Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 48

Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 48
132 ingju mannfólksins, óréttlæti, ofbeidi, kúgun, blóðsúthellingax og styrjaldir." ( Sigurður Guðjónsson, Samvinnan, 1. hefti 1971, bls. 22) Með þeirri þróun náttúruvisinda og tækni, sem átt hefur sér stað með sfauknum hraða ailt frá lokum nftjándu aldar, hefur manninum tekizt að leysa öfl náttúrunnar úr læðingi. Þau standa ekki lengur andspænis hon- um sem annarlegur óskapnaður, þess f stað hefur manninum heppnazt að hagnýta þau með þeim afleiðingum, að umhverfi mannsins og þá sér f lagi þjóðfélagið, hefur tekið slfkum stakkaskiptum, að allar hegðunarregl- ur eldri kynslóða duga honum skammt til eðlilegs lCfs innan þess nýja umhverfis. Það eru þvf ekki lengur náttúrufölin, er standa firrt and- spænis einstaklingnum og skerða frelsi hans, heldur afurð hans eigin starfs og þekkingar, þjóðfélagslögmálin. Einstaklingurinn skynjar þessa tæknivæddu veröld sem eitthvað ómennskt, þrúgandi og firrt. Hann skynjar sig sem leiksopp þeirra annarlegu lög- mála, er þar ríkja. Hann er ekki lengur frjáls, þó svo að tæknin veiti honum möguleika til þess að öðlast þetta frelsi. Hann fyllist vonleysi. Einstaklingurinn skynjar ekki þessa veröld sem eðiilega afleiðingu þeirra þjóðfélagshátta, er hann býr við, heldur sem skilgetið afkvæmi vfsind- anna, firring og vfsindi tengjast órjúfanlegum böndum f huga hans. Vfsindin eru ekki lengur táknmynd framfara og velmegunar, þess f stað eru þau fmynd kaldhamraðs valds tækniheimsins, sem ekki rúmar mann- legt frelsi innan sinna vébanda. Vfsindin hafa fært okkur fleira en efnalega velsæld og tæknivædda veröld, þau hafa einnig veitt mannkyninu vald til þess að fremja sjálfsmorð. Þau hafa veitt okkur kjarnorku- og vetnissprengju, sem geta, ef verkast vill, "sprengt okkur aftur á steinöld". Siðferðisleg ábyrgð okkar er þvf á engan hátt sambærileg við ábyrgð kot- bóndans, sem hvorki þekkti kjamorku né aðrar neikvæðar afurðir tækn- innar. Framtíð mannkynsins veltur á þvf, að okkur takist að standast þessa ábyrgð, leysa úr þeim siðferðislegu vandamálum, sem við okkur blasa. III. Forsenda allrar siðferðislegrar ábyrgðar er sem fyrr segir, að einstakl- ingurinn sé frjáls f ákvörðun sinni, að einungis vilji hans ákvarði breytn- ina. Forsenda allra vfsinda er aftur á móti, að allt eigi sér sfnar or- sakir, að öll ferli alheimsins séu fyrir fram ákvörðuð af orsökum sfnum. Þetta lögmál hlýtur einnig að gilda um mannlegar ákvarðanir. Hér höf- um við tvenns konar sjónarmið, annars vegar hið siðferðilega, hins veg- ar hið vfsindalega. Samkvæmt annarri skoðuninni sjáum við manninn sem þjóðfélagsveru, frjálsan og ábyrgan gerða sinna gagnvart öðrum mönnum, út frá hinu sjónarmiðinu skynjum við hann sem vélræna leik- brúðu náttúrulögmálanna, háðan lögbundnum ferlum eðlisfræðilegra kraft- verkana og efnafræðilegra hvarfa og þvf f alla staði ófrjátsan og sið- ferðislega óábyrgan, hafandi ekkert val. Hér sjáum við einstaklinginn út frá hugsunarhætti tveggja ólíkra og, að þvf er virðist, ósamrýmanlegra heima, mannlegt frelsi og siðferðileg ábyrgð geta ekki að þvf er virðist, samrýmzt rfkjandi heimsmynd vfsindanna - lögmál og frelsi er þar tvö gagnstæð hugtök, er útiloka hvort annað. IV. Við höfum nú komizt að þremur niðurstöckim : f fyrsta lagi; siðferðileg ábyrgð þeirrar kynslóðar, sem nú lifir, er meiri en nokkurrar annarrar kynslóðar, f öðru lagi, heimsmynd vfsindanna samrýmist ekki þessari ábyrgð, útilokar f raun alla siðferðilega ábyrgð og f þriðja lagi sem summu hinna tveggja, við þörfnumst nýrrar heimsmyndar. Við verðum að hafna þeirri heimsmynd, sem er undirstaða og afleiðing vfsindanna, þeirri framtfðarsýn, sem Þorsteinn Gylfason dregur upp f bók sinni Tilraun um manninn : "Eftir nokkur ár eða áratugi, segja menn, vitum við meira um orsakir mannlegrar breytni og getum gefið lyf. Satt að segja vitum við þegar sitt af hverju, til að mynda um áskapaða litningagalla, sem valda geðveiklun og glæpahneigð. Og nú er von menn spyrji: ef svo fer um glæpina fara þá ekki mannlegar dyggðir sömu leið ? Enn sem komið er getum við borið lof á mann fyrir hugrekki eða fórnfýsi : það eru göfugar dyggðir. En hvað verður ? Kemur kannski að þvf að það eitt verður lofsvert um manneskjurnar að þær hafi tekið réttar pillur á réttum tfma - til dæmis svolftið fórnfýsin þegar fórna var krafizt." ( Þorsteinn Gylfason, Tilraun um manninn, bls. 17 )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.