SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Page 38

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Page 38
38 6. febrúar 2011 J óhanna Sigurðardóttir nú forsætis- ráðherra var fyrst kjörin á Alþingi 1978. A-flokkarnir svonefndu, Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag, unnu stórsigur í kosningum þetta sumar. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, sem sat árin fjögur þar á undan, var hart gagnrýnd meðal annars fyrir stöðuna í efnahags- málum, auk þess sem á fleiri afmörkuðum málum þótti ekki það skikk sem vera skyldi. Má þar nefna Geirfinnsmál og byggingu Kröfuvirkjunar sem Vilmundur Gylfason gerði sér mat úr. Hann var von- arstjarna krata í þessum kosningum og það var Jóhanna Sigurðardóttir einnig. Hún hafði þá þegar látið að sér kveða með ýmsu móti, til að mynda sem formaður Flug- freyjufélags Íslands og fulltrúi í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Í bráðum 33 ár hefur Jóhanna setið óslit- ið á Alþingi. Fyrstu ár sín á þingi lét hún að sér kveða í barátt- unni fyrir fé- lagslegum rétt- indum, t.d. réttindamálum fatl- aðra, húsnæðis- málum auk þess að hafa tekið ýmsar snerrur þegar maðk- ar hafa virst í mjöli. Jóhanna sat sem félagsmálaráðherra frá 1987 til 1994 þegar hún yfirgaf Alþýðu- flokkinn og stofnaði Þjóðvaka. Var því flokksbroti ætlað að vera upptaktur að sameiningu vinstrimanna. Í Morgunblaðinu á gamlársdag 1994 reif- aði Jóhanna helstu stefnumál Þjóðvaka og verkefnin sem framundan voru á kosn-Jóhanna Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir við þingsetningu ’78. Myndasagan 12.10.1978 Jóhanna kjörin á Alþingi Jóhanna Sigurðardóttir H afðu ekki áhyggjur Maria mín, þetta er bara bíómynd,“ sagði Marlon heitinn Brando við mótleikkonu sína, hina kornungu Mariu Schneider, þegar taka átti upp hið alræmda „smjöratriði“ í Síð- asta tangó í París. Schneider lét sig hafa það en viðurkenndi síðar að hún hefði grátið raunverulegum tárum meðan á tökunni stóð. „Enda þótt Marlon væri ekki að gera þetta við mig í raun og veru fannst mér ég niðurlægð. Leið hálfpart- inn eins og Marlon og Bertolucci [leik- stjóri myndarinnar] væru hreinlega að nauðga mér,“ sagði hún. „Eftir að tökum á atriðinu var lokið huggaði Marlon mig hvorki né bað mig velvirðingar. Til allrar hamingju var aðeins ein taka.“ Síðasti tangó í París var mikil þolraun fyrir Schneider, sem var aðeins nítján ára meðan á tökum stóð. Myndin skaut henni vissulega upp á stjörnuhimininn en færa má fyrir því rök að hún hafi eyði- lagt líf hennar líka. Schneider lést á fimmtudag eftir langa baráttu við geð- raskanir og krabbamein. Opinskáar ástarsenur Síðasti tangó í París var óvenjudjörf kvik- mynd, með talsverðri nekt og opinskáum ástarsenum, og vakti mikla hneykslan á sinni tíð. Schneider var ung og óreynd og lét leikstjórann, Bernardo Bertolucci, hafa sig út í ýmislegt sem hún dauðsá eft- ir síðar. Til að mynda var „smjöratriðið“ ekki í handritinu, Brando, sem var mikill áhugamaður um spuna, datt það í hug á staðnum. „Ég hefði átt að hringja í umboðsmann minn eða fá lögmanninn til að mæta á staðinn vegna þess að ekki er hægt að neyða leik- ara til að gera neitt sem ekki er í handrit- inu. Ég hafði ekki hugmynd um það á þessum tíma,“ sagði Schneider í viðtali við Daily Mail árið 2007. Í téðu viðtali bar hún Bertolucci ekki vel söguna. „Hann var feitur og sveittur og stjórnaði okkur Marlon með harðri hendi. Honum leiddist ekki að ganga fram af mér.“ Skilaboðin frá Schneider voru skýr: „Afklæðist aldrei frammi fyrir miðaldra manni sem segir það vera í þágu list- arinnar!“ Sjálfur svaraði Bertolucci því til að Schneider hefði verið ung að ár- um og ekki átt- að sig á því sem var í gangi. „Hún var ringluð og fyrir vikið var ég ýmist morð- ingi eða illmenni,“ rifjaði hann upp í samtali við the Guardian 2003. Sambandið við Brando var mun betra og þau viðhéldu vináttu sinni allt fram í andlát hans, 2004. Lengi vel ræddu þau hins vegar ekki um myndina. Schneider var alla tíð ósátt við að hafa verið meðhöndluð sem kyntákn en ekki leikkona í Síðasta tangó í París og gat ekki hugsað sér að leika í nektarsenum eftir það. Ánetjaðist fíkniefnum Schneider lék í fjölmörgum kvikmynd- um á ferlinum en fáar náðu lýðhylli, það er helst The Passenger með Jack Nichol- son (1975) og Jane Eyre (1996). Síðasta mynd Schneider var franska myndin Cli- ente árið 2008. Leikkonan átti löngum erfitt upp- dráttar í einkalífinu. Árið 1974 gerði hún heyrinkunnugt að hún væri tvíkyn- hneigð og snemma árs 1976 yfirgaf hún tökustað kvikmyndarinnar Caligula og ritaði sig inn á geðsjúkrahús í Róm ásamt konu sem hún titlaði elskhuga sinn. Á ýmsu gekk á áttunda áratugnum. Schneider ánetjaðist fíkniefnum, tók einu sinni of stóran skammt og reyndi vísvitandi að fyrirfara sér. Á níunda áratugnum braut Schneider með hjálp góðra manna af sér fjötra fíkn- arinnar og tók upp innihaldsríkara líf. Hún fann sér lífsförunaut, sem hún kall- aði „engilinn sinn“ í viðtölum og bjó með honum (eða henni) til dauðadags. Franska leikkonan Maria Schneider, sem þekktust er fyrir leik sinn í Síðasta tangó í París, lést í vikunni, 58 ára. Líf hennar var enginn dans á rósum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Varð nekt sinni að bráð ’ Afklæðist aldrei frammi fyrir mið- aldra manni sem segir það vera í þágu list- arinnar! Frægð og furður Maria Schneider var kyntákn á sinni tíð. Maria Schneider og Marlon Brando í Síð- asta tangó í París, 1972.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.