SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Side 26
26 6. febrúar 2011
Þ
að var 23. mars á síðasta ári
þegar Arnar Pálsson, 37 ára
gamall flugvirki hjá Ice-
landair, hélt til Moskvu til að
vinna fyrir flugfélagið í einn mánuð. Þá
voru tvö ár liðin frá því hann tók svo-
kölluð týpuréttindi á 757 vélar félagsins
og samkvæmt samningi áttu hann og
fleiri kollegar hans að fara þrjár ferðir
til Rússlands á árinu, mánuð í senn.
Þegar Arnar kom til Moskvu kom í ljós
að hann hafði fengið vitlausa vega-
bréfsáritun; í stað þess að fá áritun sem
gerði honum kleift að starfa á VIP-
flugvellinum í höfuðborginni, fékk
hann túristaáritun. Hann átti því engra
annarra kosta völ en að eyða mán-
uðinum á litlum flugvelli í Yakutsk.
„Starfið felst í því að hafa umsjón
með rússneskum flugvirkjum sem
sinna vélum sem eru á leigu hjá Ice-
landair. Venjulega gengur þetta þannig
fyrir sig að maður kemur út og fer viku
til Yakutsk á meðan verið er að ganga
frá áritunum og þess háttar, en fer svo
til Moskvu og er að vinna þar í mán-
uð,“ segir Arnar. Hann segir fínt að
vera í Moskvu, þar séu menn fleiri
saman en hins vegar sé aðeins einn
maður frá Icelandair að störfum í Yak-
tusk á hverjum tíma og flestum þyki
það heldur óspennandi. „Þetta er dálít-
ið eins og að vera Palli einn í heim-
inum. Þetta er í raun eins og lítið þorp
frekar en borg og enginn talar ensku.
Maður eyðir miklum tíma á hótelher-
berginu, bara að horfa á bíómyndir í
fartölvu.“
Framkvæmdi dýrahljóð
Arnar gerði þó gott úr hlutunum og var
duglegur að fara á pöbbinn og skoða
sig um. Í Yakutsk búa rétt undir 300
þúsund manns og að sögn Arnars eru
flestir staðir í stuttu göngufæri. Það
reyndist þó þrautin þyngri að eiga
samskipti við heimamenn og lenti hann
m.a. í miklum vandræðum á veitinga-
húsum bæjarins.
„Á veitingastöðum varð ég bara að
benda og reyna að leika einhver dýra-
hljóð. Ég fór t.d. eitt skipti á kínversk-
an stað og matseðillinn var bara á rúss-
nesku og kínversku. Það voru þó
myndir líka og ég benti á djúpsteiktar
rækjur og eftir að þjónustustúlkan var
búin að gera einhverjar handahreyf-
ingar út í loftið benti ég bara aftur.
Hún hló og kom stuttu síðar með 5
djúpsteiktar rækjur á diski. Þá er það
víst þannig að maður þarf líka að panta
allt meðlæti með, hrísgrjón, grænmeti
og þess háttar.“
Þegar Arnar var búinn að vera tvær
vikur í Yakutsk var haldin ferða-
mannahelgi á hótelinu þar sem hann
dvaldi og komu ferðaskrifstofur og
settu þar upp bása. Allt í einu var hann
umkringdur fólki sem talaði ensku,
mismikla þó. Á bás þar sem seldar voru
ferðir til Hawaii, hitti hann tvær stúlk-
ur og þær kynntu hann fyrir yfirmann-
eskju sinni, konu sem hét María Shis-
higin og talaði hún ljómandi góða
ensku. Seinna um kvöldið, þegar hann
ætlaði að fá sér að borða, var kallað í
hann af einum af veitingastöðum hót-
elsins og var það maður sem hann
kannaðist lítillega við.
„Ég vissi alveg hvað þetta kall þýddi.
Þessi maður hafði reynt að fá mig í ís-
köfun en sat nú og drakk vodka og ég
vissi að hann myndi ætlast til þess af
mér líka. En ég var latur og nennti ekki
í kuldagallann til að fara eitthvað ann-
að, þannig að ég ákvað að vera fljótur
að borða og panta mér bjór; ef maður
er með drykk þá er það afsökun fyrir
því að drekka minna af vodka,“ út-
skýrir Arnar.
Eftir stutta stund kom yfirmann-
eskjan á Hawaii-básnum labbandi að
borðinu en Arnar tók eftir því að hún
horfði stutta stund á hann áður en hún
settist við hliðina á honum. „Hún sagði
mér seinna að ég hefði setið í sætinu
hennar og hún hefði verið að velta því
fyrir sér að segja mér að hypja mig í
burtu en hætti svo við og ákvað frekar
að setjast hjá mér til að geta æft ensk-
una sína.“
Arnar og María spjölluðu saman allt
kvöldið og sammældust um það að
hittast daginn eftir. Þeim kom vel sam-
an og á næstu dögum fór María með
Arnar um heimaborgina sína og sýndi
honum allt sem vert var að sjá.
María er mongólsk eins og aðrir íbú-
ar Yakutsk og á stóra fjölskyldu en að
sögn Arnars er þetta lítið samfélag á
rússneskan mælikvarða og mikil sam-
heldni og samhugur í fólkinu. Starf
Maríu á ferðaskrifstofunni er auka-
starfið hennar en aðallega sinnir hún
enskukennslu í háskólanum í borginni.
Það heillaði Arnar hvað hún var lífs-
glöð og óhefðbundin en María upp-
ljóstraði því snemma að hún væri dá-
lítil andakona, eins og hann fékk fljótt
að kynnast.
Þegar þau höfðu eytt viku saman var
komið að kveðjustund en Arnar sagði
að þau myndu hittast þegar hann kæmi
aftur í júlí. „Hún sagði bara nei, ég
væri ekkert að fara heim og myndi
koma strax aftur til hennar. Þegar ég
svo kom til Moskvu var búið að loka
öllu út af Eyjafjallajökli og ég ekkert á
leiðinni úr landi,“ segir Arnar, sem
gekk lygilega vel að fá framlengingu á
áritunina sína. Á meðan flestir ferða-
menn stóðu í ótrúlegu stappi gekk allt í
sögu hjá honum; greiðvikinn leigubíl-
stjóri kom honum á réttan stað, hjálp-
söm stúlka hjálpaði honum með papp-
írana og einhverjum skrifstofumanni
sem hann kann ekki deili á leist svo vel
á hann að hann fékk tíu daga fram-
lengingu í stað viku. Innan skamms var
hann kominn aftur til Maríu í Yakutsk.
Vildi gifast sem fyrst
Þegar Arnar snéri aftur settust þau
fljótlega niður og játuðu ást sína hvort
á öðru. Arnar segist hafa vitað það
strax í fyrstu vikunni að það yrði ekki
aftur snúið, þau höfðu bæði fundið fyr-
ir sterkum tilfinningum hvort til ann-
ars. Það kom honum hins vegar á óvart
að eftir aðeins vikusamband fór María
að tala um hjónaband. Hann komst
fljótt að því að hún hafði lengi verið að
leita sér að eiginmanni, enda orðin 35
ára gömul en algengt er að konur í Ya-
kutsk séu giftar í kringum 25 ára aldur.
„Hún hafði farið til spákonu sem
Ástfangin
á einni viku
Hitastigið var rétt farið nið-
ur fyrir -50° á celsíus
þegar Arthur Palsson
kom í heiminn 18. janúar
síðastliðinn í Yakutsk í
Síberíu. Foreldrar hans
kynntust aðeins níu mánuðum áður, þegar Eyja-
fjallajökull lokaði flugumferð um Evrópu.
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is
María teygar þjóðardrykkinn sem er úr hestamjólk og kallast kumis.
Yakutsk helgiathöfn.
Það boðar gæfu ef
eldurinn kviknar við
fyrstu tilraun.
Útskorið skaft með hrossahárum til að bægja frá illum öndum.
Um 150 gestir mættu í brúðkaupsveisluna en María valdi þemað sem var „rautt“. Eftir athöfnina var dúfum sleppt til merkis um bjarta framtíð brúðhjónanna.
Brúðkaupið vakti mikla athygli úti.