er annað eftir þvf. Og svo eru menn að furða sig á þvf, að á þessum menningar- stað skuli finnast lús og ýmis konar óæðri maurar. Vita þeir ekki, að heilsuspillandi húsnæði býður slfku heim ? Samt er sú staðreynd hvað hlálegust, að eitt bezta kennsluhús- næði skólans er einmitt gamalt útihús. f "Fjósinu", fyrrverandi kýrgeymslu, eru tvasr rúmgóðar og bjartar stofur. Býður það auðvitað heim þeirri hugsun, að fjós bæjanna f nágrenni Reykja- vfkur verði lögð undir kennslu, en kúnum komið fyrir f Mið- strætisbyggingunni og f Þrúðvangi. Jafnvel mætti kanna, hvort ekki fyrirfyndust dúfnakofar f grenndixmi, sem betur þjónuðu þeim tilgangi að vera kennslustofur heldur en svefnherbergi skáldjöfursins Einars Benediktssonar. En, að slepptu öllu gamni, það er Ijóst, að yfirmenn mennta- mála verða að taka á sig rögg, hér duga ekki vettlingatök þeirra, þvf síður silkihanzkar þeirra. Við verðum að gera þeim ljóst, að við bíðum ekki aðgerðalaus, við munum halda áfram að knýja á um umbætur. Við verðum að undirstrika það, að þau friðsamlegu mótmæli, sem við höfum haft f frammi, séu aðeins forsmekkurinn, verði ekki eitthvað að gert og það þegar f stað. Það rfkir nú alger samstaða og einhugur um markmið þessarar baráttu, það að Menntaskólinn f Reykjavík verði ekki lengur af- skiftur f f járveitingum til menntaskólanna. Við unum ekki þeirri hornkerlingaraðstöðu, sem elzta og virðulegasta mennta- stofnun landsins hefur komizt f. Það er tfmi til kominn, að gömlu konunni leysist girnd. r hita baráttunnar, febrúar 1972 Jón Þór JÓhannsson

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.