Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1982, Page 19

Skólablaðið - 01.03.1982, Page 19
átti þeim að vera frjálst að sameinast hver annarri og segja sig úr lögum hver við aðra. Sjálfsprottnu lífi og athöfn hefur verið haldið niðri í margar aldir af einokuðu valdi rikisvaldsins. Her, sérþjálfaður til baráttu gégn hverju því afli sem reynir að grafa undan ríkisvaldinu. Bakúnin leit á kommúnuna sem kjörið tæki til afnáms eignarréttar á framleiðslutækjum til hagsbóta fyrir sjálfstjórnina. Á fyrsta stigi endurskipulagningar samfélagsins verður það kommúnan, sem lætur þá, sem sviptir eru eignum sínum, fá nauðsynlegt lágmark í bætur fyrir það, sem tekið hefur verið eignarnámi. Bakúnin lýsti innri skipulagningu kommúnunnar af nokkurri ná- kvæmni. „Henni verðurstjórnað af ráði kosinna trúa með skýra,jákvæða stefnu gagnvart vald- dreifingu, Þeir verða ætíð ábyrgir gagnvart öllum kjósendum, og háðir afturkalli. Ráð kommúnunnar getur valið úr fjöldanum framkvæmdanefndir fyrir hvert svið hinnar byltingarlegu stjórnar kommúnunnar. Dreifing ábyrgðar á meðal svo margra hefur þann kost, að sem stærstur hópur verður í stjórnsýslunni hverju sinni. Það skerðir ókost fulltrúakerfis, þar sem fáir kjörnir fulltrúar gætu tekið á sig allar skyldur, á meðan fólkið yrði næstum aðgerðarlaust á almennum samkundum, sem sjaldan væru hald- nar". Bakímin lagði áherslu á það, að kommúnuráðin yrðu að vera vinnandi einingar með bæði framkvæmda- og skipúlagsskyldur. Lenín kallaði þetta síðar Lýðræði án þing- ræðis. Af ofanrituðu ætti að vera ljóst, að barátta enarkismans er umfram allt barátta við hið miðstýrða ríkisvald, sem tiðkast í flestum ríkjum heims. Anarkistar berjast gegn kúgun ríkisins, hvort sem er kúgun með lögum, lögreglu eða her. Að þeirra mati er sérhvert ríkisvald harðstjórn, hvort sem er harðstjórn eins- manns eða hóps manna. Ríkið er ávallt miðstýrt og hefur alltaf eitt markmið : að takmarka og stjórna. Því skrif«4 aði Proudhan: „Hver sá, sem leggur hendur á mig til að stjórna mér, er valdræningi og harðstjóri. Ég lýsi yfir, að hann sé óvinur minn". Hvort anarkismi geti komið af, stað þjóð- félagslegum byltingum með það að markmiði að efla einstaklinginn gegn hinu miöstýrða ríkisvaldi, læt ég ósvarað, en að lokum vil ég segja, að þar eð x mörgum ríkjum heims er rfkisvaldið enn þá mjög miðstýrt, fremur mannréttindabrot, heftir prentfrelsi, skoðanafrelsi, trúfrelsi, ferðafrelsi o. s. frv., tel ég, að anarkisminn eigi rétt á sér sem baráttutæki gegn þessu ríkisvaldi. Fannar Jónsson. Fannar F. Jónsson.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.