SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 24
24 6. febrúar 2011
G
ummi, mig langar að kaupa mér svona
plötumyndavél þegar ég verð gamall karl.
Það hlýtur að vera gaman að taka myndir
á svona græju. Mig langar að taka myndir
af ísjökum á Grænlandi, filman er svo flott. Það gætu
orðið frábærar myndir í svarthvítu ef jakarnir verða
ekki allir bráðnaðir áður.
„Af hverju þarftu að vera orðinn gamall karl til
þess? Gerðu það bara strax, hérna fáðu þessa lánaða
og prófaðu bara og hættu svo þessu röfli.“
Gummi rétti mér þessa forláta Linhof-myndavél
með risastórum blaðfilmum. Ég kann ekkert á þetta
dót.
„Þú gerir bara svona og svona og svo svona, snýrð
þessu við og skrúfar út belginn. Gleymdu ekki að
stinga stálplötunni fyrst í vélina áður en þú skiptir
um filmu eftir hverja mynd. Og svo bara svona og
svona og tekur mynd. Ertu með? Náðir þú þessu?“
Ha, já, ekkert mál, svaraði ég.
Ég heyrði ekki orð af því sem Gummi sagði, þau
fóru inn um annað eyrað og út um hitt, ég var svo
spenntur að prófa að taka myndir á þessa súper-
græju. Ég vildi ekki láta Guðmund sjá að ég skildi
ekkert af því sem hann sagði, ég ákvað að finna bara
út úr þessu á eftir.
„Svona drífðu þig af stað, ég sé þig bara á morgun
eða hinn, svo framkallar þú þetta hjá mér,“ sagði
Guðmundur.
Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari er algjör eðal-
drengur og einn best geymdi snillingur Íslands. Hann
er alltaf tilbúinn að miðla af þekkingu sinni sem
virðist vera endalaus. Guðmundur getur gosið eins og
eldfjall ef honum mislíkar eitthvað og þá er nú
gaman að honum, en gosið stendur yfirleitt stutt.
Svo stutt að það næðist ekki einu sinni á mynd. Svo
koma skemmtilegar sögur af fólki og lífinu í landinu.
Það er alltaf gaman að heimsækja Guðmund. Það
hefur aldrei borið skugga á okkar vinskap sama hvað
ég ríf mikinn kjaft eða skil oft eftir viljandi skítug
fingraför á afturendanum á alsberu hvítu gifsstytt-
unni sem liggur á borðinu hans. Guðmundur hefur
lúmskt gaman af uppátækinu, en ég sé stundum að
hann nennir ekki að mála stöðugt yfir fingraförin
með hvítri málningu.
Ég var ekkert að draga að prófa þessa myndavél,
vildi ekki hafa hana lengi ef Guðmundur þyrfti að
nota hana.
Ég keyrði með suðurströndinni og undir Eyjaföllin,
það var snjómugga í lofti og föl yfir öllu en klettarnir
skinu í gegn. Ég mundaði fínu vélina hans Guð-
mundar og reyndi að finna út hvernig hún virkaði.
Þetta var nú ekkert sérlega flókið en samt þarf að
hugsa um það sem maður er að gera. Það er oft
þannig í vinnunni að maður hugsar ekkert sértaklega
út í tæknihliðina á sínum eigin vélum, hlutirnir
gerast bara einhvern veginn eins og maður vill að
þeir gerist.
Ég byrjaði að æfa mig á vélina en ætlaði ekki að
taka mynd fyrr en ég kæmi að þeirri mynd sem ég
vildi ná, hún átti að koma til mín. Ég varð að spara
filmurnar, átti bara 6 filmublöð.
Ég hef aldrei unnið í lottóinu, alla vega ekki svo ég
viti. Ég hef nefnilega aldrei gáð að því hvort ég hafi
verið heppinn og unnið. En stundum er maður
heppinn þegar kemur að því að ná mynd sem maður
verður sáttur við.
Allt í einu undir fjöllunum glitti í hvítan hest undir
svörtum steini. Snjómuggan leið áfram í stórum
flyksum, vindurinn var hægur og allt í góðu lagi að
taka mynd á þessa viðkvæmu plötumyndavél.
Nú þurfti að hafa hraðar hendur og ég bölvaði
sjálfum mér fyrir að hafa ekki haft meiri þolinmæði
til að hlusta á Guðmund þegar hann sýndi mér
hvernig ætti að nota vélina. Þrífóturinn út, mynda-
vélin gerð klár og belgurinn dreginn út. Gera svona
og svona og svo svona og taka mynd. Ég smellti af
mynd og áttaði mig um leið að ég hafði ekki gert
Í óravíddum
innra rýmis
alheimssnjó-
muggunnar
Það er ekki á hverjum degi sem
brim, fjall og hvítur hestur
renna saman á mynd. Það
gerðist þó þegar ég fékk forláta
plötumyndavél lánaða hjá
Guðmundi Ingólfssyni.
Sagan bak
við myndina
Ragnar Axelsson
rax@mbl.is