Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1972, Page 28

Skólablaðið - 01.02.1972, Page 28
og köttur stara ; páfagaukur og gullfiskur, páfagaukur starir; ruggu- stóli; hundur og köttur stara. Hann Ieggur töskuna frá sér, nálg- ast gluggann frá hlið og dregur gluggatjöldin fyrir. Hann snýr sér að hundinum og kettinum, sem enn stara á hann. Hann nálgast fletið og tekur ábreiðuna upp. Haim snýr sér að hundinum og kett- inum, sem enn stara á hann, gengur að speglinum frá hlið, heldur á ábreiðunni framan við sig og hylur spegilinn með henni. Hann snýr sér að páfagauknum og gullfiskinum, páfagaukurinn starir. Hann gengur að ruggustólnum, skoðar hann nákvæmlega að framan. Sterk áherzla lögð á einkennilega lagaðan höfuðpúða (10). Hann snýr sér að hundinum og kettinum, sem enn þá stara á hann. Hann kastar þeim á dyr (11). Hann tekur töskuna upp, gengur að stólnum. Abreiðan fellur frá speglinum. Hann sleppir töskunni, gengur með veggjunum fram hjá glugganum, nálgast spegilinn frá hlið, tekur ábreiðuna upp, heldur henni framan við sig og hylur spegilinn á ný. Snýr sér aftur að töskunni, itekur hana upp, geng- ur að stólnum, sezt niður og er að opna töskuna, þegar hann tekur eftir mynd, sem fest er á vegginn beint fyrir framan hann með teiknibólum. Myndin er af andliti Guðs Föður, strangt augnaráðið hvílir á hónum. Hann setur töskuna á gólfið til vinstri, stendur á fætur og virðir myndina fyrir sér. Sterk áherzla á veggfóðrið, sem lafir f ræmum. Hann þrífur myndina af veggnum, rífur hana f fjóra hluta, fleygir þeim á gólfið og traðkar á þeim. Hann snýr sér aftur að stólnum, áherzla afmr á sérkennilegan höfuðpúðann. Hann sezt niður, áherzla á sundurtætt veggfóðrið (10), leggur tösk- una yfir hnén, tekur upp úr henni möppu, setur töskuna á gólfið til vinstri og er að opna möppuna, þegar hann verður var við starandi augu páfagauksins. Hann leggur möppuna ofan á töskuna, stendur á fastur, fer úr frakkanum, gengur að páfagauknum, nærmynd af augum gauksins, hylur allt búrið með frakkanum, gengur aftur að stólnum. Aherzla á höfuðpúðann. Hann sezt aftur niður, áherzla á veggfóðrið, tekur möppuna upp, er að opna hana, þegar hann tekur eftir fiskinum. Hann leggur möppuna ofan á töskuna, gengur að fiskinum, nærmynd af augum fisksins, breiðir úr frakkanum, svo að hann hylur bæði búrið og kerið, gengur afmr að stólnum, áherzla á höfuðpúðann, sezt niður, áherzla á veggiim, tekur möppuna upp og tekur ofan hattinn, leggur hann ofan á töskuna til vinstri. Þunnt hár eða skalli, til þess að auðvelt sé að greina mjóa, svarta teygju, sem er um höftið hans. Þegar A situr uppréttur, myndar höfuðpúðinn ramma um höfuð hans. Umræddur höfuðpúði er öllu mjórri en bak stólsins. A meðan A skoðar og eyðileggur ljósmyndimar, gæti S staðið rétt fyrir aftan stólinn. og horft yfir vinstri öxl A (12). A opnar möppuna og tekur fram bunka af ljósmyndum (13 ), leggur möppuna ofan á töskuna og fer að skoða myndirnar. Hann skoðar mynd 1 fyrst, mynd 7 sfðast. Þegar hann hefur skoðað mynd 1, leggur hann hana f kjöltuna, skoðar mynd 2, leggur hana ofan á 1 og eins áfram, þannig að þegar hann hefur skoðað allan bunkann, verður 1 neðst og 6 efst, þvf að hann leggur 7 ekki niður. Hann er sex sekúndur að skoða hverja mynd 1 til 4, 12 sekúndur að skoða 5 og 6, hvora um sig (skjálfandi hendur ). Þegar hann horfir á 6, snertir hann andlit litlu stúlkunnar með vfsifingri. Þegar hann hefur skoðað 7 f sex sekúndur, rffur hann hana f fjóra hluta og fleygir þeim á gólfið til vinstri. Hann tekur 6 upp, skoðar hana aftur f þrjár sekúndur, rifur hana f fernt og fleygir tætlunum f gólfið. Þannig eins með hinar, skoðar hverja f þrjár sekúndur áður en hann rffur þær. Mynd 1 verður að vera úr þykkari pappfr en hinar sex, þvf að hann á erfitt með að rífa hana, notar ftrustu krafta. Honum tekst að lokum að rífa myndina, fleygir tætlunum f gólfið. Hendur hans hvfla sfðan á örmum stólsins, sem ruggar örlftið. Tarkmarkinu náð. Innikróun. Héðan f frá er öll skynjun S, nema þegar A sér S f lok ræmunnar. S stfgur skref aftur á bak (höfuð- púðinn sést aftan frá) gengur sfðan til vinstri, nálgast 45° homið og stöðvar. A sést dotta. Sú hönd hans, sem sést, hvílir á stól- arminum ; hann dregur ýsur, ruggustóllinn er næstum kyrr. S fer út úr "hlutleysishominu", augnaráð hans vekur A af blundi síhum. Viðbragð, stóllinn fer að rugga, en A stöðvar hann strax með öðr- um fæti. Höndin grfpur fast um arminn. Hann snýr höfði til hægxi og losnar úr percipi, S hörfar til að minnka hornið og stuttu sfðar snýr A sér aftur og situr sem fyrr, óttinn hefur rénað. Stóllinn hættir að rugga og A dottar á ný. S gengur nú hægt af stað f stór- um boga. Gluggatjöld, veggir og hulinn spegill sýna leið hans og að enn horfir hann ekki á A. A sést bregða fyrir úr horni, sem er öllu stærra en 45° , frá horninu, sem búrið og kerið standa á. Hann er steinsofandi, höfuðið niðri á bringu og hendurnar máttlausar út af örmunum. S nálgast hann varlega. Frakkinn, sem hylur búr- ið og kerið sést ásamt rifnu veggfóðri, á sama hátt og áður. S stöðvar og andlit A sést á ská. Hann sefur. S fer með veggnum síðustu tvo metrana og stöðvax beint fyrir framan A. Sofandi andlit A sést lengi f ramma höfuðpúðans. A vaknar við augnaráðið og starir á S. Bótin á vinstra auga A sést nú f fyrsta skipti. Stóll- inn hreyfist en A stöðvar hann með fætinum. Hendur hans grfpa um armana. Hann rfs hálfvegis upp úr stólnum, stffnar og starir á S. Smám saman svipurinn gamalkunni. S sést f fyrsta skipti (aðeins andlitið, rifið veggfóður að baki honum). Það er andlit A (meðbót), en með allt öðrum svip, sem ekki er gott að lýsa, hvorki harka né mildi, - einna helzt mjög skörp eftirtekt. Stór nagli sést náltegt vinstra gagnauga (bótarmegin). S horfir fast og lengi án þess að depla auga. A sést aftur, hálfrisinn á fætur, starandi, svipurinn. Hann lokar augum og lætur fallast niður f stólinn, sem fer af stað. Hann felur andlitið f höndum sér. Hann ruggar fram og aftur upp- rétmr f stólnum, með hendur fyrir andliti. S bregður fyrir, eins og áður. A aftur. Hann situr, beygir sig fram, hendur enn fyrir andliti, ruggar hægt. Hann sést þannig, þangað til stóllinn stöðvast. LYKTIR

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.