SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 41

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 41
6. febrúar 2011 41 LÁRÉTT 1. Þrjósk og niðurlútir hjá bröttum (11) 8. Lítast í augu þegar slím er skorðað. (7) 9. Nágrannakonan missti granna hjá ljósmóð- urinni. (7) 11. Daður eftir drykk fyrir ímyndaðan. (9) 12. Sindrar einhvern veginn í restina (7) 13. Dust og tvö rykkorn á skipum. (7) 14. Með ekkert dragist að því sem eyddist. (8) 16. Aðalheiður fær einhvers konar arð eftir Jesús og þær sem eru úr föstu efni. (12) 19. Sjá belju hlaupa vegna þurrkaðs ávaxtar. (7) 22. Væskill kenndur við ílagstæki sér fugl. (12) 24. Henda litíum í byggingu. (7) 25. Mark var slasaður í íþróttaiðkun. (10) 27. Veiðarfæri fá áfall um hluta sólarhrings. (9) 29. Óbrenndar eru mótaðar í smíði. (7) 30. Móðgaða stofnunin fær grisju (7) 31. Dautt afkvæmi hjá félaga. (6) 32. Negulpipar vegna hverrar krumlu. (10) LÓÐRÉTT 2. Vant rödd í tortryggni. (9) 3. Herra Logan má rugla á óskiljanlegu tungu- máli. (9) 4. Í máli má finna útlending. (5) 5. Samhverfir listar. (5) 6. Bandar í kind í útlöndum. (10) 7. Borga kamb sem fer ekki af svæðinu. (10) 8. Rám borði með sjómanni. (6) 10. Mataðir skítuga. (6) 15. Trúmaðurinn spritti ísinn einhvern veginn. (12) 17. Kúgara má rugla vegna grænmetis. (6) 18. Beitarsvæði þar sem gott er að fá sopa við timburmönnum. (12) 19. Klárar hálfdrepi með dónaskap. (8) 20. Velþekkt fær mat. (7) 21.Víg flækir málið í Ankara og leiðir til annars lands (9) 23. Slepp ríkisstjórn frá landi sem er varla sjálf- stætt. (8) 26. Óbundinn fugl er frjálsari. (7) 28. Kvarssteinn fábrotinnar. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 6. febr- úar rennur út 10. febrúar. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 13. febrúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 30. janúar er Elín Sigurjónsdóttir, Vanabyggð 2f, Akur- eyri. Hún hlýtur í verðlaun bókina Myrkraverk á Styles-setri eftir Agöthu Christie. Ugla gefur út. Krossgátuverðlaun Björn Þorfinnsson varð skák- meistari Reykjavíkur í annað sinn eftir geysispennandi lokaumferð en fyrir hana var hann efstur að vinningum ásamt Hjörvari Steini Grét- arssyni. Björn vann Hrafn Loftsson nokkuð örugglega en Hjörvar tapaði fyrir Sigurbirni Björnssyni. Um 70 skákmenn tóku þátt í mótinu en efstu menn urðu þessir: 1. Björn Þorfinnsson 8 v. (af 9) 2. Sigurbjörn Björnsson 7½ v. 3. Hjörvar Steinn Grét- arsson 7 v. 4.-5. Gylfi Þór- hallsson og Guðmundur Gísla- son 6½. Björn Þorfinnsson er nú Reykjavíkurmeistari í annað sinn. Glöggir menn þykjast sjá að hann hafi náð að ráða bót á ýmsum annmörkum sem áður stóðu honum fyrir þrifum. Önnur úrslit koma ekki á óvart. Vert er þó að benda á góða frammistöðu Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur sem varð í 7.-13. sæti. Guðmundur Kristinn Lee hækkaði sig mest á stigum eða um tæplega 50 stig. Nakamura sigraði í Wijk aan Zee Úrslitin í efsta flokki stór- mótsins í Wijk aan Zee eru mikill sigur fyrir Bandaríkja- manninn unga Hikaru Nakam- ura, sem eins og nafnið bendir til er af japönskum uppruna. Hann er einn ötulasti skák- maðurinn á hinu vinsæla vef- svæði ICC þar sem hann teflir jöfnum höndum „bullet“ og venjulegar hraðskákir. Sigur hans var afar anngjarn. Magnús Carlsen deildi 3. sæti með Ar- onjan. Á lokasprettinum lagði hann Kramnik að velli með svörtu. Lokastaðan varð þessi: 1. Nakamura 9 v. (af 13) 2. Anand 8½ v. 3.-4. Carlsen og Aronjan 8 v. 5.-6. Vachier Lagrave og Kramnik 7½ v. 7.-8. Giri og Ponomariov 6½ v. 9.-10. Nepomniachchi og Wang Hao 6 v. 11.-13. Gric- huk, Smeets og ĹAmi 4½ v. 14. Alexei Shirov 4 v. Kortsnoj gefur ekkert eftir Á opna mótinu í Gíbraltar beinist athygli manna ekki að- eins að efsta manni, Vasilij Iv- anstjúk sem hefur aðeins misst einn vinning í fyrstu níu um- ferðunum; Viktor Kortsnoj, fæddur 23. mars 1931, hlýtur að teljast besti öldungur allra tíma. Sem fyrr tekur hann sigrum með jafnaðargeði en er dálítið önugur þegar hann tapar og lætur þá yfirleitt nokkur vel valin orð falla. Eft- ir níu umferðir hafði Kortsnoj unnið þrjár skákir og gert sex jafntefli. Í 2. umferð vann hann þriðja stigahæsta kepp- andann, Ítalann Caruno, sem er með 2721 elo-stig: Fabiano Caruno – Viktor Kortsnoj Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. d3 d6 6. c3 Be7 7. O-O O-O 8. He1 Rd7 9. Be3 Rb6 10. Bb3 Kh8 11. Rbd2 f5 12. Bxb6 cxb6 13. Bd5 g5! Ekki verður því haldið fram að það vanti persónuleika í stíl Kortsnojs sem hikar ekki við að leggja til atlögu. 14. h3 g4 15. hxg4 fxg4 16. Rh2 Bg5 17. Rc4 b5 18. Re3 Bxe3 Það er meiri „hraði“ í þess- um leik en 18. … h5. 19. Hxe3 Df6 20. De1 Re7 21. f3 Rxd5 22. exd5 Hg8 23. Dg3 gxf3 24. Dxf3 Bf5 25. Hf1 Hg5 26. Kh1 Dh6 27. Hf2 Hag8 Og svartur er með góð færi eftir g-línunni. 28. He1 Dg6 Enn betra var 28. … Hh5 29. g3 Dg6 o.s.frv. 29. He3 29. … Bxd3! Nú strandar 30. Hxd3 á e4 og vinnur. 30. Kg1 e4 31. Dh3 Hxd5 32. Dd7 Hg5 33. g4 Dh6 34. Hf7 H5g7 35. Hxg7 Hxg7 36. Dd8+ Hg8 37. Db6 Df6 38. Dxb7 Hf8 39. Da7 b4 40. Hh3 Dg7 41. De3 bxc3 42. bxc3 Dxc3 43. Hh5 d5 44. g5 Da1+ 45. Kg2 Bf1+ 46. Kg3 De5+ - og hvítur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Björn Þorfinnsson skákmeistari Reykjavíkur 2011 Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.