Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1972, Page 34

Skólablaðið - 01.02.1972, Page 34
"Sagt hefur verið, að hægt sé að fiirna aftur- hvarf til hreinleika og góðleika barnæskunnar f leikritum mfnum. Hvort þetta er satt ? Já. Eg er gagntekin af freistingunni, sem liggur eðiilega f hreinleika og kærleika. Þetta hug- tak hefur gagntekið mig svo, að það liggur við að hún valdi mér stundum klfgju. En há- punktar eru varasamir, með hyldýpis gjám og kröppum beygjum." "Eg skrifa raunsæ leikrit, Brecht skrifar hug- smfða leikrit." "Ég er ekki bezti maðurinn til að tala um stjómmál af þvf að ég tilheyri ekki neinum stjórnmálalegum fiokki." "Ég fann upp hið panfska ieikhús, vegna þess að ég trúði ekki á skóla eða kerfi. En ég neita hvers konar "Farsa". Er til nokkur dásamiegri bókmenntaieg stefna en hin panfska, sem hvorki hefur kreddu, meðlimi né stefnu- yfirlýsingu ? Hið panfska ieikhús er lifandi og "aktuelt" leikhús." Arrabal hefur orðið, er tekið úr Fant-Tidsskrift for Film. nr. 3 1971. Snúið hefur Arnór Egilsson 5. C. "Hvort það sé rétt að mig langi að borða ung- barn ? Baudelaire sagði, að nýjar hnetur brögðuðust eins og ungbarnshjörtu. Ég vil auðvitað ekki fremja neinn óbætanlegan verkn- að. Eins og þú veizt, þá flý ég bæði frá ösk- unni (dauðanum) og reykelsinu (kirkjunni)." "Persónulega dreymir mig um leikhús, þar sem hið skoplega og hið ljóðræna, hið panfska og kærleikurinn, renna saman f eitt. Þetta algerlega frjálsa leikhús, sem ég boða, á ekkert skylt við anti-Ieikhús eða absúrd-Ieikhús Vfdd þess er ómælanleg, hulin þoku tvfræðn- innar, en sífellt gætt af óðum hundi næturinnar. "Rithöfundurinn verður - og þetta er innifalið f list hans - að framkalla hvers konar viðbrigði. Eg held að listaverk brjótist út úr angistar- fullri og trylltri hringiðu listamannssálarinnar. Það er ekki þar með sagt að ég skapi eða verji slfka hringiðu. Það er hins vegar skoðun mfn, að svona sé raunveruleikinn. Eg vil einnig segja, að þar sem ekki er hringiða, er ekki 12."

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.