Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1982, Page 69

Skólablaðið - 01.03.1982, Page 69
das Ding an sich,- hina ytri veröld, eins og hún er í sjálfu sér. Þegar menn því reyna aö'finna lausn á því, sem er fyrir utan sviö skynseminnar,- hinu sanna eðli veraldarinnar, sálinni og guðdómnum, þá komast þeir í endalausar mótsagnir. Þessar mótsagnir, segir Kant, sýna getuleysi mannsins til að ráða þessar gátur. Þær sýna, að mannsandinn hefur farið út fyrir takmörk sín. Das Ding an sich, sem Kant telur, að liggi utan þessara takmarka, kallar Hegel hið algera („absólúta"). Hegel telur hið algera ekki aðeins þekkjanlegt, - heldur verði ekki komizt hjá að þekkja það, þar sem eiginleikar hugans séu eigin- leikar alheimsins og því ekki nein ástæða til að tala um hið ytra og hið innra sem óskylda heima....Hið algera, segir Hegel, er ekki yfirskilvitlegt. Það er ekki „nótt, þar sem allar kýr eru svartar". Hið algera er ekki ládeyða. Það er líf og hreyfing. - Og það er ekki nótt dauðans. Það er andi, vitsmunir, sem stjórna tilverunni, gefa öllu tilgang og leiða allt til fullkomnunar Náttúran er ekki blind. Það er vit í byggingu og gangi stjarnkerfanna. Það er vit í gerð og starfsemi líffæranna. Þáð er vit £ byggingu og samræmi náttúruríkjanna Vitsmunir stjórna öllum hlutum,- og einmitt þessir vitsmunir eru hið algera („absólúta" Þeir eru jafnt í hinum ytra og hinum innra heimi. Eiginleikar hugans, sem Kant segir, að skapi veröldina í sinni mynd, eru hjá Hegel um leið eiginleikar alverunnar, og einmitt þess vegna getum við þekkt das Ding an sich ( hið algera ) eftir leiðum rökfræðinnar. Þessar leiðir Hegels til hinna hæstu sanninda, hins „absólúta", eru þrjár. Förin er hafin á ólíkum stöðum, en þær leiða allar að sama marki. Fyrsta leiðin liggur frá hinu myrkasta, einfald- asta og víðtækasta hugtaki rökfræðinnar „verunni", til hins fullkomna, algera anda, heimsandans. Önnur leiðin liggur frá heimi fyrirbrigðanna og hinu frumstæða, eigin- gjarna og hvatvísa „ég" mannsins. Það vigist £ eldi baráttunnar, unz það ber kennsl á sig sem birtingu hins algera. Þriðja leiðin liggur frá upphafi sögunnar til hins unga Prússaveldis. Öll þessi saga er barátta andstæðra afla, og þessi barátta er fæðingarhrið hins algera, sem Xeitast við að birtast £ veröldinni, þjóðfélaginu op mannlifinu. (Enda þótt lagt sé af stað frá ólikum stöðum,. má með nokkru sanni segja, að ein för hefjist, þar sem annarri iýkur.- Innsk.L.G.)... Kn með hvaða aðferð ætlar iiegel að rekja sig áfram eftir þessum leiðum til veruleikans, hins algera veru- leika?... I þessari þróun eru alltaf þrjú stig. Hið fyrsta (þesis) er einfalt, almennt hugtak. Þetta hugtak á sér andstæðu (antiþesis). I baráttu bessara andstæðna myndast þriðja hugtakið (synþesis), sem sameinar andstæðurnar og lyftir heim um leið upp £ hærra veldi (sjá mynd l.-L.G.) En þessi niðurstaða verður aftur nýtt upp- haf, sem á sér nýja andstæðu, og þannig heldur þróunin áfram. Þetta er hið „d£al- ekt£ska" göngulag Hegels á vegunum þremur til hins „absólúta". Þessi aðferð var ekki ný. Sókrates (sbr. hlutverk hans £ sam- ræðum Platóns.-L.G.), Kant, Fichte og Schelling höfðu allir notað áður. En Hegel notar hana við alla s£na heimspeki." 15 Á þennan hátt gengur Hegel áleiðis til hins algera og tökum við upp þráðinn þá er andstæðurnar hafa sameinast £ l£finu. „Hámark lifsins á jörðinni aftur á móti er sköpun mannsins, birting mannsandans. Og þróunin heldur áfram. Þótt lifið sé há- mark náttúrunnar og mannsandinn hámark lifsins, er sagan ekki á enda. Mannsandinn verður aftur hornsteinn (thesis) nýrrar þróunar. Hún byrjar á „ég" mannsins, sem fær hann til að hugsa aðeins um sjálfan sig. Á þv£ stigi er maðurinn ófær um að lifa £ samræmi við umhverfi sitt sem félagsvera. Hann lætur stjórnast að mestu af hvötum s£num og einkennist af ágirnd og eigingirni. Andstæða „égsins" er sam- féiagið. Hegel álitur, að einstaklingurinn og samfélagið sé eitt, séð frá sjónarhóli hins „absólúta". En einstaklingurinn gerir sér það ekki ljóst, fyrr en hann hefur öðlast sjálfsþekkingu. „Éginu" virðist samfélagið sér fjandsamlegt, þar sem það takmarkar frelsi þess til að fullnægja ýmsum hvötum sinum og tilhneigingum. Þessi barátta einstaklingsins við samfélagið leiðir eins og öll barátta til nýs hámarks (synþesis), sem sameinar einstakling og samfélag. Þegar einstaklingurinn hefur lært að lifa £ samræmi við samfélag sitt, öðlast hann fullt frelsi, og það leiðir hann til hins algera: Heimsvitundin er há- mark barattu „egsins" við þjóðfélagið". Hér er komið að ákaflega mikilvægu og um- deildu £ söguheimsspeki Hegels. Hefur maðurinn £ raun frelsi og getu til að breyta framvindunni? J.Witt-Hansen telur eins og fyrr segir Hegel kenna að maðurinn geti með frumkvæði s£nu vissulega haft áhrif á söguna. Enn fremur kenni hann að við getum þá og þv£ aðeins orðið frjáls breytum við £ samræmi við lögmál hennar. 69

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.