SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 43

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 43
6. febrúar 2011 43 arnefndarinnar, í danska skálanum, og tveimur árum síðar sýndu Kristján Guð- mundsson og Jón Gunnar Árnason. Frá 1984 leigði Ísland af Finnum skála sem Alvar Aalto hannaði og þar voru settar upp sýningar á hverjum tvíæringi til árs- ins 2005, en síðan hafa síðustu tveir fulltrúar, Steingrímur Eyfjörð og Ragnar Kjartansson, sýnt í skála sem leigður er fyrir utan aðalsýningarsvæðið. Laufey segir að svo virðist sem upp- haflega hafi verið ákveðið að senda brautryðjendur, þá Kjarval og Ásmund, enda mikilvægir listamenn og hefur val- nefndinni þótt þeir eiga það skilið. „Þessi sýning er í raun íslenska lista- sagan í hnotskurn. Fyrst koma braut- ryðjendur okkar, síðan er tekið stökk að brautryðjendum abstraktlistarinnar. Þegar Sigurður Guðmundsson sýnir þá erum við komin í takt við hina alþjóðlegu listasögu og eftir það finnst mér að við séum alltaf í takti við það sem er að ger- ast,“ segir Laufey. „Það er ábyrgðarmikið hlutverk að vera fulltrúi landsins, og margir lista- mannanna sýna mikið af Íslandi eða þjóðarsálinni. Náttúran kemur sterk í gegn hjá sumum, þjóðarsálin hjá öðrum. Það eru margar hliðar á þessari sýningu – og svo á þjóðin rétt á að sjá hvað fulltrúar okkar voru að sýna í Feneyjum.“ Laufey er sammála því sem sagt er, að Feneyjatvíæringurinn sé „Sýning sýn- inganna“ og segir mjög mikilvægt að ís- lenskir listamenn eigi þar fulltrúa. „Þetta er okkar eina tækifæri til að eiga opinberlega stefnumót við hinn al- þjóðlega listaheim,“ segir hún. ’ Það er ábyrgð- armikið hlutverk að vera fulltrúi landsins og margir listamannanna sýna mikið af Íslandi eða þjóðarsálinni. Þorvaldur Skúlason (1906-1984), Haustfugl, 1970. Í einkaeigu. Jón Gunnar Árnason (1931-1989), Cosmos, 1982. Listasafn Íslands. Jóhannes S. Kjarval (1885-1972), Hugmynd. Landsbankinn. Kristján Davíðsson (1917), Flæðarmál, 1983-84. Arion banki. Magnús Pálsson (1929), Flæðarmál (Spi- aggia), 1976. Listasafn Íslands.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.