SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 18

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 18
18 6. febrúar 2011 Þ ví er lofað í kynningartexta frá Borg- arleikhúsinu að Nýdönsk mæti áhorf- endum á nýjan hátt í návígi leikhússins og getur undirrituð vottað um það (og sömuleiðis meðfylgjandi myndir) eftir að hafa litið inn á æfingu. Eins og margir vita eru góðir sagna- menn í sveitinni og líka leikarar og þarna lifna sögurnar við. Jón Ólafsson, sagnameistari og hljómborðsleik- ari, upplýsir að hugmyndin að sýningunni komi frá hljómsveitinni sjálfri sem bar þetta undir leik- hússtjórann Magnús Geir Þórðarson. Hann var „meira en til í að leggja okkur lið og fara í samstarf með sýninguna. Hann er enda dyggur aðdáandi hljómsveitarinnar frá því hann var í MR.“ Sýningin er sambland af leiksýningu og tón- leikum. „Við kjósum að kalla þetta tónleik í tveimur þáttum,“ segir Jón en sýningin er sam- bland af leiknum atriðum, hreyfilist og tónlist hljómsveitarinnar auk þess sem eftirhermum bregður einnig fyrir. Uppröðun atriða er sí- breytileg. Eins og Jón segir er nóg af gamanmálum í sýningunni en vitaskuld á tónlist hljómsveit- arinnar stærstan þátt enda af nógu að taka. Sveitin fékk Gunnar Helgason til liðs við sig til að koma sýningunni saman og hefur samstarfið verið „feikigott enda vissu meðlimir sveitarinnar að hverju þeir gengu í þeim efnum. Skipulagður, skemmtilegur og óhræddur við að tjá skoðanir sínar. Nákvæmlega það sem við þurfum,“ upp- lýsir Jón. Aðdáendum er bent á að aðeins sjö sýningar eru fyrirhugaðar á Nýdönsk í nánd og verða þær allar á Litla sviði Borgarleikhússins í febrúar. Leikfimibræðurnir Kaffi (Björn Jörundur) og Konni (Daníel Ágúst) í miðri æfingu. Þeir hafa starfað með hléum í yfir 20 ár. Tónleikur í tveimur þáttum Bak við tjöldin Áhorfendur fá að sjá eina ástsælustu hljómsveit landsins í nýju ljósi í sýningunni Nýdönsk í nánd sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu á miðvikudaginn. Tónlistin er í fyrirrúmi en tilþrif liðsmanna í hreyfilist eiga ekki síður eftir að heilla landann. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Hinn skrautlegi og hárprúði Rokk Harðarson kynnir eitt og annað sem fram fer á sviðinu en hann er fyrrum Elvis-eftirherma. Ólafur Hólm og Ingi Skúlason eru undirstöðurnar sem byggt er á.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.