SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Blaðsíða 47
6. febrúar 2011 47
F
agur og tilkomumikill út-
skurður umlykur drykkjarhorn
frá 17. öld með Adam og Evu við
skilningstré góðs og ills. Þar er
einnig krossfestingarmynd og í sama
belti hinum megin er skorin mynd af
Guðslambinu og á horninu er skorin
áletrunin Guðvelkomnir góðir vinir,
gleðjist. Drykkjarhornið er eitt hinna
listilega útskornu horna Þjóðminjasafns
Íslands, en í safninu eru varðveitt horn
frá 15. til 19. aldar. Á safnanótt þann 11.
febrúar verður opnuð áhugaverð sýning í
Bogasal safnsins á merkum drykkjar-
hornum. Það fer vel á því á þorra.
Á heiðnum tíma voru vetrarsólstöður
hátíðartími, þótt fátt sé vitað um veislu-
siði fyrir kristni. Ekki eru til á Íslandi
fornleifar, sem tengja má jólasiðum á
þeim tíma. En drykkjarhorn eru hluti af
norrænum menningararfi og tengjast
veislum og siðum norrænnar menningar
fyrir og eftir kristni. Vitað er að haldin
voru jól á Norðurlöndum löngu fyrir
kristna tíð. Lítið er hins vegar vitað um
það hvernig jól voru haldin á heiðnum
tíma, að öðru leyti en því að norrænir
menn gerðu sér dagamun í mat og
drykk, drukku minni úr drykkjar-
hornum, fögnuðu hækkandi sól og not-
uðu heitið jól um veisluhöldin. Forn nor-
ræn drykkjarhorn frá því fyrir kristni eru
vitnisburður um hátíðarhöld og minn-
isdrykkju. Engin drykkjarhorn hafa
varðveist á Íslandi frá fyrstu öldum
byggðar, en elstu drykkjarhornin eru frá
kristnum tíma.
Íslensk drykkjarhorn frá miðöldum
eru einstök í norrænu og alþjóðlegu sam-
hengi. Þau eru vitnisburður um listfengi
útskurðarmeistara fyrri alda, en mynstr-
in sem þau prýða eru í rómönskum stíl
og þekja yfirborð hornanna. Athyglisvert
er að útskurðarhefðin er eldri en sjálf
hornin, svo sem almennt á við um ís-
lenskan útskurð fyrri alda. Merkar rann-
sóknir norska listfræðingsins dr. Ellen
Marie Magerøy og annarra sérfræðinga á
útskurði og íslenskum drykkjarhornum
hafa varpað ljósi á einstakt gildi þeirra.
Það sem gerir íslensk miðaldahorn sér-
stæð er að þau eru alskreytt myndum,
sum skreytt jurtamynstri og oft er hag-
anlega skorið svonefnt höfðaletur, í belti
sem umlykja hornin. Höfðaletur er ís-
lensk leturgerð, sem tíðkaðist lengi í út-
skurði í tré og horn. Áletranir eru ýmist
tilvitnanir í Biblíutexta eða veraldlegar
vísur. Athyglisvert er að samsvörun er í
jurtaskrauti á útskornum hornum og
myndskreytingum handrita. Auk tilvitn-
ana í Biblíuna, eru dæmi um drykkju- og
gleðivísur. Á einu hornanna er áletrunin
Drekkið varlega og á öðru horni er þessi
vísa:
Gott er að drekka það góða öl,
gleður það mannsins líf,
meðan að enginn bruggar böl,
né byrjar kíf.
Íslensku drykkjarhornin eru varðveitt
víða um Evrópu, en þau voru lengi eft-
irsóttir söfnunargripir erlendra ferða-
langa vegna hins fagra handverks. Flest
hornanna eru varðveitt í Þjóðminjasafni
Íslands, en önnur eru varðveitt í erlend-
um söfnum eða eru í eigu einstaklinga. Á
síðustu árum hafa merk útskorin horn
borist Þjóðminjasafni Íslands, sem mikill
fengur er að. Önnur komu í safnið fyrir
og eftir aldamótin 1900 og sum voru
afhent Íslendingum á Alþingishátíð-
inni árið 1930. Vinafélag Þjóðminja-
safnsins, Minjar og saga, færði safn-
inu fagurt horn árið 2003 í tilefni af
140 ára afmæli safnsins. Það er frá
18. öld með jurtamynstri og
var keypt í Danmörku þar
sem það hafði áður verið í
einkaeign. Þjóðminjasafn-
ið keypti afar mikilvægt horn af norskum
safnara árið 2005, hið merka Maríuhorn
frá 16. öld. Á Maríuhorninu er fallega út-
skorið jurtaskraut, sem er listilega vel
gert og áletrunin AUE MARIA. Þá hafa
safninu borist yngri horn, meðal annars
eitt frá Svíþjóð með afhendingu hinna
800 gripa sem Norræna safnið í Stokk-
hólmi afhenti safninu til framtíðar-
varðveislu árið 2007. Þessi horn hafa
sannarlega auðgað safnkost Þjóðminja-
safns Íslands.
Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins eru
fjögur miðaldahorn til sýnis sem vert er
að skoða í samhengi við þau horn sem
verða til sýnis í Bogasalnum í febrúar. Þá
mun safngestum gefast tækifæri til að
virða fyrir sér öll þau miðaldahorn sem
varðveitt eru á Íslandi ásamt þremur
merkum hornum sem Þjóðminjasafn
Dana hefur af velvilja lánað safninu.
Kærkomið er að geta nú boðið Íslend-
ingum og gestum þeirra að kynnast hin-
um fagra menningararfi útskorinna
drykkjarhorna á væntanlegri sýningu
safnsins og sérstakri sýningarbók sem
kemur út af því tilefni. Hornin og mynd-
mál þeirra er mikið augnayndi og er
áhugavert að virða fyrir sér fagurlega
skreytt yfirborð hornanna. Ég tek mér í
munn áletrunina á einu fegursta
drykkjarhorninu og býð gesti guð-
velkomna í safnið og að gleðjast yfir
handverki og listfengi þeirra sem skáld-
uðu í hornin og þeim menningararfi sem
í drykkjarhornunum er fólginn.
Nánari upplýsingar á www.thjod-
minjasafn.is. Sýningin „Verið guð-
velkomnir góðir vinir, gleðjist! Íslensk
útskorin horn“ verður opnuð í Bogasal
safnsins á safnanótt þann 11. febrúar
nk.
„Guðvelkomnir
góðir vinir, gleðjist“
Fögur og tilkomumikil útskorin krossfest-
ingarmynd á Fagnaðarhorninu frá 17. öld.
’
Íslensk drykkjarhorn
frá miðöldum eru
einstök í norrænu og
alþjóðlegu samhengi. Þau
eru vitnisburður um list-
fengi útskurðarmeistara
fyrri alda, en mynstrin sem
þau prýða eru í rómönskum
stíl og þekja yfirborð horn-
anna.
Hringahornið frá 1625.
Ljósmynd/Þjóðminjasafn
Þankar um
þjóðminjar
Margrét Hallgrímsdóttir
margret@thjodminjasafn.is
F
róðari menn um hross eru líklega
vandfundnari en Ingimar Sveins-
son á Hvanneyri. Hann hefur nú
sent frá sér alhliða upplýsinga-
og fræðirit um hesta sem hann hefur
unnið að í mörg ár og er meðal annars
byggt á kennsluefni sínu í hrossarækt við
Bændaskólann á Hvanneyri. Bókin fjallar
um flest það sem fólk sem umgengst
hesta eða hefur áhuga á þeim þarf að vita.
Hann byrjar á byrjuninni, á uppruna
hestsins og fer þar í hestakyn víða um
heim, þá er sérkafli um íslenska hestinn
og eftir það kemur fróðleikur um fóðrun
hrossa, meðferð, frjósemi, uppeldi,
tamningu og þjálf-
un og margt margt
fleira. Bókinni
lýkur á kafla um
hvernig á að velja
sér hest við hæfi.
Þetta er bók sem
byggist ekki á neinni tilfinningasemi eða
nýjustu tískustraumum í tamningu eða
fóðrun. Þetta eru hrossafræði af skyn-
semi. Ingimar býr að mikilli þekkingu og
reynslu og hefur áratugum saman viðað
að sér fróðleik um hesta og hestahald og
eru efnistök hans skýr og aðgengileg.
Það þarf ekki að lesa þessa bók frá
upphafi til enda frekar en maður vill, eins
og með góða fræðibók er hægt að fletta
henni upp hvar sem er og finna það sem
maður vill fræðast um hverju sinni. Bók-
in er virkilega vel umbrotin, eiguleg og
aðgengileg, textinn er brotinn upp með
stuttum köflum, myndum, töflum og
römmum. Ingimar ritar afskaplega vand-
að mál sem heldur lesandanum föngnum,
hann nær meira að segja að gera fóður-
þarfir hrossa áhugaverða lesningu.
Ekki skemma heldur fyrir sögur sem
koma inn á milli af reiðhrossum höf-
undar eða öðru og brjóta upp kaflana.
Ingimar ber mikla virðingu fyrir
hestinum en gerir hann samt ekki að
ofdekruðu gæludýri, hann ber virð-
ingu fyrir hegðun hans, gerð og sjálf-
stæði og vinnur með hann af miklu
næmi og skrifar um hann af miklu
næmi svo virkilega ánægjulegt er að lesa.
Hrossafræði Ingimars er bók sem allir
þeir sem eiga hesta, hafa áhuga á hestum
eða eru með hross í hagagöngu ættu að
eiga. Fáir eru jafn mikill fróðleiks-
brunnur um íslenska hestinn og Ingimar
og það er öðrum áhugamönnum um ís-
lenska hestinn í nútíð og framtíð ómet-
anlegt að hann hafi sett hrossafræði sín í
eina bók fyrir þá til að njóta og læra af.
Hrossafræði af
skynsemi
Bækur
Hrossafræði Ingimars: Alhliða
upplýsinga- og fræðirit um hesta
bbbbb
Fræðibók
Eftir Ingimar Sveinsson
Uppheimar 2010
Ingveldur Geirsdóttir
Ingimar Sveinsson gefur hrossum sínum á Hvanneyri.
Morgunblaðið/Eggert