Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1982, Page 59

Skólablaðið - 01.03.1982, Page 59
mönnum hreinlega yfirsást einföldustu röksemdir. Til þess að stórfyrirtæki geti bolað keppinaut frá, sem heldur t.d. 1% af markaðnum ( stórfyrir- tækið 99%) veróur stórfyrirtækið að undirbjóða litla fyrirtækið svo mikið, að litla fyrirtækið tapi. Aó jafnaði eru stórfyrirtæki í járn- iðnaói og öðrum þungaiðnaði, þar sem þessi staða gæti helst komið upp (að áliti jafnaðarmanna), óhagkvæmari en lítil fyrirtæki. Stórfyrirtækið, sem undirbýður, tapar þvi meiru á hvern seldan hlut. Markaðshlutdeild stórfyrirtækisins er ef til vill 99% og litla fyrirtækisins 1%. Stór- fyrirtækið hlýtur þvi aó tapa að minnsta kosti 99 sinnum hraðar en litla fyrirtækió. Til þess að halda verði á vöru litla fyrirtækisins niöri verður stórfyrirtækið aó auka framleióslu sina til þess að anna eftirspurn og missa ekki viðskipta- vini til litla fyrirtækisins. Það hlýtur þvi að taæa enn meira. A meóan á þessu stendur, á litla fyrir- tækið mun hagstæðara val: Annaðhvort minnkar það vió sig og sparar eða þaó tapar minna en stórfyrirtækið. Jafnaðarmenn hafa einnig haldið þvi fram, að fyrirtæki bindist sam- tökum i óheftu markaðskerfi og geti einokað það þannig. Þessi fyrirtæki, sem bindast samtökum, hljóta að hækka veróið á sinni vöru. Hvert fyrirtæki hlýtur þvi aö vilja seja meira af sinni vöru til að græða meira. Þessi fyrirtæki veróa þvi að komast að samkomulagi um markaós- hlutdeild hvers einstaks. En þaó fyrirtæki i samkeppniskeróingar- samtökunum, sem freistast til að selja meira en það má selja fyrir- hinum fyrirtækjunum, verður aó undir- bjóða vöruna i laumi tll aó fá til sin viðskiptavini. Þetta fréttist brátt, og samtökin eru liðin undir lok. Sú .lefur einnig orðið raunin, að slik samkeppnisskerðingarsamtök eiga af þessum sökum mjög erfitt með að halda ser á lifi. Rikisvernduó einokun er i raun mun lilegri en aðrar gerðir ein- okunar. Þeir aóilar, sem hafa mikla fjármuni, eiga bókstaflega stjórn- málamenn (dæmi er leynifélagið Council on Foreign Reduction i Bandarikjunum), sem siðan beita sér fyrir þvi að setja margs konar lög á þeim markaði, þar sem þeir eiga hagsmuna að gæta. Að lokum er orðið mjög erfitt fyrir aóra að koma sér upp fyrirtækjum á viókomandi markaði vegna laga- og leyfafargans. Einnig sitja forstjórar fyrirtækja eða handbendi þeirra i stjórnum hvers konar samtaka, sem sjá um aó veita hin og þessi leyfi. Að lokum vil ég minnast á eitt atriði, sem ef til vill getur ekki einskorðast við velferóarrikió, en það eru tollamúrar. Sú fullyróing, að með tollamúrum sé verið að vernda innlendan varning fyri ódýrum út- lendum varningi, er vissulega rétt, en slik vernd á engu að siður ekki rétt á sér. Sannleikurinn er sá, að tollamúrar eru ekki nauósynlegir til verndar innlendum varningi. Tekió er öfgadæmi um þetta, og 10 krónur i einhverju landi, sem flytur út vörur viö lágu verði, eru látnar jafngilda íslenskri krónu. Krónur landsins meö ódýru vörurnar eru krónur. Nú flytur þessi þjóð inn til Islands mikiö af ódýrum vörum, og allir Islendingar kaupa þessar ódýru vörur. Meim islensku krónum, sem fást fyrir vörurnar, verður sióan aó skipta yfir i krónur, til aó kleift sé að kaupa fleiri vörur. Þar sem eftirspurn er mikil eftir krónum vegna ódýru vörunnar, hækkar krónan i verði, t,d, þannig, aó 5 krónur samsvara 1 krónu. Af þessu leiðir, að vörur, sem koma frá ódýra landinu og kostuóu t.d. 1 krónu, kosta nú 2 krónur. Um leið lækka vörur útflutningsverslunarinnar á Islandi, þannig að þær veróa sam- keppnisfærari i hinu landinu. Auóvitaó er þetta ekki svona einfalt i raun, en lögmálið er samt hið sama. Heimildir: Milton Friedman: Free to choose. David Friedman: The Machinery of Freedom. Time 15. febrúar 1982. Berlingske Tidende 6. janúar 1982. Timinn febrúar 1982. Halldór Halldórsson, 5.- A. 59

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.