Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1972, Síða 53

Skólablaðið - 01.02.1972, Síða 53
en f öðrum menntaskólum ? - Kostnaðurinn á hvern nemanda f Menntaskólanum f Reykjavík er á yfirstandandi ári þannig áaetlaður, að laun á hvern nemanda séu 32.700 krónur og önnur rekstrargjöld 3.200 krónur. Þetta er hið lægsta f menntaskólakerfinu. A fsafirði er launakostnaður á hvern nem- anda 53.600 krónur og önnur rekstrargjöld á nemanda 23.300 krónur. A Akureyri er launakostnaður á hvern nemanda 41.900 krónur og önnur rekstrargjöld 7.900 krónur. f Menntaskólanum við Hamrahlfð er launa- kostnaður á hvem nemanda 41.300 kr. , önnur rekstrargjöld 9.100 kr. f Menntaskólanum við Tjörnina er launakostnaður á hvern nemanda 42.520 kr., önnur rekstrargjöld 7.700 kr. f Menntaskólanum á Laugar- vatni er launakostnaður 54.000 kr, önnur rekstrargjöld 8.300 kr. Til skýringar á mismunandi kostnaði skal tekið fram : 1. Launakostnaður er yfirleitt lægri f stærri skólunum, m. a. vegna þess að stjómunar- kosmaður, s.s. rektorslaun, deildarstjóralaun, skrifstofufólkslaun, dreifast á fleiri. 2. Meðalfjöldi f bekkjardeild er misjafn f skólunum. f áætlun um skólana var gert ráð fyrir þessum meðalfjölda f bekkjar- deildum : M.R. 24 f bekkjardeild, M.T. 20,4, M.A. 21,7, M. L. 19,L M.H. 22,5, M. L 18,8. Að öðru jöfnu veldur munur um einn nemanda f meðalbekkjardeild 4-5% mun á launakostnaði á hvem nemanda. 3. Skólamir hafa mismikið framboð á valgreinum og nýting þeirra tfma misjöfn. Önnur rekstrargjöld : Mismunur staftir fyrst og fremst af eftirtöldum ástæðum : Húsaleiga er mjög mismikil, t. d. hjá M.R. 480.000 kr , hjá M.H. 610.000 kr. , M.T. 2.380.000 kr. Ljós oghiti er einnig mjög misstór kostnaðarliður : M.R. 1.200.000, M.H. 2.300.000 kr. , M.T. 900.000 kr. Tryggingagjöld hjá M.H. eru áætluð um 400.000 krónum hærri en f M.R. - Hvernig hyggizt þér bregðast við þeim vanda, sem em húsnæðismál M.R. ? - Þar er treyst á óbeinar ráðstafanir. Stefnt er að þvf að byggja á næstunni yfir Menntaskólann við Tjörnina, eins er f athugun stofnun nýs menntaskóla f Reykjaneskjördæmi. Þessar framkvæmdir asttu að gera fært að fækka f M.R., svo að hús hans yrðu við hæfi, þó með ýmsum úrbótum. Það em ekki uppi neinar ráðagerðir um meiriháttar nýbygg- ingar við M.R. - Er þá ekkiviðbúið, að enn fleiri nemendur verði f M.R. á næsta ári, þar sem engra úrbóta er að vænta á næstunni ? - Það er óhugsandi að hafa fleiri nemendur f M.R. en nú er. Þar verður ekki fjölgað meira, merni gera sér heldur vonir um að þar fækki. .... /i 137

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.