Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1982, Síða 63

Skólablaðið - 01.03.1982, Síða 63
við raunveruleikann? Höfðu þeu bara ekki misst samband við djöfuls lífiö." Mér datt í hug, að hann leitaðist við að réttlæta athafnir sínar. „Það er enginn tilgangur með því að velta sér upp úr því sem gert er. Þý verður að líta fram á við, taka því, sem hefur gerst, horfast í augu við gerðir■þínar." Ég sá svitann baða aldlit hans.„Hann er að brotna niður," hugsaði ég. „Þú getur ekki búið við allt sem þú hefur gert. Þú þarfnast sambands við mann- eskju, mannlega rödd, einhvern til að hlusta á þína útgáfu af sögunni." Hann bærði ,varirnar f hljóðlausu hvísli.„Þú ert virkilega karl í krapinu, ég meina það," sagði hann hægt. Samband okkar hafði breyst aftur. Hann stjornaði núna. Ég þrýsti mer að veggnum og athugaði augu hans vandlega. „Ég held kumhingi," sagði hann „að tími sé kominn til að við gerum okkur þetta 1j óst." Þá vissi ég að mér hafði mistekist. Tilraun min með sálfræðina hafði ekki komið að neinu gagni.Þessi brjálaði morð- ingi ætlaði að bæta mér á lista sinn yfir fórnarlömb.Hann iðaði allur í skinninu, tilbúinn til átaka, og sveiflaði öxinni til og frá. Vj. fig var þurr £ hálsinum. Ég kyngdi með erfiðismunum en án munnvatns hreyfðist aðeins barkakýlið. Hann tók eftir því. „Ertu að verða hræddur? Þú hefur l£ka djöfuls ástæðu til þess, kunningi." „Sjáðu til, líklegast er það ekki þ£n sök'.' Orð m£n hljómuðu einhvern veginnA-mjög r óraunverulega, rödd m£n var full af ótta. „Ég býst við að löggan skilji." Hann hló. „Löggan að skilja. Þetta er sannarlega snáðugt. Talaðu ekki éins og krakki, vertu ekki svona djöfulli einfaldur Hann skorðaði öxina áhugalaust. Ég byrjaði að bulla vitlaus , merkingar- laus orð, allt til að trufla hann, reyna að láta hann gleyma ofbeldinu. „I guðanna bænum, ég hef ekkert gert þér. Það er svo gott að lifa. Skilurðu það ekki? Láttu njig vera, gerðu það." Ég færði mig meðfram veggnum. Ég hrópaði, öskraði,bað. „Ég á peninga. Þú mátt f| þá. Hérna, sjáðu. Ég henti handfylli seðla til hans. Þeir duttu á jörðina. Hann færði sig nær, öxin lyftist hættu- lega. Hugur minn reikaði brjálæðislega,.Ég hafði lesið einhvers staðar, að árásargjarn geðsjúklingur róaðist, ef hann losnaði við sektarkenndina.Örvæntingarfullur hrópaði ég á hann: „Nei--Nei--Það er engin ástæða til þess. Ég drap þau." Rödd min brotnaði £ óttablandið kjökur. „Skilurðu ekki. Þú gerðir það ekki." Ég hélt £ smástund, að mér hefði tekist Hann hikaði og stakk hendinni aftur í úlpuna. Lettirinn var stuttur. Hann kom aftur, augu hans hörð og miskunarlaus. 1 þetta skipti ætlaði hann að drepa mig. Ég hreyfði mig frá veggnum og stefndi á fætur hans. Líf mitt var bundið við þesse örvæntingarfullu dýfu. Við duttum saman 63

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.