Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1982, Side 58

Skólablaðið - 01.03.1982, Side 58
þar sem háir skattar tíftkast, þannig aö það rétt skrimta. Svo græöa þau systur- fyrirtæki, sem eru í löndum meö Xága skatta, enda voru það þau, sem sem seldu hrá- efni viö okurverði þeim fyrirtækjum ," sem rétt skrimtu og greiða því engan skatt. Þetta fyrirkomulag er auðvitað stórhættulegt samkeppninni, þar sem aðeins stærstu fyrirtækin lifa samkeppnina af. f velferðarríkjunum hefur reynst mikil tilhneiging til ríkisrekturs fyrirtækja, svo sem sjúkrahúsa og fleiri stofnana. Þar er nú, eins og fróður maður sagði eitt sinn, að hafa tvær söngkonur í söngkeppni, hlusta á aðra þeirra og dæma hinni sigurinn. Það vill oft vera svo, að menn vita, að einkarekstur fyrir- tækja fullnægir ekki öllum skilyrðum, og þess vegna dæma þeir ríkisrekstrinum sigurinn. Augljóst dæmi um þetta er rekstur sjúkrahúsa. Þrátt fyrir það að þau verði sífellt þyngri byrði á ríkunum, halda menn enn í þá kreddu að nauðsynlegt sé að ríkisreka þau. f Bandaríkjunum hefur þessi kostur ekki verið hafður á. Þar sjá tryggingafélög oftast um að greiða sjúkrahússkostnað, og sjúkrahúsin eru einkarekin. Rökin fyrir þessu kerfi eru ótvfræð. í Bandaríkjunum jókst kostnaður við heilbrigðisþjónustuna (ríkisrekna) úr 1% af þjóðartekjum í 4,5% á árunum 1960-1977 , og er þá ekki innifalinn kostnaður gersins og kostnaður vegna stríðsskaða. Útgjöld ríkisins til heil- brigðismála jukust úr 25% 1960 í 42% 1977 af heildarúthjöldum ríkisins. Samfara þessari útgjaldaaukningu hafa umsvif óháðu tryggingafélaganna aukist mjög. Heilbrigðisþjónusta ríkisins hefur einnig aukist, en ekki að sama skapi. í Bretlandi hefur ríkisrekið heil- brigðiskerfi verið starfrækt í rúmlega þrjá áratugi, og árangurinn er ömurlegur. Skv. skýrslu breska sérfræðingsins dr. Max Gammons, sem út kom 1976, fjölgaði starfsfóki spítalanna um 28% þar af umsjónar- og skrifstofufólki um 51%, 1965-1973.Á meðan fækkaði rúmum um 11%, en á biðlista fyrir sjúkrapláss voru 600.ooo oanns. Hér á íslandi er kostnaður við spitalakerfið um 10.000 kr. á ári á mann, og er þá ekki með talinn kostnaður elli- og dvalarheimila. Það gefur hugmynd um heildar- útgjöld heilbrigöiskerfisins i Bandaríkjunum, bæði rikisútgjöld og einkaútgjöld, að þau eru aðeins 3/4 af eyslu i bila, sem er, öllu mun minni i Bandarikjunum en hér á landi. Ef mióað er við 1 bil á fjölskyldu hér á landi og verðlagi i Bandarikunum, þar sem álögur eru ekkert i líkingu vió tollálögur hér, sést, aó heildar- kostnaður við heilbrigðiskerfió i Bandarikunum er ekkert í námunda við þann kostnað hér. Ein helsta röksemd jafnaðarmanna gegn einkareknum tryggingarfélögum er sú, aó ekki muni allir hafa efni á að greiða tryggingakostnaðinn, og benda gjarnan á Bandaríkin sem dæmi. Flestar fjölskyldur i Bandarikjunum hafa efni á að veri i einkareknum tryggingafélöum. Um það bil 90% allra sjúkrahússreikninga eru greiddir um tryggingafélög. Nokkur alvarleg til- felli fara fram úr þeirri upphæð, sem tryggingin nær yfir, en það réttlætir engan veginn það, að öllu kerfinu sé breytt. Jafnaðarmenn hafa jafnan haldið þvi fram, að nauðsynlegt sé fyrir rikið að hafa eftirlit með einokunar- fyrirtækum, sem óhjákvæmilega myndist i óheftu markaðskerfi. Þeir segja að upp komi stórfyrirtæki, sem einoki markaðinn vegna þess, hve öflug þau eru og hve mikla möguleika þau hafa til að undirbjóóa markaðinn. Þessi skoðun er eitt dæmi þess, hvernig 58

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.