SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 13
6. febrúar 2011 13
H
ún man eftir að hafa sest upp í bílinn og ekið
af stað sem leið lá frá Reykjavík til Þorláks-
hafnar, þar sem hún átti að mæta í vinnu í
Skálanum í hádeginu. Næst man hún eftir
sér á gjörgæsludeild Landspítalans tveimur vikum síðar,
í gifsumbúðum frá hvirfli til ilja. Þegar hún náði áttum
var Valgerður Erla Óskarsdóttir upplýst um að hún hefði
lent í alvarlegu bílslysi.
Daginn eftir slysið, 18. mars 2007, var eftirfarandi
frétt að finna í Morgunblaðinu: „Kona slasaðist alvarlega
þegar fólksbíll og jeppi rákust saman á Þrengslavegi á
Suðurlandi um hádegisbil í gær. Konan festist í bílnum
og tók um eina klukkustund að ná henni úr bílnum. Á
þriðja tug björgunarmanna, sjúkraflutningamenn frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Slökkviliði Hvera-
gerðis og lögreglumenn voru kallaðir til. TF LIF, þyrla
Landhelgisgæslunnar, var einnig kölluð út og flutti hún
konuna á Landspítala – háskólasjúkrahús. Hún er mikið
slösuð en með meðvitund.“
Var heppin – mjög heppin
„Ég man ekkert eftir slysinu,“ segir Valgerður í samtali
við Sunnudagsmoggann, nú tæpum fjórum árum síðar,
en hún var aðeins tvítug þegar slysið átti sér stað. „Þegar
mér voru sýndar myndir af vettvangi rak ég bara upp
stór augu. Hvað ertu að segja, var ég þarna? Mér finnst
eins og þetta sé allt önnur manneskja. Ég var með með-
vitund mestallan tímann en samt man ég ekki nokkurn
skapaðan hlut.“
Þegar téðar myndir, sem Júlíus Sigurjónsson, ljós-
myndari Morgunblaðsins, tók á slysstað eru skoðaðar
sætir furðu að við Valgerður séum yfirhöfuð að tala sam-
an. „Það er rétt,“ segir hún. „Ég var heppin. Mjög hepp-
in.“
Slysið varð með þeim hætti að ökumaður pallbíls sem
kom úr gagnstæðri átt missti stjórn á bílnum í hálku og
skall af fullum þunga framan á Toyota Yaris-bifreið Val-
gerðar á röngum vegarhelmingi. Bíllinn snerist í 180
gráður og hafnaði utan vegar. Valgerður sat föst í flak-
inu. „Það varð mér til happs að mennirnir sem voru
fyrstir á vettvang, Jón Páll Hallgrímsson og Þráinn Fa-
restveit, kunnu til verka. Ég náði ekki andanum og þeir
brutu sætisbakið til að gera mér kleift að anda, auk þess
sem þeir hreinsuðu glerbrot úr munninum á mér. Hann
var víst fullur af glerbrotum. Ég er ekki í nokkrum vafa
um að þessir menn björguðu lífi mínu.“
Hún hefur hitt þá félaga síðan en vill nota þetta tæki-
færi til að ítreka þakklæti sitt. Eins vill hún þakka öllum
hinum sem komu að björgun hennar á slysstað. „Það var
mikill fjöldi fólks á vettvangi. Nokkrum mánuðum síðar
kom ókunnugur maður að máli við mig á Selfossi og tal-
aði um að gaman væri að sjá mig svona hressa. Ég mundi
auðvitað ekkert eftir manninum en hann hafði verið á
slysstaðnum.“
Valgerður kveðst hafa dottið inn og út meðan hún var
föst í bílnum. „Í hvert skipti sem ég datt út héldu þeir að
ég væri farin en alltaf rankaði ég við mér aftur. Það var
hálftíma bið eftir sjúkraliðinu en í það heila var ég í um
klukkustund í bílnum.“
Foreldrarnir biðu á spítalanum
Fyrrverandi mágur Valgerðar var einn þeirra sem komu
að slysinu og kom hann þegar í stað boðum til foreldra
Valgerðar, sem búa í Vestmannaeyjum. Þau stukku beint
upp í næstu flugvél og voru komin á undan dóttur sinni
á spítalann. „Þau fengu að sjá mig áður en ég fór í aðgerð
en ég man heldur ekkert eftir því.“
Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að ökumaður pallbíls-
ins hafði ekið of hratt og hlaut hann dóm í kjölfarið.
„Hann slapp sem betur fer með minniháttar meiðsli og
við höfum hist síðan. Hann iðrast gjörða sinna og ég ber
engan kala til hans. Þetta bara gerðist.“
Til allrar hamingju sluppu öll helstu líffæri í slysinu en
Valgerður mölbrotnaði (sjá mynd hér að ofan). Negla
þurfti sum brotanna saman. Í fyrstu óttuðust læknar að
taka þyrfti af henni annan fótinn en smám saman jókst
blóðflæði fram í fótinn og fyrir vikið slapp hann.
Henni var pakkað vandlega inn í gifsumbúðir og
næstu tvo mánuðina var ekki um annað að ræða en að
liggja kyrr. Það hlýtur að hafa verið leiðinlegur tími.
„Nei, ekki svo,“ rifjar Valgerður upp. „Vinir mínir og
Valgerður Erla Óskarsdóttir á Þrengslavegi í vikunni, þar sem slysið varð fyrir fjórum árum. „Mér finnst þessi staður vera partur af mér.“
Morgunblaðið/Júlíus
Maður lifir ekki
svona af einn!
Valgerður Erla Óskarsdóttir slasaðist alvarlega í bílslysi á
Þrengslavegi fyrir fjórum árum, þá tvítug að aldri. Mildi þykir að
hún hafi komist lífs af en Valgerður hefur enn ekki bitið úr nálinni
með slysið, er enn að undirgangast aðgerðir vegna beinbrota. Eigi
að síður er hún þakklát og horfir björtum augum fram á veginn.
Þetta hefði getað farið svo miklu verr.
Ljósmyndir: Júlíus Sigurjónsson julius@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Öll rifbein
nema tvö
Hægri
ökkli
Bæði
hné
Hægra
læri
Hægri
mjöðm
Vinstri
úlnliður
Vinstri
olnbogi
Grafík/Rebekka Líf