Skólablaðið - 01.02.1972, Síða 50
134
Eftirfarandi ræða var flutt á útifundi nemenda og kennara við Mennta-
skólann f Reykjavík, áður en gangan að ráðuneytunum hófst. Höfundur
hennar og flutningsmaður var Kjartan Gunnarsson.
Góðir fundarmenn 1
r dag má segja, að við stöndum að vissu leyti á tímamótum. f fyrsta
skipti f sögu þessarar öldnu menntastofnunar kveður hún sér hljóðs á
þann hátt, sem um aldamótin hefði nánast talizt til mótþróa og uppreisn-
ar gegn hinum alvitru yfirvöldum - sem þó eru svo misvitur f reynd.
En vissulega eru viðhorfin frá aldamótunum breytt og aðgerðirnar sem
við framkvæmum f dag þykja flestum jafn sjálfsagðar og okkur þykir
sjálfsagt að ganga f skóla.
Þetta er þannig vegna hins lýðræðislega stjórnarfyrirkomulags sem við
erum svo lánsöm að búa við. f þvf sambandi skulum við einmitt minn-
ast þess, að húsið sem stendur að baki mér á ekki - ef svo má að orði
kveða - svo lftinn þátt f þessu stjórnarfyrirkomulagi. f þessu húsi var
háður alls ekki svo lítili þáttur frelsisbaráttu fslenzku þjóðarinnar.
Baráttu, sem á sér engan sinn lfka. Eða hafið þið heyrt getið um þjóð,
sem hefur þurft að berjast fyrir endurheimt frelsis sfns, en samt sem
áður ekki þurft að fórna einum einasta blóðdropa ?
En þannig var þvf varið með frelsisbaráttu rslendinga. T þeirri baráttu
var penninn sverðið, tungan spjótið, menningararfleifðin og frelsisþráin
skjöldurinn. Gegn þessum vopnum mátti erlend ásælni sér einskis.
Að þessu athuguðu er það ef til vill alls ekkert undarlegt, að við sem
þetta merka hús hefur fóstrað, séum seinþreytt til vandræða. Okkur
lætur yfirleitt betur að ræða málin og gera um þau spaklegar ályktanir
heldur en að hafast eitthvað raunhæft að. , En nú er tfmi orða og álykt-
ana að baki og aðgerða er þörf.
Menntaskólinn f Reykjavík hefur um margra ára skeið - þvf nær áratuga
skeið - verið olnbogabarn f menntakerfi fslenzku þjóðarinnar. Þessi
skóli, sem alið hefur við brjóst sér mikinn meirihluta þeirra manna, er
setja svip á öll svið fslenzk þjóðlffs, hefur á allan hátt verið afræktur,
án þess að nokkur rök væru fyrir þvf færð. Þetta verður að breytast
og hlýtur að breytast. Öllum má vera það ijóst, að eins og aðbúnaði
skólans er háttað núna, þá fær hann alls ekki valdið þvf hlutverki sfnu
að þroska einstaklinginn og mennta, draga fram f honum sérkenni hans
og hæfileika, að gera hann að góðum og gegnum Islendingi, ifkiegan til
þess að vinna þjóð sinni og landi nokkurt gagn. Allt er þetta ykkur
mætavel kunnugt og það er þvf að bera f bakkafulian lækinn að lýsa
ástandinu f smáatriðum.
En f dag, nú á þessari stundu gerist það, nemendur og kennarar þessa
elzta skóla landsins, sem rakið getur sögu sfna þvf nær fimm aldir
aftur f tfmann , finna sig knúða til þess að vekja athygli ráðamanna og
þjóðarinnar allrar rækilega á ófremdarástandinu, svo hefur það nú úr
hófi keyrt.
Okkar barátta er ekki frekar en frelsisbarátta þjóðarinnar áður fyrri háð
með blóðugum átökum eða af ósanngimi og frekju. Við förum aðeins
fram á, að staðið sé við gefin fyrirheit og gildandi iög. Kröfur okkar
eru algerlega skotheldar, ef svo má að orði komast.
Við setjum kröfur okkar fram af kurteisi en þó af fullri einbeitni,
reiðubúin til þess að láta sitthvað f sölumar þeirra vegna. Menn kunna
nú að spyrja hvers vegna hópganga ? Svarið er einfalt. Tfmarnir og
viðhorfin hafa breytzt og skólinn og hans starf fylgir þeim breytingum
eftir á þessu sviði sem öðmm, þó með hæfilegri og sjálfsagðri aðgæzlu.
Við munum ekki hafa f frammi ærsl, hróp eða köll og einmitt þess
vegna og vegna þess hve kröfurnar eru sanngjarnar verður þungi þeirra
enn meiri en ella. Við gerum þetta með framtfðarheill landsins og
þjóðar - og sfðast en ekki sfzt skólans okkar f huga. Að lokum vil ég
biðja menn að hrópa ferfalt húrra fyrir Menntaskólanum f Reykjavfk.
Menntaskólinn f Reykjavfk lengi lifi. Hann lifi, húrra, húrra, húrra,
húrra.