SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 39
6. febrúar 2011 39 H ún er sannarlega með höfuðið fullt af hugmyndum vinkona mín sem kennir sig við bókstafinn J og er höfundur bókarinnar góðu sem ég minntist á í síðasta pistli, The Sensuous Wom- an. Hún hefur ráð undir rifi hverju og telur upp og kennir hvorki meira né minna en tíu æfingar sem konur skuli tileinka sér til að auka sitt frygðarnæmi. Meðal annars með því að leggjast klæðalaus upp í rúm og bera smyrsl á sinn kropp: „Láttu þá munaðarkennd sem hendur þínar vekja, þegar þær gæla mjúklega við hvert leiti, laut og afkima líkama þíns, seytla um hverja taug. Þá fyrst, þegar þú metur óviðjafnanleika þíns eigin líkama, verður þú þess umkomin að gefa sjálfa þig skilyrðislaust í ástaratlotum og kynmökum.“ Nákvæmar tunguæfingar sem hún mælir með eru líka athygliverðar. Fetta, bretta og teygja skal tungu eftir kúnstarinnar reglum til að gera hana sterka og lipra, svo hún hafi úthald í heitum leik. Gera skal tunguæfingar þessar 25 sinnum á dag. Sjálfsfróun fær að sjálfsögðu heilan kafla í bókinni, enda engin leið fyrir konu að komast að því hvar og hvernig hún vill láta snerta sig ef hún hefur ekki sjálf kannað sín innstu rök. Og merkilegt nokk, gáfaðar konur telur hún hafa öðrum fremur vit á því að fróa sér: „Vel gefnar konur iðka oft sjálfsfróun svo að kveður, vegna þess að þær hafa komizt að raun um að hún opnar þeim hlið frygðarinnar; styrkir kynfæravöðv- ana og eykur fjað- urmagn þeirra.“ Nokkrar aðferðir sjálfsfróunar kennir hún ýtarlega í bókinni, m.a með vélrænni að- stoð, með handfjötlun, vatnsfróun o.fl. En óvenjulegasta og tæknilegasta aðferðin til sjálfsfróunar sem hún hefur heyrt getið „er í því fólgin að þú fyllir sjálfvirku þvotta- vélina þína af þvotti, ræsir hana og þrýstir síðan lífbeininu svo fast að hurðinni, að átökin og titringurinn innan hennar berist rétta boðleið um sköpin og veki þar til- hlýðileg viðbrögð“. Sérlega myndræn lýs- ing og ánægjulegt fyrir þá sem umgangast heimilistæki mikið að vita hvernig breyta má þeim í fjölnota fýsnatól. Heimilistækjaorgía Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is ’ Þrýstir síðan líf- beininu svo fast að hurðinni, að átökin og titr- ingurinn innan hennar berist rétta boðleið. Charlie karlinn Sheen er steinhættur að botna í fjölmiðlum þessa heims. Meðan Egyptaland er í ljósum logum virðast sumir fjölmiðlar vestanhafs hafa meiri áhuga á einkalífi hans. „Egyptaland er við það að brenna til kaldra kola en allt sem þið hafið áhuga á er bullið í mér. Það er aumk- unarvert. Skamm, skamm, skamm,“ sagði kappinn fullum hálsi í samtali við sjónvarpsstöðina E! Sem fyrr á aumingja Sheen ekki sjö dagana sæla. Hann batt ungur trúss sitt við Bakkus og fyrir skemmstu var hann fluttur á sjúkrahús í annarlegu ástandi, að sögn sjónarvotta. Ekki fékkst hann þó til að upplýsa E! frekar um það mál. „Ég mun ekki ræða um þessa hluti opinberlega svo lengi sem ég lifi.“ Sheen skammar fjölmiðla Leikaranum knáa Charlie Sheen er greinilega ekki alls varnað. Reuters Kínversk fangelsismálayfirvöld hafa fundið nýja leið til að refsa föngum fyrir glæpi sína: Að þvo fætur ættingja sinna. Með brotum sínum kalla glæpamenn vitaskuld skömm yfir sína nánustu og yf- irvöld í Jialing-fangelsinu í efndu til allsherjar þvottadags í vikunni, þar sem 150 fangar lauguðu fætur um 450 ættingja sinna í vatni. „Þetta er gamall siður hérna í Kína sem við ákváðum að end- urvekja,“ sagði talsmaður fangels- isins. „Þetta fær fangana til að hugsa um glæpi sína og afleiðingar þeirra. Dagurinn var tilfinningaþrunginn og gestum var boðið að kaupa ljósmynd til minja um uppátækið.“ Fótabað í fangelsi Hreinir fætur. ingaári. Þar nefndi hún að breyta yrði stjórn fiskveiða og leggja á veiðileyfagjald, skoða aðild að ESB, breyta skattkerfinu, spara í ríkisrekstri og fækka ráðu- neytum. Ekki er ofsagt að sam- hljómur sé meðal þeirra atriða sem þarna eru nefnd og viðfangs- efna núverandi ríkisstjórnar. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 breyttust viðhorf í íslenskri pólitík. Samfylking og VG tóku höndum saman um stjórn- arsamstarf og Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráð- herra, skv. tillögu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir sem hætti afskiptum af stjórnmálum vegna veikinda. Segja má að ferill Jóhönnu sem oddvita ríkisstjórnarinnar hafi markast mjög af þeim viðfangsefnum sem ríkisstjórnin hefur þurft að glíma við. Eftir hrikalega atburði líka hruninu hefur þurft að grípa til margvíslegra ráðstafana sem margar hafa ekki verið til vinsælda fallnar. Og í sum- um efnum hafa ríkisstjórninni verið mislagðar hendur, svo sem í kosningum til stjórnlagaþings sem Hæstiréttur ógilti á dögunum. Viðbrögð Jóhönnu þá voru harkaleg eins og sást á frægri Morgunblaðsmynd. Er Jóhanna rétt kona á réttum stað og tíma og vel að embætti komin? Um slíkt getur aðeins sagan dæmt. Hitt er rétt að hafa í huga að 1994 nefndi Jóhanna að hugsanlega kæmi til greina að ráðherrar afsöluðu sér þingmennsku og jafnvel að forsætisráðherra yrði kosinn beint sem hún hef- ur ekki nefnt eftir að hún sjálf komst á tindinn. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Jafnvel að for- sætisráðherra yrði kosinn beint sem hún hefur ekki nefnt eftir að hún sjálf komst á tindinn. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 18. febrúar 2011. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna vorið 2011 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutir auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. febrúar. MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur. Förðrun. Húðin,krem og meðferð. Snyrting. Neglur. Kventíska. Herratíska. Fylgihlutir. Skartgripir. Það heitasta í tísku fyrir árshátíðirnar. Hvað verður í tísku á vor- mánuðum. Tíska & Förðun sérblað

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.