Skólablaðið - 01.02.1972, Síða 44
1 Z 8
affógulbandi:
télagslif nemenda
Vegna þess, að umræðuefnið gaf ekki tilefni
til annars, komu menn vfða við og ræddu
margt. Þvf var vinzað úr, sem ekki þótti
snerta efnið, þótt miðað væri við
grundvöll. Er vonandi að það komi samt ekki
f veg fyrir að umræðumar geti talizt nokkum
veginn samfelldar og þægilegar f lestri.
Þátt f þeim tóku þeir
Einar Hálfdánarson,
Eiríkur Þorgeirsson,
Guðmundur Þorsteinsson og
Sigurður Snævarr, en
Arni Sigurjónsson var magnaravörður.
Arni : Já Sigurður, þú hefur áreiðanlega eitt-
hvað um fulltrúalýðræðið að segja.
Sigurður : Sú tilhögun á félagslifi nemenda er
nú þegar úr sér gengin, og sést það bezt á
þvf, að embættismenn segja unnvörpum af sér,
þvf að það þjónar ekki einu sinni hagsmunum
þeirra lengur. Þá er "Fyrstades-ályktunin"
um varnarliðið á sfðasta Lfm-þingi gott dæmi
um galla þess f annarri mynd.
Eirfkur : Þegar við tölum um fulltrúalýðræðið,
þá er auðvelt að benda á einhverja galla f
sambandi við það, en við getum ekki afnumið
það, nema eitthvað komi f staðinn. En ég vil
benda á það f sambandi við Lfmið, að þar er
fulltrúalýðræðið nauðsyn vegna þess, hve
menntskælingar eru dreifðir um allt land. En f
skolanum sjálfum hefur það sýnt sig, að opnar
nefndir, sem oft hafa byrjað vel, hafa endað
feril sinn þannig, að maður sá, sem boða átti
mannskapinn á fundi, varð að sjá um allar
framkvæmdir. Þannig hafa flestir sem fyrr
orðið þiggjendur.
Sigurður : Til að kryfja félagslifið til beins
verðum við líka að rasða kennsluna, þvf þetta
tvennt verður aldrei slitið úr tengslum. Hún
er fólgin f fóðrun nemenda á upplýsingum og
þetta speglar félagslifið.
Einar : Fjöldastjóm er allavega ekki lausnin.
Það vita allir, sem starfað hafa f fjölmennum
nefndum.
Guðmundur : Fulltrýalýðræðið hefur viðgengizt
allt of lengi.
Ami : En eru menn f grundvallaratriðum sam-
mála um nytsemi félagsstarfsins ? Ymsirhafa
orðið til þess að halda fram þvf, að það gegni
þvf hlutverki fyrst og fremst að ala okkur upp
f þeim starfsaðferðum, sem rfkja f þjóðfélag-
inu nú.
Eirikur : Hvert sem skipulag félagslilsins er,
hafa nemendur gagn af þátttöku f þvf. Hennar
mætti jafnvel geta á prófskfrteinum.
Arni : Svo við snúum okkur að öðru :
á hvaða sviðum viljið þið nota Lfm ?
Einar : Fyrst og fremst um mál, sem varða
tilhögun námsefnis og kennsluna.
Eirfkur : Það er nú fyrst og fremst verkefni
skólafélaganna.
Sigurður : Þar að auki er raunin sú, að allar
tillögur Lfmsins hafa meira og minna farið
stytztu leið f ruslakörfuna. Það er vegna þess,
að það hefur aldrei verið neitt púður f mála-
rekstrinum. Með þvf að gera kröfurnar
pólitfskari og um leið háværari, verður árang-
urinn meiri. Það hefur SINE sýnt okkur með
sendiráðstökunni f Stokkhólmi. SfNE lagði
áherzlu á pólitfsk sjónarmið f samhengi við
hagsmunakröfurnar t.d. um námslaun og náms-
lán.
Einar : Að vísu er námslaunamálið pólitfskt
mál, en við getum ekki verið að krefjast
námslauna um leið og laun stritandi verka-