Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1972, Page 43

Skólablaðið - 01.02.1972, Page 43
Fundabann 127 Svo sem kunnugt er, hefur Framtfðin stöku sinnum þurft að grfpa til þess ráðs að setja fundabann á einstaka félaga. A þetta einkum við um þá, sem þreytt hafa fundarmenn og lengt málfundi með orðavaðli og leiðinlegum langlokum. Skólablaðið hefur nú frétt, að stjórn Framtfðarinnar hyggist beita þessari aðferð við hmn óþreytandi talsmann blandaðs hagkerfis, Jón lögregluþjón Sigurgeirsson. Margir munu kannasr við pilt, en hann gegnur um f yndisfögrum aðskornum, rauðum buxum og með há og kynþokkaaukandi stfgvét. Heyrzt hefur, að þeír, sem mesta skemmtun hafa af hinum einkar athyglisverðu ræðum Jóns, og nokkrir ákafir aðdáendur, muni hefja undir- skriftasöfnun undir forystu Kjartans Gunnars- sonar skuggainspectors til þess að mótmæla bessu. Bréfaskriftir Kalla Matt Skólablaðinu hefur borizt bréf frá Karli Matthfassyni schriba scholaris. Bréfið er á þessa leið : Kæra skólablað. Þar eð ritstjórinn hefur þrásinnis neitað að hleypa mér og drukknum félögum mfnum inn f sum samkvæmi, hef ég ákveðið að segja af mér embættum, sem ég gegni hjá blaðinu. Karl V. Matthfasson Við blaðstjórnarmenn töldum þetta vera frum- hlaup hjá Kalla og rífum þvf bréfið. Sendi Karl þá annað bréf og fer það hér á eftir : Kæra skólablað. Þar eð ritnefnd skólablaðsins hefur leyft sér að rifa afsagnarbréf mitt, þar sem ég tilkynnti að ég myndi hætta að starfa fyrir blaðið, hef ég ákveðið að segja af mér þeim embættum, sem ég gegni hjá blaðinu. Harmar ritnefnd þetta mjög, enda er það með eindæmum óheppilegt að þetta skuli koma fyrir einmitt þegar hvað mest rfður á að ritnefnd og embættismenn blaðsins vinni samhent og einart að framgangi hagsmunamála lesenda sinna. Ritnéfnd mun þrátt fyrir þessi óskynsamlegu viðbrögð Karls V. Matthfasarsonar, sem hún telur reyndar vera beint gegn sér, reyna eftir mætti að hygla að honuro og þeim, sem studdu við bakið á honum f þessu rháli. Enda telur ritnefnd sér skylt að eiga enga óvini eða óvildarmenn. Ef hins vegar svo óheppilega vill til, að óvild kviknar f einhvers brjósti f hennar garð, þá ér ritnefnd þeirrar skoðunar, að uppræta megi þá övild með kærleika og hlý- legu viðmóti og jafnvel með þvf að leyfa þeim hinum sama að gefa út blað. Og að sjálfsögðu mun ritnefnd halda uppteknum hætti með það að taka ekki afstöðu til nokkurs hlutar eða koma sér upp ákveðinni skoðun á nokkru máli. Þvf þeir menn, sem hafa skoðanir á hlutunum, verða oft óvinsælir þeirra vegna og það viljum við umfram allt forðast. Með einkar smeðjulegu aumingjabrosi. Ritnefnd. Gluggað. f gömlum skræðum Markús Tarzan Möller, inspector fslands, er duglegur maður og kappsamur, jafnvel svo að ýmsum hefur þótt keyra úr hófi. Hefur hann gerzt mjög gjam á að geysast yfir á verksvið annarra, eins og kunnugt er. En fæstir munu vita um eina starfsemi hans, þá er hann hugð- ist verða skáld sem ungur og saklaus þriðju- bekkingur. Nefndist verk eitt, sem hann birti þá f skólablaðinu, Tóm. Um það sagði rit- dómarinn, Þórarinn Eldjárn, að sá kostur væri við það,,að það koðnaði ekki undir nafni. Hér er birtur kafli úr þvf, mönnum til skemmtun- ar : "Heldurðu, að það sé ekki fjör f Glaum- bæ?" spyr prinsessan, sem nú hefur endur- heimt hásæti sitt og kórónu, jafn skyndilega og hún glataði þeim áðan. - Svo svffið þið suður Lækjargötuna eins og englar á skýi. NÓttin er björt af draumum um dýrindis veigar og for- boðna ávexti. - Svo mörg voru þau orð. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar Kjartan Gunnarsson hefur komið vfða við f fé- lagsmálum, eins og flestir vita. Nú hafa skólablaðinu borizt fréttir af nýjasta afreki hans. Hefur hann beitt sér mjög f Glaum- bæjarhreyfingunni, en Kjartan var tfður gestur á barnum f þvf ágæta húsi. Er markmið þessarar hreyfingar að endurreisa Glaumbæ, Framsóknarflokknum að kostnaðarlausu, en gamla húsið var f eigu hans. f samræmi við hið nýja starfssvið hyggst Kjartan nú safna skeggi og lubba, hætta að þvo sér og kaupa gamlar fatadruslur f fornsölu. Bráðum fréttist, að Egill Kolbeinsson hafi ekki sézt á jarðýtu. Magnús Karel sást ekki f skólanum f langan tfma, enda fastur við me me. Karl V. Matthfasson

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.