Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1982, Síða 6

Skólablaðið - 01.03.1982, Síða 6
 1 -&L Amnesty Local! Allir vita, aö herlög hafa gilt í Póllandi síöustu mánuöi. Engir atburöir síöastliðins árs hafa valdiö jafnmiklu fjaðrafoki meöal ríkisstjórna Vesturlanda og almennings. Sú grimmdarlega valdnýösla, sem þar er höfð í frammi, hefur aö sjálf- sögöu verið fordæmd. Enginn ætti að sitja hljóður og horfa í gaupnir ser, þegar hann frettir af slíkum verkum. það er einmitt meiniö .' Allt of margir halda, aö þaö, sem gerist í fjarlægu landi eins og Póllandi, sem að auki er „ viðurkennt " austantjalds ríki, komi þeim bara ekkert við, þeir atburöir, sem þar gerast, muni aldrei snerta þá sjálfa, og því draga þeir sig inn í skel sína og taka til viö Þyrnirósasvefnin Hvílík s jálf sblekking ." Hinn 20. janúar á þessu ári gengu her- lög í gildi í íslenskutímum í 5. bekk Z.' Þetta hljómar ótrúlega, en er engu aö stöur dagsatt. Flestir nemendur bekkjarins móktu í sinni þægilegu kæruleysisdeyfð og áttu sér einskis ills von, þegar „yfirvalSið’ snarar sér inn og skellir á herlögum rétt sisona. Vöknuðu menn af góðum draumi inn í hræðilegan raunveruleikann. Var maðurinn ekki bara aö grínast? Þetta gat ekki gerst í frjálsu landi.' Slíkt henti iöulega í einræöisríkjum (sbr. austurblokkina), en ekki hér á íslandi- og það í hinum frjáls- lega M . R . ,' En staðreyndirnar urðu mönn- um smám saman Ijósar. Manninum var fúlasta alvara. Enn hóf hann upp geðveikislega raust sína og kynnti lýðnum hin nýju herlög í smáatriðum. Datt þá andlitið af mörgum vesalingnum og finnst ekki, fyrr en ólög þessi hafa verið úr gildi numin. Birtast hér hin nýju herlög, eins og þau komu 5.-Z fyrir sjónir 20. janúar. 1. Eigi má ræða við sessunaut án leyfis kennara. Skal rétta upp hægri eða vinstri hönd, eftir því sem við á, óg biðjast munn- legrar heimildar til þess að ræða við sessu naut. Brot varðar brottrekstri úr tíma. 2. Glugga má hvorki opna né loka án leyfis kennara. Brot varðar ávítum og lækkun í kennara- einkunn. Síendurtekið brot varðar brott- rekstri úr tíma. 3 ■. Eigi er leyfilegt að rísa úr sæti og ganga að ruslafötu stofunnar eða annað um stofuna án heimildar kennara. Brot varðar sömu refsingu og í 2. grein herlaganna. ✓ \ 4. Hafi nemandi eitthvað gáfulegt fram að færa, skal hann rétta upp hægri eða vinstri hönd eftir aðstæðum og biðjast Xeyfis kennara til framsagnar. Hafi nemandi aftur á móti ekkert merkilegt fram að færa, skal hann halda kjafti. Brot varðar þjóstalegu svari: ÞEGIÐU.' 7*^ 6 T+ J'

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.