Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.03.1982, Side 73

Skólablaðið - 01.03.1982, Side 73
33 hlýtur einnig að standa kyrr, þar er hreyfing hennar -0. Þótt óendanlega mörg núll væru lögð saman (hinar ýmsu stöður örvarinnar frá boganum til marksins), yrði útkoman samt núll.- Þannig, segir Zenón, sýnir skilningurinn okkur, að örin getur ekki hreyfst, að hreyfingin sé skynvilla. - Auóvitað á nútímastærð- fræði auðvelt með að leiðrétta þetta og önnur dæmi Zenós um, að rökfræði 3 0 lega standi hlutirnir kyrrir. „Mis- tök Zenóns eru að gera ráð fyrir, að við getum skilið tímann með því að líta á hann sem summu af óendanlega mörgum tímapunktum, og á líkan hátt að gera ráð fyrir, að við getum skilið breytingu og hreyfingu hlutar með því að leggja saman óendanlegan fjölda punkta, þar sem hver og einn'þeirra táknar stöðu hlutarins á ákveðnum tíma- punkti. Þetta er í raun ókleift. Ekki er mögulegt að lýsa breytingu eða hreyfingu sem summu kyrrstæðra eininga. Byrja verður með staðreyndina breytingu, byrja verður með hugmyndina með hreyfingu á ákveðnu tímaskeiði og aðeins þá er kleift að skilgreina (identify) ákveðinn tímapunkt innan þessa tímaskeiðs og rann- • 3 saka ástand hlutarins á þeim tímapunktiV' Hegel og Engels fagna mjög þessari þver- sögn og telja hana renna stoðum undir, að veruleikinn sé samsettur úr andstæðum. (Þó verður að taka með í reikninginn, að Hegel er hughyggjumaður og því eru að hans dómi einungis andstæður í heimi skyn- reynslunnar. „Hegel neitaði staðreyndum skynjunar. Það væri þó alrangt að álíta, að Hegel neitaði stðreyndum skynjunar og reynslu. Sá heimur er honum verulegur og sannur, þar sem hið ytra er hið innra og veröldin er guð. En í heimi reynslunnar skynjum við ekki hin algildu sannindi, heldur aðeins hin „stríðandi sannindi", sem Platón kallar hálfsannindi. Hin stríð- andi sannindi eru sannindi mótsagnanna (þesis gegn antiþesis). Það sýnir, að þau eru ekki fullkomin, en það sýnir um leið, að þau þróast í áttina til hins algera sannleika, vegna þess að hin stríðandi sannindi skapa eftir lögmáli framvindunnar hærri og hærri niðurstöður (synþesis), uns þau enda í hinu æðsta veldi , sem er Logos. (Heimsandinn. - L.G.). Þar er ekki lengur um neinar mótsagnir eða árekstra að ræða.") „Almennt séð hefur íhugun okkar á eðli andstæðna leitt í ljós, að ek.ki er, ef svo má að orði komast, galli, ófullkomleiki eða lýti (Mem’sh, imperfection, defect) einhvers, þó að benda megi á þversögn í því" (Hegel). Þó að Gunnar Dal og R.Norman hyggi þverstæðu ráðna, er rétt að geta klausu, sem er að finna í skýringum Þorsteins Gylfasonar við Samræður um trúarbrögðin e. David Hume. Einnig er látin fylgja með skemmtileg athuga- semd hans um Díogenes hundingja. „Fræg- astur er hann fyrir þverstæður sínar um txma, rúm og hreyfingu... Þessar þverstæður hafa verið mönnum ráðgáta í meira en 2000 ár og eru jafnvel enn.. . .Díógenes hundingi frá Sínópe ( 4007-32 5 ? );. - sá, sem bjó í tunnu og gekk um Aþenu með logandi ljós um bjartan dag til að leita að manni, - á að hafa svarað rökræðum lærisveina Zenóns gegn hreyf- ingunni með því að spígspora þegjandi . 34 fram og aftur fyrir framan þa." Niðurstaða baráttu andstæðna er, eins og áður hefir verið gerð grein fyrir ( 1. mynd •) , sýnþesis, sem einnig verður mótsögn í sjálfu sér. En er synþesis ein- hver nýr og framandi hlutur eða heldur einhverju af forveru sinni eftir? „Það neikvæða, sem fram kemur sem afleiðing díalektíkur, er á sama tíma jákvætt, þvi að það er afleiðing: Það hefur sogið inn í sig eiginleika þess, sem það er afleið*- . 3 5 ing af, og gert að sinum eigin." Hegel notar orðið aufheben, þá er hann fjallar um synþesis. „Að afnema (aufheben) hefur tvenns konar merkingu: Annars vegar að varðveita, að halda við, og hins vegar enda eitthvað... Þannig að það, sem af- 3 6 numið er, e.r á sama tíma varðveitt". Sem dæmi um þá blöndu, sem synþesis er, má nefna sósíalismann, þ.e. hið lægra stig kommúnísk þjóðfélags. „Hér er um að ræða kommúnískt þjóðfélag, sem auðvalds- þjóðfélagið getur af sér, en ekki þjóðfélag, sem í öllum efnum, efnahagslegum, siðferðis- legum og andlegum, hefur ættareinkenni gamla þjóðfélagsins, sem hefur alið það í skauti sínu." Stutta og laggóða skilgreiningu á efnis- hyggju er að finna í skrifum Engels um Feuerbach. „Hann getur ekki varist þeim skilningi, að hinn efnislegi, skynjanlegi heimur sé hið raunverulega, og hversu yfir- skilvitlegar sem vitundin og hugsunin virð- ast vera, séu þær eigi að síður afurðir efnislegs og líkamlegs líffæris, heilans. ÍJfniö er ekki afurð andans, heldur er and- inn sjálfur hin æðsta afurð efnisins." Og auðvitað þarf marxisminn engan guð til að skýra tilurð heimsins, þar eð hreyfingar- mátturinn, díalektíkin, býr í efninu sjálfu. Hugsun orsakast af efnislegum ferlum n? 73

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.