SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 40
40 6. febrúar 2011
Lífsstíll
Þ
að er bæði hagkvæmt og skemmtilegt að baka.
Þess vegna ætti maður í raun alltaf að vera að
baka. Sérstaklega um helgar því þá hefur mað-
ur yfirleitt aðeins meiri tíma. Þá eru líka fleiri á
lausu til að koma og njóta þess að borða gúmmulaðið
með manni. Löngum hefur maður
bakað eplakökur og bökur ýmiskonar.
Gott ef það var ekki eitt það fyrsta sem
manni var kennt að baka í skólanum í
gamla daga. Svona fyrir utan kanilsn-
úða og gerbollur. Einfaldur eftirréttur
þar sem höfrum, smjöri og sýrópi er
skellt yfir epli varð líka vinsælt á há-
skólaárunum en stundum hefur nú
maður líka gert aðeins veglegri slíka
rétti. Nýverið tók ég mig til og bakaði
eplaköku eftir leyniuppskrift bróður
míns. Þar af leiðandi get ég augljóslega
ekki gefið ykkur uppskriftina, les-
endur góðir. Heldur ekki ykkur, ætt-
ingjum og vinum. Það eina sem ég get
gert er að baka kökuna gómsætu fyrir ykkur og borið
fram volga með þeyttum rjóma og ískaldri mjólk. Þegar
þetta berst í tal er skemmtilegt að velta fyrir sér höf-
undarétti að uppskriftum. Þetta er nokkuð sem þjóð-
fræðingar læra um að hluta og velta fyrir sér. Höf-
undarétt og verndun þjóðlaga og uppskrifta má að vissu
leyti bera saman. Á t.d. einhver uppskriftina að íslensku
lambalæri með öllu tilheyrandi eða er hún þjóðareign?
Þessu getur verið skemmtilegt að velta fyrir sér þó óvíst
sé að maður komist að nokkuri niðurstöðu. En nóg um
það, því ég ætlaði jú aðallega að nota
þennan pistil til að monta mig af
bakstursdugnaði mínum. Þannig var
að ég ákvað að bjóða vinkonum mín-
um til mín í brunch á sunnudaginn.
Þess skal getið að þær komu líka með
veitingar en ég hrærði og kom í ofn-
inn þessari gómsætu eplaköku. Hún
var svo góð að við borðuðum meira en
helminginn af henni. Okkur til máls-
bóta borðar reyndar ein okkar fyrir
tvo (nei algjör óþarfi að svelgjast á
morgunkaffinu, það er ekki ég). Svo
dugði afgangurinn af kökunni handa
mér með tebolla yfir lærdómnum.
Þannig að þessi baksturshugmynd var
í alla staði góð. Það er líka góð hugmynd að baka fyrir
þann sem þú ert að stíga í vænginn við. Volg og góð
kaka, mjólk og kúr. Nú eða pönnukökur að frönskum
hætti með banönum og Nutella. Sannarlega gómsætt og
ætti ekki að geta klikkað á góðum vetrardegi!
Heima-
bakað
gómsæti
Kanntu brauð að baka, já það
kann ég. Margir kannast við
söng þennan sem ágætt er að
kyrja yfir helgarbakstrinum.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
’
Þess skal getið
að þær komu líka
með veitingar en
ég hrærði og kom í
ofninn þessari góm-
sætu eplaköku. Hún
var svo góð að við
borðuðum meira en
helminginn af henni.
Í dag þykir ekkert tiltökumál að skella saman svamp-
botnum með þeyttum rjóma og niðursoðnum ávöxtum
eins og tíðkaðist hér í denn. En þá voru slíkir ávextir
má segja munaðarvara og urðu mjög vinsælir þegar
þeir fóru að fást hér á landi upp úr seinna stríði. Þá
varð líka nokkuð auðveldara fyrir húsmæður landsins
að baka eftir að skömmtun á sykri, hveiti og öðrum
nauðsynjavörum hafði viðgengist í allmörg ár. Nið-
ursoðnir ávextir voru líka notaðir sem fínasti eftirréttur
og bornir fyrir gesti með þeyttum rjóma. Svona hefur nú
lífið breyst síðan þá.
Ávaxtaeftirréttur
Niðursoðnir ávextir eru enn vinsælir í dag.
Líkt og annar matur geta
eftirréttir og kökur verið í
dýrari kantinum. Súkku-
laðikakan sem borin er
fram á ítalska veit-
ingastaðnum Mezzaluna á
Lebua hótelinu í Bangkok
er vonandi góð en hver
skammtur kostar litlar
74.000 krónur. Þessi eft-
irréttur er settur saman af
ótrúlegustu hlutum, æti-
legum gulllaufum, kampa-
víns-sorbeti gerðu úr
kampavíni frá aldamótaárinu 2000 og crème brûlée.
Þá er ekki allt upptalið því að fyrir innan gulllaufin má
líka finna jarðarberja og súkkulaðimús og súkku-
laðikökusneið. Fyrir þá sem vilja frekar ávaxtaeftirrétti
mætti þó frekar mæla með Ciragan Palace í Istanbúl.
Þar fæst gullkaka soldánsins á aðeins 115.000 krón-
ur og ku vera einn besti eftirréttur sem til er í heimi hér.
Kokkarnir hljóta að svitna nokkuð við gerð kökunnar
(vonandi ekki yfir hana samt) en það tekur 72 klukku-
stundir að búa hana til úr fíkjum, apríkósum og perum
sem hafa legið í bleyti í rommi í tvö ár. Ofan á blönduna
er síðan sett sambland af karamellu, svörtum trufflum
og auðvitað gulllaufi til að setja punktinn yfir i-ið.
Rándýr kaka soldánsins
Þessi kaka er vonandi
góð miðað við verðið!
Það var alveg á hreinu þegar ég fermd-
ist að það skyldi verða kransakaka.
Enda elska ég marsipan og þar með allt
sem gera má úr því. Kransakökutoppa
með súkkulaði, kransakökur og kran-
sastangirnar góðu með núggati.
Fyrir konunga og forseta
Kransakökur þekkjast bæði í Noregi og
Danmörku og eru þar helst settar á
borð í kringum stórhátíðir, á jólum, í
brúðkaupum og af fleiri slíkum til-
efnum. Margir hafa spreytt sig sjálfir við
kransakökugerð en þær má líka kaupa
víða. Misjafnt er hvort fólk skreytir
kransakökurnar með marsip-
anblómum, konfekti eða öðru góðgæti
en hvíti glassúrinn er þó í það minnsta
klassískur. Eitt sinn var líka mjög vin-
sælt í fermingarveislum að skreyta kök-
urnar með Macintosh molum. Kransa-
kökur hafa löngum þótt sparilegar og
nógu fínar til að gefa konungum og for-
setum með kaffinu. Í heimsókn Ólafs
Noregskonungs árið 1961 var honum
boðin kransakaka og kampavín í Þjóð-
leikhúskjallaranum. Friðrik Danakon-
ungur fékk kransaköku en hins vegar
ekkert kampavín heldur kaffi þegar
hann heimsótti landið 1970. Hvort
tveggja fékk hins vegar Ronald Reagan í
heimsókn hjá Vigdísi Finnbogadóttur á
Bessastöðum árið 1989. Það má því
með sanni segja að kransakakan sé
konunglegt meðlæti, hvort heldur er
með kaffi eða kampavíni.
Konungleg
kransakaka
Kransakaka eða kransakökutoppar eru góð með kampavíni.
Morgunblaðið/Golli