SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Síða 6
6 6. febrúar 2011
Georg W. Bush lagði fram tillögu sína
um breytingu á stjórnarskránni sem
kvæði á um bann við hjónabandi sam-
kynhneigðra í andstöðu við Dick Cheney
árið 2004. Mary dóttir Cheneys er sam-
kynhneigð og kom afstaða hans skýrt
fram í kosningabaráttunni fyrir forseta-
kosningarnar sama ár. „Frelsi merkir
frelsi fyrir alla,“ sagði hann t.a.m. á
fundi í Mississippi, þar sem dóttir hans
var meðal gesta úti í sal, en hún vann öt-
ullega að framboði föður síns. „Fólk ætti
því að hafa frelsi til að vera í hvers konar
samböndum sem það kýs,“ hélt faðir
hennar áfram.
Cheney lá undir gagnrýni vegna
þessa, ekki síst frá hinu íhaldssama
Fjölskyldurannsóknarráði (Family Rese-
arch Council) en forseti þess lét hafa eftir sér að hann ætti erfitt með að ímynda sér að varaforsetinn myndi
taka aðra afstöðu en ríkisstjórnin í málum er vörðuðu skatta eða varnir landsins. „Margir kjósendur sem
styðja fjölskylduna líta svo á að verndun hefðbundins hjónabands sé mikilvægara málefni en efnahagur lands-
ins eða atvinnusköpun.“
Talsmenn the Human Rights Campaign sögðu þetta hins vegar sýna hversu sterk andstaða væri við tillögu
Bush, jafnvel innan hans eigin flokks.
Vann að varaforsetaframboði föður síns
Mary Cheney ræðir hér við föður sinn á kosningafundi en hún tók
virkan þátt í kosningabaráttu hans árið 2004.
S
amkynhneigðir í Bandaríkjunum
hafa löngum barist fyrir rétti til
að ganga í hjónaband við mikla
andstöðu, ekki síst hjá Repú-
blikanaflokknum. Nú hefur þeim borist
liðsauki úr óvæntri átt því Barbara Bush,
dóttir George W. Bush, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, hefur í auglýsingu
sem var frumsýnd á vefnum á mánudag
stigið fram og hvatt til þess að hjónabönd
samkynhneigðra verði leyfð.
Faðir hennar hefur hins vegar alla tíð
barist hatrammlega gegn slíkum rétt-
indum samkynhneigðra og lagði meðal
annars til árið 2004 að bandarísku
stjórnarskránni yrði breytt þannig að
hún bannaði fylkjum Bandaríkjanna að
lögleiða hjónabönd fólks af sama kyni. Sú
breyting hlaut hins vegar ekki brautar-
gengi meðal þingmanna svo ákvörð-
unarvaldið liggur enn hjá hverju fylki
fyrir sig.
Ákalli Barböru Bush um að samkyn-
hneigðum verði gert kleift að ganga í
hjónaband er einmitt ætlað að ná eyrum
þeirra sem ráða ríkjum í New York-fylki,
en frumvarpi þess efnis var hafnað árið
2009. Auglýsingin er hluti herferðar
samtaka sem berjast fyrir réttindum
samkynhneigðra og kalla sig The Human
Rights Campaign.
Í upptökunni segir Barbara Bush að um
sé að ræða spurningu um sanngirni og
jafnrétti. „Allir eiga að hafa rétt á að
ganga að eiga þann sem þeir elska,“ segir
hún og endar á því að hvetja fólk til að
leggja baráttunni lið.
Dætur Cheneys og McCains á sama máli
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem barn leið-
toga í fremstu röð í Repúblikanaflokkn-
um mælir fyrir hjónaböndum samkyn-
hneigðra.
Eins og New York Times rifjar upp hef-
ur Meghan McCain, dóttir Johns McCa-
ins, forsetaframbjóðanda repúblikana ár-
ið 2008, talað fyrir lögleiðingu þeirra,
þrátt fyrir andstöðu föður síns. Sömu-
leiðis hefur Mary Cheney, dóttir Dicks
Cheneys fyrrverandi varaforseta, barist
kröftuglega fyrir þessum réttindum,
enda sjálf samkynhneigð.
Það eru þó ekki aðeins börn þessara
foringja sem hafa lagt málefninu lið,
heldur einnig eiginkonur þeirra, þótt
með misjöfnum hætti sé. Þannig sagði
Laura Bush í sjónvarpsviðtali við Larry
King á síðasta ári að þó að margir líti svo
á að hjónabandið eigi að vera milli karls
og konu væri hún þeirrar skoðunar að
þegar pör hefðu helgað sig hvort öðru og
elskuðu hvort annað ættu þau að hafa
sömu réttindi og aðrir. Frú McCain hefur
látið hafa eftir sér að það sé óheilbrigt
fyrir þá sem tilheyra pólítískum fjöl-
skyldum að breiða yfir ágreining um fé-
lagsleg réttindi, aðeins til að viðhalda
ímynd af samheldni.
Barbara Bush, sem er 29 ára, hefur sett
á laggirnar sjálfboðahóp sem einbeitir sér
að heilbrigði jarðarinnar en hún talar
hins vegar afar sjaldan um málefni sem
varða amerísk stjórnmál. Því meiri at-
hygli vekur það þegar hún lætur til sín
taka á þeim vettvangi.
Tjáir sig sjaldan um bandarísk stjórnmál
Fjölskylda hennar hefur verið treg til að
ræða við blaðamenn um þátttöku hennar
í baráttunni nú fyrir réttindum samkyn-
hneigðra. Laura Bush hafnaði viðtals-
beiðni New York Times og sagði tals-
maður hennar að hún hefði ekkert að
segja um málið. Tvíburasystir Barböru,
Jenna Bush Hager sem er fréttaritari fyrir
Today, hefur heldur ekki rætt málið
opinberlega.
Samtökin sem standa fyrir herferðinni
stefna á að sýna auglýsinguna á viðhafn-
arballi sem haldið er árlega í New York-
borg. Talsmenn þeirra segja að auglýs-
ingin muni sýna kjörnum fulltrúum og
kjósendum í fylkinu að ungt fólk fylgi
ekki endilega í fótspor feðra sinna þegar
kemur að hugmyndafræði. Óháð því
hvaða flokki þeir tilheyri þá trúi ungir
Bandaríkjamenn á sanngirni og jafnrétti.
Barbara Bush lagði föður sínum iðulega lið í baráttu hans í aðdraganda forsetakosninga.
Reuters
Ósammála
föður sínum
forsetanum
Barbara Bush vill
heimila hjónabönd
samkynhneigðra
Vikuspegill
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Nánir vinir Barböru Bush segja að hún
hafi átt samkynhneigða vini í áraraðir,
bæði þegar hún var í Yale háskóla og
einnig í New York, þar sem hún býr og
hefur starfað innan hönnunarheims-
ins. Afstaða hennar í málefnum sam-
kynhneigðra kemur þeim því ekki á
óvart.
Á samkynhneigða vini
Barbara Bush í auglýsingunni.
ÞORRINN 2
011
Þorrahlaðborð
– fyrir 10 eða fleiri –
1.990
kr. á mann
www.noatun.is